Íslenskir handknattleiksmenn voru í eldlínunni í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag þegar síðustu leikir sjöundu umferðar fóru fram.
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú mörk og átti sex stoðsendingar í fjögurra marka sigri meistaraliðsins SC Magdeburg á MT Melsungen,...
Sigvaldi Björn Guðjónsson tryggði Kolstad í gær dramatískan sigur á Drammen úr vítakasti eftir að leiktíminn var á enda, 30:29, í viðureign liðanna sem fram fór í Drammen.
Heimamenn voru með boltann þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Reynd var línusending...
Daníel Þór Ingason var í miklum ham í gær og skoraði átta mörk í níu skotum fyrir Balingen-Weilstetten þegar liðið vann Dormagen, 27:24, á heimavelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Oddur Gretarsson, samherji Daníels Þórs, skoraði fjögur mörk,...
Íslendingaliðið Ribe-Esbjerg tryggði sér baráttustig á heimavelli gegn Bjerringbro/Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í gær, 31:31. Ribe-Esbjerg skoraði þrjú síðustu mörk leiksins og var Elvar Ásgeirsson einn þeirra sem skoraði á þeim kafla. Ágúst Elí Björgvinsson varði eins og berserkur...
Landsliðskonan í handknattleik, Lovísa Thompson, hefur að eigin ósk verið leyst undan samning hjá danska úrvalsdeildarliðinu Ringkøbing Håndbold. Félagið tilkynnti þetta í dag.
„Ringkøbing Håndbold er því miður ekki rétta liðið fyrir Lovísu. Af þeirri ástæðu hefur verið komið til...
Stefan Madsen, þjálfari danska handknattleiksliðsins Aalborg Håndbold, segir í samtali við Nordjyske í morgun að Aron Pálmarsson hafi ekki meiðst alvarlega í viðureign liðsins við Pick Szeged í Ungverjalandi í gær. Eins kom fram á handbolta.is í gærkvöld varð...
Áfram halda Ýmir Örn Gíslason og samherjar í Rhein-Neckar Löwen að vinna andstæðinga sína. Í gærkvöld lögðu þeir GWD Minden með 12 marka mun á heimavelli, 37:25. Ýmir Örn skoraði þrjú mörk í leiknum. Rhein-Neckar Löwen er annað tveggja...
Aron Pálmarsson varð fyrir meiðslum í kvöld í leik með Aalborg Håndbold gegn ungverska liðinu Pick Szeged í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Í frétt á vef Nordjyske segir að Aron hafi orðið að draga sig í hlé þegar um...
Fimm leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í kvöld. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórleik fyrir þýska meistaraliðið Magdeburg þegar það vann Wisla Plock frá Póllandi, 33:27, á heimavelli í A-riðli. Gísli Þorgeir skoraði átta mörk og átti...
„Ég er sem betur fer ekki brotin en um mjög slæma tognun er að ræða og bólga myndaðist á milli litlu beinanna í úlnliðnum,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona í handknattleik og leikmaður þýska liðsins BSV Sachsen Zwickau í...
Hannes Jón Jónsson, þjálfari austurríska liðsins Alpla Hard hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2025. Fyrri samningur Hannesar Jóns, sem hann gerði við komuna til félagsins vorið 2021, var til 2023.
Hard tókst ekki að...
Gunnar Valur Arason og Ragnar Áki Ragnarsson hafa fengið félagaskipti frá Vængjum Júpíters yfir til liðs Kórdrengja sem leikur í Grill66-deild karla. ÍR-ingurinn Viktor Bjarki Ómarsson hefur verið lánaður til Kórdrengja út leiktíðina.
Einnig hefur Brynjar Jökull Guðmundsson fengið leikheimild...
Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, fór meidd af leikvelli í síðari hálfleik í kvöld í leik með liði sínu, BSV Sachsen Zwickau í þýsku 1. deildinni í átta marka tapleik fyrir Thüringer HC, 32:24.
„Ég féll við og...
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur gefið út styrkleikaflokkana sem dregið verður úr í fyrramálið fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar í karlaflokki. Íslands- og bikarmeistarar Vals eru í þriðja flokki af sex.
Liðin sem hlupu yfir undankeppnina eru í þremur efstu flokkunum en liðin...
Eftir að undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik lauk í kvöld liggja fyrir nöfn liðanna 24 sem verða í skálunum sem dregið verður úr í riðlakeppni deildarinnar á fimmtudagsmorgun.
Dregið verður í fjóra riðla með sex liðum í hverjum. Reikna má með...