Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Ómar Ingi og Gísli eru komnir í undanúrslit

Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk og Gísli Þorgeir Kristjánsson eitt þegar SC Magdeburg vann sádi arbíska liðið Khaleej, 35:29, í riðlakeppni heimsmeistaramóts félagsliða í handknattleik í Dammam í Sádi Arabíu í dag. Þar með komust meistarar síðasta árs...

Sló í bakseglið hjá Darra – hittir lækni eftir helgi

Því miður sló í bakseglið hjá handknattleiksmanninum Darra Aronssyni á dögunum svo óvíst er hversu lengi hann verður frá keppni til viðbótar. Darri ristarbrotnaði um miðjan júlí rétt áður en hann fór til franska liðsins US Ivry og hefur...

Haukur og samherjar í undanúrslit í Dammam

Pólska meistaraliðið Łomża Industria Kielce tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts félagsliða í handknattleik karla með níu marka sigri á brasilíska liðinu Handebol Taubaté, 39:30, í annarri umferð keppninnar í Dammam í Sádi Arabíu.Haukur skoraði eitt mark...
- Auglýsing -

Molakaffi: Tryggvi, Bjarni, Ásgeir, Egill Már, Victor Máni, Roland, Appelgren

Tryggvi Þórisson skoraði ekki fyrir IK Sävehof þegar liðið vann Hammarby, 27:25, á heimavell í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. IK Sävehof er í sjötta sæti með sex stig eftir fimm leiki, á inni leik við Gautaborgarliðið Önnereds sem einnig...

Akureyringarnir flugu í átta liða úrslit

Akureyringarnir, Aldís Ásta Heimisdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir, léku með Skara HF í kvöld þegar liðið komst glæsilega í átta liða úrslit sænsku bikarkeppninnar eftir sex marka sigur á Kungälvs HK, 35:29, á heimavelli. Um var að ræða síðari...

Teitur Örn og fleiri komust áfram – úrslit og markaskor

Teitur Örn Einarsson og samherjar í Flensburg komust í kvöld í 16-liða úrslit þýsku bikarkeppninnar eftir sigur á Füchse Berlin, 34:32, í Flens-Arena í hörkuleik. Teitur Örn skoraði þrjú mörk í leiknum.Af öðrum liðum íslenskra handknattleiksmanna er það að...
- Auglýsing -

Fjögur af fimm komust í átta liða úrslit í Noregi

Fjögur svokölluð Íslendingalið komust í dag í átta liða úrslit norsku bikarkeppninnar í handknattleik. Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur hjá Elverum með sex mörk þegar liðið vann stórsigur á Sandnes, 40:22.Sigvaldi Björn Guðjónsson var einnig markahæstur í öruggum sigri...

Haukur og félagar unnu stórsigur í Dammam

Haukur Þrastarson og félagar í pólska mestaraliðinu Łomża Industria Kielce unnu stórsigur á Al-Kuwait, 47:26, í fyrstu umferð heimsmeistaramóts félagsliða í Dammam í Sádi Arabíu í morgun. Kielce var níu mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 23:14.Haukur lék talsvert...

Molakaffi: Íslendingar í metleik, Gidsal, Urdangarin, Háfra

Áhorfendamet verður sett á deildarleik í norska karla handknattleiknum á laugardaginn þegar meistarar Elverum sækja Kolstad heim í Trondheim Spektrum í norsku úrvalsdeildinni. Þegar hafa verið seldir 7.600 aðgöngumiðar og er talið afar sennilegt að hið minnsta 9.000 miðar...
- Auglýsing -

Ómar og Gísli unnu fyrsta leikinn í lánsbúningum

Í lánsbúningum hófu leikmenn ríkjandi heimsmeistara félagsliða, þýska meistaraliðið SC Magdeburg, titilvörn sína á með stórsigri á Sydney University Handball club í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins (IHF Super Globe) í Dammam í Sádi Arabíu í morgun, 41:23. Ómar Ingi Magnússon...

Ómar Ingi mætir til leiks á ný – rannsóknum er lokið

Handknattleikamðurinn Ómar Ingi Magnússon er klár í slaginn á ný með þýska meistaraliðinu SC Magdeburg þegar heimsmeistaramót félagsliða (IHF Super Globe) hefst á morgun í Sádi Arabíu. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins.Ómar Ingi hefur ekki leikið með...

Molakaffi: Jakob, Gottfridsson, Pytlick, Gidsel, Davis

Kyndill, liðið sem Jakob Lárusson þjálfar, er eitt í efsta sæti færeysku úrvalsdeildarinnar í handknattleik með níu stig eftir fimm leiki. Kyndill vann VÍF í Vestmanna í gær, 35:25. Turið Arge Samuelsen, fyrrverandi leikmaður Hauka, skoraði 13 mörk fyrir...
- Auglýsing -

Molakaffi: Sandra, Harpa, Sunna, Alfreð, H71

Sandra Erlingsdóttir og samherjar í TuS Metzingen unnu stórsigur á TG Nürtingen í annarri umferð þýsku bikarkeppninnar í gær, 38:24.  Leikurinn fór fram í Theodor-Eisenlohr Sporthalle, heimavelli Nürtingen. Metzingen var yfir í hálfleik, 19:10. Liðið er þar með komið...

Berta Rut og Andrea áfram á sigurbraut

Íslendingaliðin Holstebro og EH Aalborg halda áfram að vinna sína leiki og vera í toppbaráttu dönsku 1. deildarinnar í handknattleik kvenna. Berta Rut Harðardóttir lék með Holstebro sem er efst í deildinni með tíu stig eftir fimm leiki eftir...

Molakaffi: Díana Dögg, Odden, Claar, Henneberg, Pineau

Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar í BSV Sachsen Zwickau unnu Göppingen, 30:28, í annarri umferð þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í gærkvöld. Leikurinn fór fram í EWS-Arena Göppingen. Staðan var jöfn í hálfleik, 12:12. Díana Dögg skoraði sex mörk, átti eina...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -