Síðari rimman í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik, Olísdeildinni, hefst í kvöld þegar Afturelding og Haukar mætast að Varmá í Mosfellsbæ. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Næsti leikur verður á Ásvöllum á mánudagskvöld.
Liðin mættust tvisvar í Olísdeildinni í...
Markvörðurinn Pavel Miskevich hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Miskevich, sem er Hvít-Rússi, kom til liðs við ÍBV um síðustu áramót og samdi þá bara til loka þessarar leiktíðar. Í ljósi góðrar reynslu af síðustu mánuðum...
ÍBV tók forystuna í undanúrslitarimmunni við FH með því að vinna með fjögurra marka mun í fyrstu viðureign liðanna í Kaplakrika í kvöld 31:27. FH var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:14.
Næsta viðureign liðanna fer fram í...
Fjölnir og Víkingur mætast í oddaleik í umspili Olísdeildar karla í handknattleik á sunnudaginn klukkan 14. Það liggur fyrir eftir einn jafnasta og mest spennandi handboltaleik sem fram hefur farið á Íslandsmótinu í handknattleik frá upphafi í Dalhúsum í...
Hornamaðurinn eldfljóti Úlfar Páll Monsi Þórðarson hefur ákveðið að ganga á ný til liðs við Val°að loknu yfirstandandi keppnistímabili. Hann hefur leikið með Aftureldingu og áður Stjörnunni fjögur ár, þar af síðustu þrjú með Aftureldingu. Frá þessu greinir handknattleiksdeild...
Undanúrslit Olísdeildar karla í handknattleik hefjast í kvöld, tveimur vikum eftir að átta liða úrslitum lauk. FH og ÍBV ríða á vaðið með leik í Kaplakrika sem hefst klukkan 19. Hin rimma undanúrslita Olísdeildar karla hefst annað kvöld. Afturelding...
Hornamaðurinn Jakob Martin Ásgeirsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild FH. Þetta kemur fram í tilkynningu frá deildinni í morgun en þar segir að Jakob Martin sé rótgróinn FH-ingur en hann hefur ekki leikið með öðru félagi.
Jakob Martin skoraði...
„Ég er hundsvekktur með úrslitin og það líka að hafa ekki fengið vítakast í lokin. En ætli að maður verði ekki að horfa á síðustu sókn okkar aftur áður en maður fellir endanlegan dóm,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari...
„Þetta tókst hjá okkur í dag,“ sagði Sverrir Eyjólfsson þjálfari Fjölnis eftir sigur liðsins á Víkingi í þriðju viðureign liðanna í úrslitum umspils Olísdeildar karla í Safamýri í dag, 25:24, eftir æsilegan lokakafla þar sem sitt sýndist hverjum.
„Ég hef...
Fjölni tókst að halda lífi í einvíginu við Víking í umspil Olísdeildar karla með eins marks sigri í Safamýri í dag, 25:24. Fjölnismenn skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins. Þar með hefur Fjölnir einn vinning en Víkingur tvo. Fjórða viðureign...
Víkingur getur í dag tryggt sér sæti í Olísdeild karla í handknattleik á nýjan leik. Víkingar mæta Fjölni í þriðja sinn í dag í Safamýri í úrslitum umspils Olísdeildar karla. Eftir að hafa unnið tvisvar sinnum vantar Víkingi aðeins...
Línumaðurinn sterki Þorvaldur Tryggvason hefur samið við Aftureldingu til þriggja ára. Þorvaldur er 24 ára gamall og hefur leikið fyrir Fram undanfarin ár. Hann er öflugur varnarmaður og getur einnig leikið í miðri vörninni ásamt því að vera hörku...
Haraldur Þorvarðarson aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Fram heldur ótrauður áfram að vinna fyrir félagið við hlið Einars Jónssonar þjálfara meistaraflokks karla. Fram segir frá því í dag að Haraldur hafi skrifað undir nýjan tveggja ára samning um að halda...
Í kvöld er komið að annarri viðureign Fjölnis og Víkings í umspili Olísdeildar karla í handknattleik. Leikurinn fer fram í Dalhúsum i Grafarvogi og hefst klukkan 19.30.
Víkingar unnu fyrstu viðureignina sem fram fór í Safamýri á þriðjudaginn með sjö...
Magnús Dagur Jónatansson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA. Magnús Dagur er upprennandi handknattleiksmaður sem á eftir að gera sig meira gildandi með KA-liðinu þegar fram líða stundir.
Ísak Óli Eggertsson hefur skrifað undir...