Gísli Þorgeir Kristjánsson var í fyrsta sinn í leikmannahópi SC Magdeburg á leiktíðinni í gærkvöld þegar Evrópumeistararnir sóttu Porto heim í Meistaradeild Evrópu. Gísli Þorgeir er óðum að ná sér á strik eftir aðgerð sem hann gekkst undir í...
Þórey Rósa Stefánsdóttir lék sinn 130. A-landsleik í handknattleik í gær gegn Grænlandi í riðlakeppni forsetabikarsins á heimsmeistaramótinu. Leikurinn fór fram i Nord Arena íþróttahöllinni í Frederikshavn á norður Jótlandi.
Í sama leik tók nafna hennar, Þórey Anna Ásgeirsdóttir, þátt...
Fréttasíðan handball leaks, sem er að finna á Instagram og sérhæfir sig í að segja frá óstaðfestum fregnum af handknattleiksfólki eins og nafnið gefur e.t.v. til kynna, gerir því í skóna í dag að Ýmir Örn Gíslason landsliðsmaður og...
Róbert Sigurðarson og félagar í Drammen treystu stöðu sína á meðal liðanna í efstu sætum norsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld með sigri á Halden 25:24, á heimavelli í 13. umferð. Róbert skoraði ekki mark en tók vel á því í...
Íslenskir handknattleiksmenn höfðu ekki heppnina með sér í kvöld í leikjum 10. umferðar Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla. Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar í Kolstad töpuðu með eins mark mun fyrir THW Kiel í Þýskalandi, 26:25. Industria Kiel, sem...
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson halda áfram að dæma af fullum krafti í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla. Þeir félagar eru komnir til Szeged í Ungverjalandi til að dæma viðureign Pick Szeged og Industria Kielce í 10. umferð...
Sjö lið með íslenskum handknattleiksmönnum verða í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þegar þráðurinn verður tekinn upp að nýju 13. febrúar með keppni í fjórum fjögurra liða riðlum. Liðin taka með sér stig með sér riðlakeppninni sem lauk í kvöld verður...
Sjötta og síðasta umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar fór fram í kvöld. Tvö efstu lið hvers riðils halda áfram keppni í 16-liða úrslitum í febrúar. Tvö neðstu liðin eru úr leik. Sextán liða úrslit fara fram í febrúar.Talsvert af Íslendingum var...
Stórleikur Sveinbjörns Péturssonar markvarðar með EHV Aue í gærkvöld gegn Bietigheim nægði liðinu ekki til þess að krækja í stig á heimavelli. Sveinbjörn varði 19 skot, 38%.
Bietigheim vann með fjögurra marka mun, 31:27, er í öðru sæti deildarinnar með...
Íslendingatríóið hjá þýska liðinu GWD Minden vann kærkominn sigur í gær á Eulen Ludwigshafen, 31:29, á heimavelli í viðureign liðanna í 2. deild. Gestirnir frá Ludwigshafen voru um skeið með frumkvæði í leiknum en varð ekki kápa úr klæðinu....
„Miðað við mótspyrnuna sem við höfum fengið til þessa þá er ég sáttur við hvernig liðið hefur leikið en við gerum okkur grein fyrir að það verður allt annað upp á teningnum þegar lengra liður á mótið og andstæðingarnir...
Evrópumeistarar SC Magdeburg endurheimtu efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik á nýjan leik í dag með sigri á lærisveinum Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach á heimavelli, 32:30. Einnig vann Leipzig, undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar, HC Erlangen, 20:19, í...
Viktor Gísli Hallgrímsson átti einn stórleikinn til viðbótar í marki Nantes í gær þegar Nantes vann Dijon með yfirburðum, 41:22, í frönsku 1. deildinni í handknattleik á heimavelli Dijon. Viktor Gísli varð 15 skot, 44%, átti ekki hvað sístan...
Selfyssingurinn Haukur Þrastarson er í úrvalsliði átta leikmanna í 9. umferð Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, velur í úrvalslið eftir hverja umferð keppninnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Haukur er á meðal þeirra bestu. Valið undirstrikar...
Stiven Tobar Valencia skoraði fimm mörk í sex skotum þegar Benfica lagði Póvoa AC Bodegão á heimavelli í 14. umferð 1. deild portúgalska handknattleiksins í gær. Benfica situr sem fastast í þriðja sæti deildarinnar eftir sem áður. Sporting og Porto...