Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Elverum leika til úrslita í úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Það liggur fyrir eftir þriðja sigur Elverum á Nærbø, 30:26, í Terningen Arena í Elverum í dag. Á sama tíma vann Kolstad liðsmenn...
Daníel Freyr Andrésson átti stór leik í marki Lemvig-Thyborøn í fyrsta leik liðsins við Team Sydhavsøerne í umspili um sæti í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik á næsta keppnistímabili. Hann varði 12 skot, 50%, þann tíma sem hann stóð í...
Bjarki Már Elísson var næst markahæstur hjá Telekom Veszprém í gær þegar liðið vann Kolmó, 39:32, í ungversku 1. deildinni í handknattleik í gær. Bjarki Már skoraði átta mörk. Svíinn Andreas Nilsson var markahæstur með 10 mörk. Telekom Veszprém...
Eftir tap fyrir TuS Metzingen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld, 33:26, er ekkert sem heitir nema sigur hjá Díönu Dögg Magnúsdóttur og samherjum í BSV Sachsen Zwickau um næstu helgi þegar lið Neckarsulm verður sótt heim....
Orri Freyr Þorkelsson hornamaður Elverum í Noregi gengur til liðs við Sporting í Lissabon í sumar. Nils Kristian Myhre, sem hefur umsjón með leikmannamálum Elverum, sagði frá vistaskiptum Orra Freys í samtali við Østlendingen í gær þar sem Myhre...
Keppnistímabilinu er lokið hjá Gísla Þorgeiri Kristjánssyni leikstjórnanda þýska meistaraliðsins SC Magdeburg og landsliðsmanni. Komið er í ljós að meiðslin sem hann varð fyrir í viðureign SC Magdeburg og Wisla Plock í átta liða úrslitum Meistaradeildar karla í fyrrakvöld...
Unglingalandsliðsmarkvörðurinn Ísak Steinsson varð Noregsmeistari í handknattleik í 3. flokki um síðustu helgi með IL ROS sem er samstarfsfélag og ungmennalið Drammen. Þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem það vinnur meistaratitilinn í 3. aldursflokki pilta. Ísak...
Tryggvi Þórisson og samherjar í IK Sävehof leika til úrslita um sænska meistaratitilinn í handknattleik. Þeir unnu Ystads IF HF, 37:27, á heimavelli í gær og unnu þar með einvígið 3:0 í vinningum talið. Tryggvi skoraði ekki í leiknum í...
Landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson hefur skrifað undir nýjan samning við svissneska meistaraliðið Kadetten Schaffhausen til næstu fjögurra ára, eða til loka leiktíðarinnar vorið 2027. Félagið tilkynnti þetta í kvöld. Nokkur félög voru með Óðin Þór undir smásjánni.Óðinn Þór gekk...
Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Elverum standa vel að vígi eftir að hafa unnið Nærbø, 23:22, á útivelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitum í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í gærkvöld. Simon Mizera, markvörður Elverum, kom í...
Gísli Þorgeir Kristjánsson fór af leikvelli meiddur á ökkla rétt fyrir miðjan fyrri hálfleik í gær í leik SC Magdeburg og Wisla Plock í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Hann kom ekkert meira við sögu í leiknum...
Sigrún Ása Ásgrímsdóttir hefur framlengt samningnum sínum við handknattleiksdeild ÍR. Hún snéri aftur á völlinn fyrir tímabilið eftir barnsburð og hefur verið ein af burðarásum liðsins í vetur og skoraði 47 mörk í 16 leikjum í Grill 66- ...
Handknattleikskonan Berta Rut Harðardóttir hefur samið við sænska handknattleiksliðið Kristianstad HK um að leika með því á næsta keppnistímabili. Berta Rut lék á nýliðinni leiktíð með Holstebro Handbold í næst efstu deild í Danmörku. Liðið hafnaði í þriðja sæti...
Lærisveinar Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Fredericia Håndboldklub eru komnir í vænlega stöðu í baráttu um sæti í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Stig úr jafntefli við meistara GOG, 33:33, á útivelli bætti stöðuna. Síðasti leikurinn í átta liða úrslitum...
Sex leikir fóru fram í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. Íslendingar komu við sögu í fimm þeirra.Úrslit dagsins:Gummmersbach - HC Erlangen 32:31 (14:17).Elliði Snær Viðarsson skoraði sjö mörk og var markahæstur hjá Gummersbach. Hann lét einnig til...