Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fimm mörk og átti fimm stoðsendingar fyrir Skara HF þegar liðið gerði jafntefli við HK Aranäs, 30:30, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði ekki mark fyrir Skara en gaf...
Hvorki Ribe-Esbjerg né Nordsjælland tókst að komast í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar í karlaflokki í kvöld þegar liðin léku í átta liða úrslitum.Halldór Jóhann Sigfússon og liðsmenn hans í Nordsjælland gáfu sinn hlut ekki eftir fyrr en í fulla...
Arnar Freyr Arnarsson fagnaði sigri með MT Melsungen eftir hörkuleik við Gummersbach í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld, 26:25. Með sigrinum nær MT Melsungen að halda aðeins við efstu lið deildarinnar verandi í fjórða sæti með 25...
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, þegar lið hans, Kolstad, vann Fjellhammer, 42:23, í norsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðin mættust í Fjellhammer Arena.Ásgeir Snær Vignisson skoraði ekki mark fyrir Fjellhammer að þessu sinni....
Selfyssingurinnn Teitur Örn Einarsson er orðaður við þýska handknattleiksliðið Gummersbach á instagramsíðu handball leaks. Oftar en ekki er fótur fyrir sögusögnum á handball leaks eins og kom síðast í ljós í dögunum þegar sagt var frá væntanlegum vistaskiptum Ýmis...
Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar í Nantes unnu afar mikilvægan sigur í gærkvöld þegar þeir höfðu betur gegn Montpellier á heimavelli, 31:30, í dramatískum háspennuleik í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Liðin deildu öðru sæti deildarinnar fyrir viðureignina en...
Evrópumeistarar SC Magdeburg fóru með himinskautum í Barclays Arena í Hamborg í kvöld þegar þeir kjödrógu leikmenn HSV Hamburg í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Lokatölur, 43:28. Fyrri hálfleikur var stórkostlegur hjá Magdeburg. Staðan að honum loknum var 27:9....
Phil Döhler fyrrverandi markvörður FH virðist hafa átt framúrskarandi leik í marki HF Karlskrona þegar nýliðarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu næst efsta lið sænsku úrvalsdeildarinnar, IFK Skövde, 31:22, í Skövde í kvöld. Sigurinn er fremur óvæntur því...
Teitur Örn Einarsson heldur áfram að nýta mjög vel tækifærið sem fylgir auknum leiktíma með þýska liðinu Flensburg-Handewitt. Hann var næst markahæsti maður liðsins í kvöld þegar það vann Lemgo á heimavelli, 34:29. Teitur Örn skoraði sjö mörk í...
Tryggvi Þórisson skoraði eitt mark fyrir Sävehof þegar liðið vann stórsigur á HK Malmö, 32:24, en leikið var í Malmö. Simon Möller markvörður Sävehof átti stórleik, varði 22 skot, 50%. Sävehof komst í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með sigrinum....
Arnór Atlason fagnaði sigri með liðsmönnum sínum í TTH Holstebro í gær þegar þeir lögðu neðsta lið dönsku úrvalsdeildarinnar Lemvig, 39:28, á heimavelli í átjándu umferð deildarinnar og þeirri síðustu á árinu. Holstebro er í 10. sæti af 14...
Orri Freyr Þorkelsson fagnaði sínum fyrsta titli með portúgalska liðinu Sporting frá Lissabon í kvöld þegar liðið lagði Stiven Tobar Valencia og samherja í Benfica, 38:34, í úrslitaleik í meistarakeppninni en í henni tóku þátt fjögur efstu lið deildarkeppninnar...
Gummersbach hafði betur í heimsókn til Leipzig í dag þar sem íslenskir handknattleiksmenn og þjálfarar voru á meðal þeirra sem reyndu með sér. Lokatölur, 35:32, fyrir Gummersbach sem lyfti sér upp um eitt sæti, upp í það sjöunda, með...
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt mark þegar Kolstad treysti stöðu sína í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld með öruggum sigri á ØIF Arendal, 34:28, í Sør Amfi í Arendal. Kolstad var sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik,...
Evrópumeistarar SC Magdeburg fóru illa með liðsmenn Rhein-Neckar Löwen í viðureign liðanna en hún var ein af fimm í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld.Á heimavelli vann SC Magdeburg með 14 marka mun, 38:24, við mikla kátínu...