Staffan „Faxi“ Olson þykir líklegur til að taka við þjálfun sænska handknattleiksliðsins IFK Kristianstad fyrir næsta tímabil. Með Kristianstad leika m.a. Íslendingarnir Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson.Ulf Larsson tók tímabundið við þjálfun Kristianstad rétt fyrir jól eftir að...
Anita Görbicz hefur verið ráðin íþróttastjóri ungverska handknattleiksliðsins Györ. Görbicz er ein fremsta handknattleikskona síðustu tveggja áratuga og alla tíð leikið með uppeldisfélagi sínu, Györ. Hún ætlar að leggja skóna á hilluna í vor og tekur þá við starfi...
Aron Pálmarsson lék ekki með Barcelona í kvöld þegar liðið slapp fyrir horn í kvöld með stigin tvö í viðureign við franska liðið Nantes á heimavelli. Frakkarnir veittu harða mótspyrnu og það var ekki fyrr en að leiktíminn var...
Leikmenn Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, máttu bíta í súra eplið í kvöld og tapa með eins marks mun fyrir Grosswallstadt á heimavelli, 29:28, í hnífjöfnum og spennandi leik. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 14:14.Elliði Snær...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti sannkallaðan stórleik, svo ekki sé fastara að orði kveðið, í kvöld þegar lið hennar, Vendsyssel sótt Randers heim í 22. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Elín Jóna fór hreinlega hamförum í markinu og varði 21...
„Þetta var talsvert líkara okkar hefðubundnu spilamennsku í dag. Við spiluðum hörku vörn allan tímann og fengum góða vörslu. Við getum allavega verið nokkuð sáttari með okkar framlag í dag en það er afar svekkjandi að hafa ekki fengið...
Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er að sækja í sig veðrið eftir að hafa meiðst á ökkla á æfingu með félagsliði sínu, PAUC-Aix í Frakklandi, fyrir um hálfum mánuði.„Ég var einmitt á fyrstu handboltaæfingunni minni í gær eftir...
„Batinn hefur verið mjög hægur hjá mér, miklu hægari en ég átti von á,“ sagði Bjarni Ófeigur Valdimarsson, handknattleiksmaður við handbolta.is í morgun. Bjarni Ófeigur, sem gekk til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Skövde frá FH í lok nóvember, glímir...
Daníel Freyr Andrésson náði sér ekki á strik í gærkvöld þegar lið hans Guif frá Eskilstuna tapaði fyrir Ystads IF, 32:29, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Daníel Freyr varði eitt skot áður en hann var kallaður af...
Íslendingaliðið Ribe-Esbjerg á enn von um að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum um danska meistaratitilinn í handknattleik eftir öruggan sigur á Fredericia, 37:30, í viðureign liðanna í Fredericia kvöld.Rúnar Kárason lék vel, eins og svo oft áður á...
Aðstæður eru fremur óburðugar í Boro Čurlevski-íþróttahöllinni í Bitola í Norður-Makedóníu þar sem Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, og samherjar hans í danska úrvalsdeildarliðinu GOG mæta Eurofarm Pelister í Evrópu í D-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld.Svo...
Viggó Kristjánsson er í liði 18. umferðar í þýsku 1. deildinni í handknattleik sem tilkynnt var í gær. Þetta er að minnsta kosti í annað sinn á leiktíðinni sem Viggó er valinn í lið umferðarinnar á leiktíðinni auk...
Göppingen staðfesti í gærkvöld að Gunnar Steinn Jónsson hafi skrifað undir samning við félagið sem gildir til loka júní. Fyrr í gær hafði Ribe-Esbjerg greint frá því að Gunnar hafi kvatt félagið eftir þriggja ára veru og væri á...
Handknattleiksmaðurinn Gunnar Steinn Jónsson hefur tekið saman föggur sínar og yfirgefið danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins í dag. Vísir.is hefur heimildir fyrir að Gunnar Steinn gangi til liðs við Göppingen í þýsku 1. deildinni....
Alexander Petersson leikur ekki með Flensburg á næstunni eftir að hann meiddist á æfingu fyrir helgina áður en liðið hélt til leiks á útivelli við Hannover-Burgdorf sem fram fór í gær.Alexander mun hafa tognað á læri, eftir því...