Tumi Steinn Rúnarsson og samherjar hans í Coburg unnu í dag annan leik sinn í 2. deild þýska handknattleiksins. Coburg lagði Bayer Dormagen, 28:22, á heimavelli eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13.
Tumi Steinn skoraði eitt...
Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir var markahæst hjá BSV Sachsen Zwickau þegar liðið vann TuS Metzingen sem önnur landsliðskona úr Vestmannaeyjum leikur með, Sandra Erlingsdóttir, 27:23, í þriðju umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag.
Þetta var fyrsti sigur...
Þrír íslenskir handknattleiksþjálfarar taka þátt í Asíuleikunum sem hefjast í dag í Hangzhou í Kína og standa fram til 5. október þegar úrslitaleikurinn fer fram. Handknattleikskeppni Asíuleikanna er aðeins lítill hluti af leikunum en Asíuleikunum má helst líkja við...
Teitur Örn Einarsson skoraði ekki mark fyrir Flensburg en átti eina stoðsendingu þegar Flensburg og Hannover-Burgdorf skildu jöfn, 26:26, í ZAG Arena, heimavelli Hannover-Burgdorf að viðstöddum nærri 7.600 áhorfendum.
Marius Steinhauser skoraði jöfnunarmark Hannover-Burgdorf á síðustu sekúndu leiksins eftir...
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 12 skot, 38,7%, þegar Nantes vann Toulouse, 34:24, í þriðju umferð frönsku efstu deildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Nantes er efst í deildinni með sex stig eftir þrjár umferð.
Grétar Ari Guðjónsson og félagar í Sélestat...
Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson fögnuðu sigri með samherjum sínum í Ribe-Esbjerg á liði Fredericia HK í t.hansen íþróttahöllinni í Fredericia í kvöld, 33:30, í fimmtu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjálfari Fredericia sem...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti stórleik og skoraði 11 mörk fyrir PAUC í fjögurra marka sigri á Saran á heimavelli, 35:31, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Donni var markahæsti leikmaður vallarins. Donni hefur ekki skorað fleiri...
Fimm leikir fóru fram í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla í kvöld. Þar með lauk annarri umferð.
Úrslit, markaskor, varin skot og staðan.
A-riðill:Kolstad – Kielce 30:32 (11:17).Mörk Kolstad: Gøran Søgard 8, Simen Lysen 6, Sander Sagosen 6,...
Handknattleiksmaðurinn Tómas Helgi Wehmeier, sem lék með Kórdrengjum á síðasta tímabili, hefur fengið félagaskipti til Víðis í Garði. Víðismenn stefna á þátttöku í 2. deild annað árið í röð.
Wiktoria Piekarska hefur skrifað undir samning við Fjölni. Wiktoria er...
Hákon Daði Styrmisson og samherjar hans í Eintracht Hagen komust í kvöld upp úr fystu umferð þýsku bikarkeppninnar í handknattleik með sigri á útivelli á liði Eulen Ludwigshafen, 32:31, í háspennuleik. Grípa varð til framlengingar til þess að knýja...
Guðjón L. Sigurðsson verður eftirlitsmaður á viðureign Aalborg Håndbold og Eurofarm Pelister í annarri umferð A-riðils Meistaradeildar karla í handknattleik í kvöld. Leikurinn fer fram í Álaborg og hefst klukkan 18.45.
Dagur Gautason skoraði sex mörk en Hafþór Már Vignisson...
„Tilfinningin var ótrúlega góð. Ég er mjög glaður að vera kominn aftur inn á völlinn,“ segir handknattleiksmaðurinn Haukur Þrastarson í samtali við Vísir í dag. Haukur lék sinn fyrsta leik með Kielce á laugardaginn eftir nærri níu og hálfs...
Hákon Daði Styrmisson og nýir samherjar hans í Eintracht Hagen fögnuðu í kvöld sínum fyrsta sigri á leiktíðinni í 2. deild þýska handknattleiksins. Hagen lagði þá Coburg með Tuma Stein Rúnarsson innanborðs, 26:24, í Ischelandhalle í Hagen.
Hákon Daði gekk...
Arnór Snær Óskarsson skoraði sitt fyrsta mark í þýsku 1. deildinni handknattleik í kvöld þegar lið hans Rhein-Neckar Löwen vann Erlangen með 10 marka á heimavelli, 34:24. Arnór Snær sem gekk til liðs við félagið í sumar frá Val...
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Kolstad vann Halden, 35:22, í norsku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn fór fram í Þrándheimi. Gøran Søgard Johannessen skoraði 10 mörk fyrir Kolstad sem er í þriðja sæti...