- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Møller lokaði markinu – Teitur Örn skoraði tvisvar

Flensburg fór upp að hlið MT Melsungen í þriðja til fjórða sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla í kvöld með öruggum sigri á Rhein-Neckar Löwen, 33:25, í Flens-Arena. Kevin Møller landsliðsmarkvörður Dana fór á kostum í marki Flensburg...

Óðinn Þór markahæstur í 11. sigurleiknum

Óðinn Þór Ríkharðsson og liðsmenn svissneska meistaraliðsins Kadetten Schaffhasuen slá ekki slöku við í titilvörninni. Þeir unnu í kvöld sinn 11. leik í deildinni á tímabilinu þegar liðsmenn BSV Bern voru sigraðir í höfuðborginni. Lokatölur 34:27 eftir að tvö...

Sandra var markahæst á vellinum

Sandra Erlingsdóttir kemur í frábæru formi til móts við íslenska landsliðið í handknattleik á morgun þegar hún kemur til landsins. Hún átti alltént stórleik í kvöld með TuS Metzingen í öruggum sigri liðsins á HSG Bad Wildungen Vipers í...
- Auglýsing -

Tíundi sigurinn hjá landsliðsmarkverðinum

Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður og samherjar hennar í EH Aalborg unnu Ejstrup/Hærvejen, 38:31, í næst efstu deild danska handknattleiksins í dag. EH Aalborg hefur þar með 20 stig að loknum 10 leikjum og er efst í deildinni þegar hlé...

Molakaffi: Jóhanna, Aldís, Katrín, Tumi, Hákon, þrír í Minden, Grétar, Heiðmar, Tryggvi

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði sex mörk og átti eina stoðsendingu þegar lið hennar, Skara HF, vann stórsigur á Lugi, 36:24, í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn fór fram í Lundi, heimavelli Lugi. Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fjögur mörk og...

Svavar og Sigurður dæma á Spáni – Guðjón og Kristján fara til Jótlands

Handknattleiksdómararnir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson leggja land undir fót eftir helgina og leggja leið sína til Logrono á Spáni. Þar suður frá bíður þeirra það verkefni að dæma viðureign BM Logrono La Rioja og serbneska liðsins...
- Auglýsing -

Molakaffi: Halldór, Arnór, Harpa, Thelma, Alfreð, Axel, Ribera, Nergaard, Kraft

Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Nordsjælland hafði betur gegn Arnóri Atlasyni og liðsmönnum Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær, 34:24. Leikurinn fór fram í Holstebro. Nordsjælland hefur þar með komið sér upp í 10. sæti deildarinnar með 10...

Fimmti sigurinn á rúmri viku hjá Magdeburg

Nýkrýndir heimsmeistarar félagsliða í handknattleik og ríkjandi Evrópumeistarar SC Magdeburg unnu danska meistaraliði GOG, 35:27, á heimavelli í kvöld í sjöundu umferð B-riðils Meistaradeildar Evrópu. Þetta var fimmti leikur Magdeburg á níu dögum og um leið fimmti sigurinn. Með...

Viggó og Andri Már unnu sitt gamla lið

Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson létu mikið að sér kveða með SC DHfK Leipzig í þýsku 1. deildinni í handknattleik þegar þeir mættu sína gamla liði, Stuttgart, á heimavelli í kvöld. Báðir hafa þeir áður leikir með Stuttgart....
- Auglýsing -

Skoruðu 22 mörk í síðari hálfleik – Bjarki Már og Veszprém í efsta sæti

Norska meistaraliðið Kolstad með Sigvalda Björn Guðjónsson landsliðsmann innanborðs fór á kostum og skoraði 22 mörk í síðari hálfleik á heimavelli í kvöld. Markasúpan lagði grunn að fimm marka sigri á franska stórliðinu PSG, 36:31, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu...

Landsliðskonurnar stóðu í ströngu í Þýskalandi – myndskeið

Landsliðskonurnar Díana Dögg Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir urðu að bíta í það súra epli að vera í tapliðum í kvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Díana Dögg og liðsmenn BSV Sachsen Zwickau töpuðu á heimavelli fyrir Bensheim/Auerbach, 32:25. Á sama tíma beið TuS Metzingen lægri hlut í viðureign við Oldenburg, 30:26, í EWE-Arena í Oldenburg.

Andrea tók þátt í sögulegum leik í Silkeborg

Danska meistaraliðið Esbjerg vann það afrek í kvöld að ljúka keppnisárinu í dönsku úrvalsdeildinni án þess að tapa leik. Esbjerg lagði í kvöld Silkeborg-Voel, sem landsliðskonan Andrea Jacobsen leikur leikur með, 31:24, í Silkeborg og hefur þar með leikið...
- Auglýsing -

Molakaffi: Elín Jóna, Ólafur, Hans, Minko

Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður átti stórleik með EH Aalborg í gærkvöld og var valin besti maður vallarins þegar EH Aalborg vann AGF Håndbold, 33:24,  í Nørresundby Idrætscenter í Álaborg. Því miður kemur ekki fram á heimasíðu félagsins hversu mörg...

Óðinn Þór atkvæðamikill – Fyrrverandi samherjar mættust í Lissabon

Óðinn Þór Ríkharðsson lét að sér kveða kvöld þegar svissneska meistaraliði Kadetten Schaffhausen sótti tvö stig til Svartfjallalands í heimsókn til HC Lovcen-Cetinje. Óðinn Þór skoraði sex mörk í leiknum sem Kadetten vann með þriggja marka mun, 29:26. Kadetten...

Evrópudeild karla ’23 – úrslit 3. umferðar – staðan

Að loknu hléi vegna æfingaviku landsliða þá var þráðurinn tekinn upp í Evrópudeild karla í handknattleik í dag. Þriðja umferð fór fram. Þar með er riðlakeppnin hálfnuð. Áfram heldur hún næstu þrjá þriðjudaga fram í desember þegar niðurstaðan liggur...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -