Kyndill, liðið sem Jakob Lárusson þjálfar, er eitt í efsta sæti færeysku úrvalsdeildarinnar í handknattleik með níu stig eftir fimm leiki. Kyndill vann VÍF í Vestmanna í gær, 35:25. Turið Arge Samuelsen, fyrrverandi leikmaður Hauka, skoraði 13 mörk fyrir...
Sandra Erlingsdóttir og samherjar í TuS Metzingen unnu stórsigur á TG Nürtingen í annarri umferð þýsku bikarkeppninnar í gær, 38:24. Leikurinn fór fram í Theodor-Eisenlohr Sporthalle, heimavelli Nürtingen. Metzingen var yfir í hálfleik, 19:10. Liðið er þar með komið...
Íslendingaliðin Holstebro og EH Aalborg halda áfram að vinna sína leiki og vera í toppbaráttu dönsku 1. deildarinnar í handknattleik kvenna. Berta Rut Harðardóttir lék með Holstebro sem er efst í deildinni með tíu stig eftir fimm leiki eftir...
Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar í BSV Sachsen Zwickau unnu Göppingen, 30:28, í annarri umferð þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í gærkvöld. Leikurinn fór fram í EWS-Arena Göppingen. Staðan var jöfn í hálfleik, 12:12.
Díana Dögg skoraði sex mörk, átti eina...
Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson dæma viðureign Portúgal og Tyrklands í fyrsta riðli undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik sem fram fer í Matosinhos við Porto í kvöld.
Kristján Halldórsson verður eftirlitsmaður í Höllinni á Hálsi á sunnudaginn þegar...
„Mér hefur gengið mjög vel á keppnistímabilinu. Hluti að því er kannski að ég hef fengið stærra hlutverk í vinstri skyttunni í sóknarleiknum og náð mér vel á strik. Eins hef ég líka leikið í hægri skyttunni vegna meiðsla...
„Ég veit ekki með leikformið en öxlin er orðin góð. Ég er ennþá að koma mér í leikform og ná takti við leikinn og samherjana,“ sagði Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður MT Melsungen í Þýskalandi þegar...
„Það er gaman að vera kominn í landsliðið á nýjan leik eftir að hafa misst af leikjunum í vor vegna meiðsla. Hópurinn er geggjaður og verður bara betri og betri með hverjum leiknum,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson sem hefur...
Þórir Hergeirsson þjálfari Evrópu- og heimsmeistara Noregs í handknattleik kvenna tilkynnti í morgun hvaða 19 leikmenn hann ætlar að tefla fram á Evrópumeistaramótinu í næsta mánuði.
Hópurinn hefur tekið nokkrum breytingum frá heimsmeistaramótinu á síðasta ári. Kari Brattset Dale, Sanna...
Daníel Þór Ingason er í liði sjöttu umferðar þýsku 2. deildarinnar í handknattleik. Kemur valið ekki á óvart vegna þess að Daníel Þór lék afar vel með Balingen í þriggja marka sigri liðsins á Dormagen á laugardaginn, 27:24. M.a....
Berta Rut Harðardóttir skoraði þrjú mörk fyrir Holstebro þegar liðið vann sinn fjórða leik í dönsku 1. deildinni í handknattleik þegar það sótti DHG Odense heim í gær, 32:27. Holstebro féll úr úrvalsdeildinni í vor og virðast leikmenn liðsins...
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og samherjar hans í IFK Skövde tókst í dag að ná fram hefndum gegn Ystads IF HF með sigri á heimavelli, 28:27, í hörkuleik. Liðin háðu einvígi um meistaratitilinn í vor og hafði Ystads betur eftir...
Íslenskir handknattleiksmenn voru í eldlínunni í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag þegar síðustu leikir sjöundu umferðar fóru fram.
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú mörk og átti sex stoðsendingar í fjögurra marka sigri meistaraliðsins SC Magdeburg á MT Melsungen,...
Sigvaldi Björn Guðjónsson tryggði Kolstad í gær dramatískan sigur á Drammen úr vítakasti eftir að leiktíminn var á enda, 30:29, í viðureign liðanna sem fram fór í Drammen.
Heimamenn voru með boltann þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Reynd var línusending...
Daníel Þór Ingason var í miklum ham í gær og skoraði átta mörk í níu skotum fyrir Balingen-Weilstetten þegar liðið vann Dormagen, 27:24, á heimavelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Oddur Gretarsson, samherji Daníels Þórs, skoraði fjögur mörk,...