KA hefur krækt í Eyjamanninn Gauta Gunnarsson og skrifað undir tveggja ára samning við hann. Gauti kemur í stað hægri hornamannsins Óðins Þórs Ríkharðssonar sem gengur til liðs við Kadetten Schaffhausen í Sviss í sumar.Greint er frá komu Gauta...
Handknattleiksmaðurinn Ólafur Brim Stefánsson hefur yfirgefið Gróttu eftir tveggja ára veru og skrifað undir tveggja ára samning við Fram. Ólafur Brim hefur verið einn helsti burðarás Gróttuliðsins í Olísdeildinni, jafnt í vörn sem sókn og var m.a. þriðji markahæsti...
44. þáttur af hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar kom út í dag.Í þættinum er fjallað um þriðja og fjórða úrslitaleik Olísdeildar karla. Í leik 3 voru það Eyjamenn sem köstuðu frá sér unnum leik á síðustu tíu mínútum leiksins og undir...
„Tímabilið endaði eins og til stóð hjá okkur. Þetta verður ekki betra og venst vel,“ sagði hinn þrautreyndi handknattleiksmaður Íslandsmeistara Vals, Finnur Ingi Stefánsson, þegar handbolti.is hitti hann eftir að Finnur Ingi og félagar tóku á móti Íslandsbikarnum í...
„Leikirnir voru frábærir, bæði lið léku frábæran handbolta sem fólk hefur vonandi haft gaman af því að fylgjast með. Við vorum marki betri þegar upp var staðið,“ sagði Valsmaðurinn Vignir Stefánsson við handbolta.is í gær eftir að hann varð...
Valsmaðurinn Stiven Tobar Valencia var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppni Olísdeildar karla sem lauk í gær þeggar Stiven og samherjar í Val unnu Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik annað árið í röð með sigri í fjórða úrslitaleiknum við ÍBV, 31:30.Stiven fór á...
„Þetta er bara alveg geðveikt. Ég get ekki lýst þessari tilfinningu almennilega,“ sagði Benedikt Gunnar Óskarsson þegar handbolti.is hitti hann í fögnuði Valsara eftir sigur á Íslandsmótinu í handknattleik í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld. Benedikt Gunnar varð...
„Í upphafi vil ég óska Valsmönnum innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. Þeir eru betri en við um þessar mundir,“ sagði Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV í samtali við handbolta.is í kvöld eftir að ÍBV tapaði fyrir Val, 31:30, í fjórða...
Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla í dag með því að leggja ÍBV, 31:30, í fjórða úrslitaleik liðanna og vinna þar með einvígi liðanna með þremur vinningum gegn einum. Annað árið í röð er Valur Íslandsmeistari á sannfærandi...
Fólk drífur að í hundruðavís að íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum þar sem fjórði úrslitaleikur ÍBV og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla hefst klukkan 16. Þegar er margir búnir að koma sér fyrir innandyra í höllinni 40 mínútum áður en...
„Mér sýnist stefna í að það verði metfjöldi áhorfenda og rífandi góð hátíðarstemning á öllum. Við hlökkum til og eigum von á skemmtilegum leik og munum gera okkar besta til þess að umgjörðin verði eins góð og frekast er...
Íslandsbikarinn í handknattleik karla getur farið á loft í íþróttamiðstöðinni i Vestmannaeyjum á sjötta tímanum í kvöld þegar fjórðu viðureign ÍBV og Vals um Íslandsmeistaratitilinn verður lokið. Til þess að svo verði þarf Valur að vinna leikinn. Flautað...
Leikmenn ÍBV bjuggu sig undir stórleikinn við Val á morgun m.a. með því að koma saman heima hjá Kára Kristjáni Kristjánssyni í dag og snæða ylvolgar pönnukökur með sykri, eftir því sem kemur fram á vef Eyjafrétta í kvöld.ÍBV...
Miðasala á fjórða úrslitaleik ÍBV og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik er komin á fulla ferð á miðasöluappinu Stubbur og ætti að vera orðið öllu áhugafólki um íþróttir vel kunnugt. Leikurinn fer fram í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum á morgun,...
„Það er ferlega súrt að tapa vegna þess að við vorum komnir með klassastöðu til þess að vinna og vera nánast á heimavelli með alla þessa frábæru áhorfendur með okkur. Þeir eru ómetanlegir,“ sagði Dagur Arnarsson leikmaður ÍBV í...