- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Elvar Örn skotfastastur í Þýskalandi – Bjarki Már lék lengst allra

Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson, leikmaður MT Melsungen, var skotfastasti leikmaður þýsku 1. deildarinnar á keppnistímabilinu sem lauk á sunnudaginn samkvæmt tölfræði deildarinnar en hvert einasta markaskot er mælt með viðurkenndum aðferðum með aðstoð tölvutækninnar. Elvar Örn lét sér ekki...

Ólafur kveður Montpellier

Ólafur Andrés Guðmundsson leikur ekki með franska liðinu Montpellier á næstu leiktíð. Hann er einn fjögurra leikmanna sem kvaddi félagið eftir síðasta leik þess í frönsku 1. deildinni í síðustu viku sem fram fór á heimavelli. Hinir eru Marin Sego,...

Alveg sturlað að taka þátt í þessu

„Loksins, eftir þrjú ár tókst okkur að hafa betur í kapphlaupinu við Aalborg og vinna fyrsta meistaratitil GOG í fimmtán ár. Það var bara alveg sturlað,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn og nýkrýndur Danmerkurmeistari í handknattleik karla, Viktor Gísli Hallgrímsson, þegar handbolti.is...
- Auglýsing -

„Vonandi er bara um tognun að ræða“

„Mín tilfinning er sú að þetta er ekki eins alvarlegt og leit út fyrir í fyrstu. Vonandi er bara um tognun að ræða. Ég fer í skoðun hjá lækni í dag,“ sagði Oddur Gretarsson leikmaður þýska handknattleiksliðsins Balingen-Weilstetten. Oddur...

Sveinn fór í aðra aðgerð – Vinnur hörðum höndum að bata

Því miður hefur ekki gengið klakklaust hjá línumanninum Sveini Jóhannssyni að ná bata eftir að hafa meiðst alvarlega í hné á æfingu með íslenska landsliðinu hér á landi rétt fyrir Evrópumótið í handknattleik í janúar. M.a. fór hnéskelin úr...

Viktor Gísli er danskur meistari með GOG

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG urðu danskir meistarar í handknattleik í dag þegar þeir unnu meistara síðustu ára, Aalborg Håndbold, 27:26, í síðari úrslitaleik liðanna um danska meistaratitilinn. Leikurinn fór fram í Gigantium í Álaborg að viðstöddum...
- Auglýsing -

Odden verður liðsfélagi Díönu Daggar

Sænsk-norska handknattleikskonan Sara Odden, sem leikið hefur með Haukum undanfarin þrjú ár, verður samherji Díönu Daggar Magnúsdóttur hjá þýska 1. deildarliðinu BSV Sachsen Zwickau frá og með næsta keppnistímabili. Þýska félagið segir frá því dag að Odden, sem er 27...

Fögnuðu titlinum með sigri – Ómar Ingi og Bjarki Már í öðru og þriðja sæti

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon tóku við meistaraskildinum í þýska handboltanum í dag ásamt samherjum sínum að loknum þriggja marka sigri á Rhein-Neckar Löwen, 37:34, á heimavelli í dag þegar lokaumferðin fór fram. Magdeburg var fyrir nokkru...

Siggi Sveins skaut eins og John Wayne!

Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg, og Bjarki Már Elísson, Lemgo, urðu að játa sig sigraða í markakóngskeppni við Danann Íslandsættaða Hans Óttar Lindberg, Füchse Berlín, þegar síðasta umferð þýsku „Bundesligunnar“ fór fram í dag, 12. júní. Hans Óttar var búinn...
- Auglýsing -

Sigvaldi Björn hefur leikið sinn síðasta leik

„Ég reikna ekki með því,“ svaraði handknattleiksmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson þegar handbolti.is spurði hvort hann næði að leika kveðjuleiki sína með pólska meistaraliðið Vive Kielce um næstu helgi á úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í Köln. Það verða síðustu...

Þriðji titillinn í höfn hjá Íslendingaliðinu

Elverum vann úrslitakeppnina í norska handknattleiknum í dag með því að leggja Arendal með sex marka mun, 34:28, í fjórða úrslitaleik liðanna sem fram fór í Sør Amfi, heimavelli í Arendal. Elverum hefur þar með unnið úrslitakeppnina (sluttspillet) níu...

Jakob tekur við Kyndli

Jakob Lárusson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Kyndils í Þórshöfn í Færeyjum en liðið varð bikarmeistari á nýliðinni leiktíð og hafnaði í öðru sæti í úrvalsdeildinni. Frá þessu greinir félagið í kvöld í tilkynningu á Facebook-síðu sinni en nokkur...
- Auglýsing -

Gamla stórveldið hékk með naumindum uppi

Gamla stórveldið, Großwallstadt, bjargaði sér á elleftu stundu frá falli í 3. deild í dag með með sigri á Bietigheim, 27:23, í lokaumferð þýsku 2. deildarinnar í handknattleik. Liðsmenn Ferndorf verða að bíta í eldsúra eplið og fylgja EHV...

Guðjón Valur valinn þjálfari ársins

Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið valinn þjálfari keppnistímabilsins í þýsku 2. deildinni í handknattleik en að valinu standa þjálfarar deildarinnar. Greint var frá niðurstöðum í dag og kemur hún e.t.v. fáum á óvart þar sem lið Guðjóns Vals, Gummersbach,...

Gísli Þorgeir fær tækifæri til að fagna!

Það verður án efa mikil stemning í íþróttahöllinni í Magdeburg og á ráðhústorgi bæjarins á morgun, þegar leikmenn Magdeburgarliðsins taka á móti Þýskalandsskildinum – í fyrsta skipti í 21 ár, eða síðan 2001 er Ólafur Stefánsson og Alfreð Gíslason...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -