Landsliðin

- Auglýsing -

Janus Daði og Arnar Freyr bætast í hóp smitaðra

Tveir leikmenn íslenska landsliðsins til viðbótar greindust með covid19 við skimun í morgun. Um er að ræða Arnar Freyr Arnarsson og Janus Daða Smárason eftir því sem fram kemur í tilkynningu sem var að berast frá Handknattleikssambandi Íslands fyrir...

Leikurinn við Frakka verður áskorun

„Leikurinn við Frakka verður áskorun,“ sagði Elvar Ásgeirsson, nýbakaður landsliðsmaður í handknattleik um viðureign dagsins hjá honum og félögum í ísenska landsliðinu þegar þeir mæta Ólympíumeisturum Frakka í annarri umferð milliriðlakeppninnar á Evrópumótinu klukkan 17 í dag.Elvar leikur með...

Förum inn á völlinn til að vinna alla leiki

„Frakkar eru með afar sterkt lið og hafa í dag úr breiðari hópi leikmanna að ráða en við þar sem færri hafa veikst hjá þeim,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik, í samtali við handbolta.is í gær.Sigvaldi...
- Auglýsing -

Daníel Þór fetar í fótspor afa síns – eftir 56 ár!

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni er gamalt og gott máltæki. Þegar Daníel Þór Ingason mætir til leiks gegn Frökkum í Búdapest í dag og leikur um leið sinn 36. landsleik, eru 56 ár liðin síðan að afi hans,...

Unnum bug á þeirri freistingu að gefast upp fyrirfram

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heiðraði íslenska landsliðið með nærveru sinni á viðureign þess við Dani á fimmtudagskvöld á Evrópumeistaramótinu í handknattleik. Forseti er ennþá í Búdapest og verður á ný á meðal áhorfenda á viðureigninni við Frakka í...

Myndasyrpa: Einbeittir og hressir á æfingu

Þeir sem eftir standa af íslenska landsliðshópnum og starfsmönnum komu saman til æfingar í MVM Dome í Búdapest upp úr miðjum degi þar sem menn bjuggu sig undir leikinn við Óympíumeistara Frakka á morgun í annarri umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins...
- Auglýsing -

Höfum þungar áhyggjur af stöðunni

„Við höfum þungar áhyggjur af stöðunni og ekki dró það úr áhyggjum okkar þegar sjöundi maðurinn í hópnum greindist smitaður í dag eftir hraðpróf. Vonir stóðu til að við værum að ná utan um ástandið þegar öll PCR prófin...

Sjöunda smitið í herbúðum íslenska landsliðsins

Fyrsti starfsmaður íslenska landsliðsins í handknattleik hefur greinst smitaður af covid19 eftir því sem Handknattleikssamband Íslands var að greina frá. Jón Birgir Guðmundsson, annar sjúkraþjálfari landsliðsins, greindist jákvæður í skyndiprófi sem íslenski hópurinn gekkst undir í hádeginu. Beðið er...

Fjórir skoruðu sín fyrstu EM-mörk gegn Dönum

Fjórir leikmenn landsliðsins skoruðu í gær sín fyrstu mörk á Evrópumeistaramóti. Einn þeirra, Elvar Ásgeirsson, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í leiknum við Dani en lék sinn fyrsta A-landsleik í gærkvöld.Elvar braut ísinn af fjórmenningunum snemma leiks þegar hann skorað...
- Auglýsing -

Forseti Íslands heiðraði landsliðið með nærveru sinni

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heiðraði íslenska landsliðið í handknattleik karla með nærveru sinni og stuðningi þegar leikið var við Dani á Evrópumeistaramótinu í handknattleik í MVM Dome í Búdapest í gær.Guðni er mikill íþróttaáhugamaður fyrir utan að hafa...

Ótrúlega stoltur af þessu tækifæri

„Tilfinningin var frábær að taka þátt í leik gegn heimsmeisturunum í milliriðlakeppni á Evrópumóti. Sviðið verður ekki mikið stærra. Það er heiður fyrir mig að fá tækifæri til þess að leika fyrir íslensku þjóðina við þessar aðstæður,“ sagði Orri...

Myndasyrpa: Fjölmennir og hressir Íslendingar í stúkunni

Íslendingar létu til sín taka utan vallar sem innan í MVM Dome í Búdapest í gærkvöld þegar landslið Íslands og Danmerkur mættust í fyrstu umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik.Stuðningsmenn íslenska landsliðsins voru áberandi í keppnishöllinni. Fjölmennur hópur kom beint...
- Auglýsing -

Handboltinn okkar: Hetjuleg barátta og tap – framhaldið

Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust í kvöld í Klaka stúdíóið sitt og tóku upp sinn þrítugasta þátt á tímabilinu. Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru Gestur Guðrúnarson, Jói Lange og Arnar Gunnarsson.Í þætti dagsins fóru þeir yfir leik...

Súrt og svekkjandi að tapa

„Súrt og svekkjandi að tapa leiknum,“ sagði fyrirliðinn Ýmir Örn Gíslason þegar handbolti.is hitti hann að máli eftir fjögurra marka tap íslenska landsliðsins fyrir Dönum í MVM Dome í Búdapest í kvöld í fyrstu umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik...

Myndasyrpa: Ísland – Danmörk, 24:28

Íslenska landsliðið í handknattleik karla reyndi hvað það gat að berjast við heimsmeistara Dana í fyrstu umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla í MVM Dome í Búdapest í kvöld. Sex leikmenn íslenska landsliðsins heltust úr lestinni í gærkvöld og...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -