Hver Íslendingurinn var öðrum betri í leikjum með félögum sínum í þýsku 2. deildinni í handknattleik í dag þegar lið þeirra allra unnu leiki sína. Hákon Daði Styrmisson skoraði 10 mörk í 10 skotum, þar af voru tvö mörk...
Ágúst Elí Björgvinsson, landsliðsmarkvörður, varði fjögur skot, þar af eitt vítakast, á þeim skamma tíma sem hann stóð í marki KIF Kolding undir lok leiksins við Skive í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Þar á meðal varði Ágúst Elí síðasta...
Teitur Örn Einarsson og félagar í IFK Kristianstad höfðu betur í viðureign sinn við IFK Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld, 26:24. Leikið var í Kristianstad. Með sigrinum færðist Kristianstad upp í sjöunda sæti deildarinnar. Liðið hefur...
SC Magdeburg, sem Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika með, heldur sigurgöngu sinni áfram í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Í gærkvöld vann Magdeburg sinn sjötta leik þegar það vann lánlaust lið MT Melsungen, 27:24, á heimavelli...
Ólafur Andrés Guðmundsson gat ekki leikið með samherjum sínum í Montpellier þegar liðið vann þýsku meistarana í THW Kiel, 37:30, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í gær. Leikið var í Frakklandi. Ólafur Andrés er lítillega tognaður í læri....
Dregið var í morgun í riðla í Evrópudeildinni í handknattleik karla. Alls voru nöfn 24 liða í skálunum og voru þau dregin í fjóra sex liða riðla. Keppni í deildinni hefst 19. október og stendur yfir fram í mars...
Andrea Jacobsen skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad þegar liðið vann Lugi, 37:23, í fyrri viðureign liðanna í sænsku bikarkeppninni í gærkvöld. Síðari viðureignin verður í Lundi á laugardaginn.
Örn Vésteinsson Östenberg skoraði fimm mörk fyrir Tønsberg Nøtterøy í norsku úrvalsdeildinni...
Orri Freyr Þorkelsson kom lítið við sögu í kvöld þegar lið hans Elverum krækti í eitt stig í heimsókn sinni til HC PPD Zagreb í höfuðborg Króatíu, 27:27. Zagreb-liðið var þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:11. Þetta...
Íslendingarnir Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson fögnuðu sigri með samherjum sínum í Vive Kielce í kvöld er þeir sóttu Motor Zaporozhye heim í þriðju umferð Meistaradeildar karla í handknattleik, 26:25, í hörkuleik í Zaporozhye í Úkraínu. Roland Eradze...
Íslenskir handknattleiksmenn koma við sögu hjá fimm af 24 liðum sem taka þátt í riðlakeppni Evrópudeildar karla í vetur. SC Magdeburg, TBV Lemgo, PAUC Handball, GOG Håndbold og Kadetten Schaffhausen.
Eftir að undankeppninni lauk í gærkvöld liggja fyrir heiti þeirra...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar í franska liðinu PAUC-Aix komust í kvöld riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þeir unnu stórsigur á ÖIF Arendal frá Noregi, 40:22, í síðari leik liðanna í Frakklandi.
Jafntefli varð í fyrri viðureigninni, 27:27. Donni var markahæstur hjá...
„Það myndaðist vökvi á kálfanum í leiknum heima og liðslæknirinn sagði að það væri of mikil áhætta að taka að vera með í leiknum í kvöld,“ sagði Bjarki Már Elísson hornamaður þýska liðsins Lemgo og landsliðsmaður í handknattleik við...
Elías Már Halldórsson stýrði liði sínu, Fredrikstad Bkl., til sigurs á Aker á heimavelli, 34:32, í fimmtu umferð norsku úrvalsdeildar kvenna í handknattleik í gær. Fredrikstad er með fjögur stig í áttunda sæti deildarinnar.Sandra Erlingsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir...
Eftir tap í fyrstu umferð færeysku úrvalsdeildarinnar í handknattleik á dögunum þá sneru leikmenn Neistans, sem Arnar Gunnarsson leikur með, við blaðinu í dag. Þeir sóttu tvö stig í Skálahöllina gegn leikmönnum StÍF sem voru taplausir fyrir viðureignina. Neistin...
Ýmir Örn Gíslason og samherjar í Rhein-Neckar Löwen unnu kærkominn sigur eftir misjafnt gengi í upphafsleikjum deildarinnar er þeir lögðu Göppingen, 37:32, á heimavelli eftir að hafa verið yfir sem nemur þremur mörkum að loknum fyrri hálfleik.Ýmir Örn skoraði...