- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórsigur hjá Sigvalda – eitt stig hjá Róberti

Sigvaldi Björn Guðjónsson fagnar marki í leik með Kolstad. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, þegar lið hans, Kolstad, vann Fjellhammer, 42:23, í norsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðin mættust í Fjellhammer Arena.


Ásgeir Snær Vignisson skoraði ekki mark fyrir Fjellhammer að þessu sinni. Kolstad er efst í deildinni með 27 stig eftir 15 leiki, er þremur stigum á undan Elverum sem situr í öðru sæti. Fjellhammer er í 12. sæti af 14 liðum.

Skiptur hlutur í Drammen

Róbert Sigurðarson var í liði Drammen og var fastur fyrir í vörninni að vanda þegar liðið gerði jafntefli við Elverum, 32:32, í Drammenshallen en liðin eiga sæti í norsku úrvalsdeildinni. David Walstad Haugstvedt fór á kostum í leiknum og jafnaði metin fyrir Drammen átta sekúndum fyrir leikslok, 32:32. Hinn hálfíslenski Viktor Petersen Norberg skoraði eitt mark fyrir Drammen. Róbert skoraði ekki.

Drammen er í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig. Hlé verður nú gert á keppni í norsku úrvalsdeildinni í karlaflokki fram til mánaðamótanna janúar og febrúar.

Staðan eftir 15 umferðir:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -