ÍR-ingar unnu öruggan sigur á Aftureldingu í uppgjöri nýliða Olísdeildar kvenna í handknattleik í Skógaseli í dag, 31:26. Aftureldingarliðið, sem vann Grill 66-deildina í vor, var fjórum mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 16:12.
Leikmenn ÍR virtust reiðubúnir í leikinn...
„Ég sé fram á hörkuskemmtilega keppni í Olísdeild kvenna. Fyrir utan þrjú til fjögur lið þá eru hin liðin nokkuð jöfn. Framundan er hörkukeppni sem við erum spennt fyrir að taka þátt í,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Aftureldingar...
„Það verður gaman að mæta Aftureldingu aftur og þá í Olísdeildinni en við mættust nokkrum sinnum í fyrra. Við erum bara spenntar fyrir að byrja,“ sagði Karen Tinna Demian leikmaður nýliða ÍR í samtali við handbolta.is en í dag...
Keppni hefst í Olísdeild kvenna í dag. Heil umferð stendur fyrir dyrum. Til viðbótar verða tveir leikir í Olísdeild karla. Að þeim loknum verður fyrstu umferð lokið.
Leikir dagsins.
Olísdeild kvenna:KA-heimilið: KA/Þór - ÍBV, kl. 13.Skógarsel: ÍR - Afturelding, kl. 13.30.TM-höllin:...
Elvar Örn Jónsson lék ekki með Melsungen gegn HSV Hamburg i þýsku 1. deildinni á fimmtudagskvöld vegna meiðsla á öxl sem hann hlaut í viðureign Melsungen og Leipzig á síðasta laugardag. Óvíst er um þátttöku Selfyssingsins í heimsókn til...
Árlegt kynningarkvöld handknattleiksdeildar KA var haldið í KA-heimilinu á miðvikudaginn. Þangað komu þjálfarar og leikmenn karlaliðs KA og kvennaliðs KA/Þór ásamt stuðningsmönnum. Þjálfarar liðanna fór yfir tímabilið sem framundan eru en báðir tóku við liðum sínum í sumar. Arna...
Handknattleiksmaðurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍR, en frá þessu er greint í tilkynningu deildarinnar í dag.
Björgvin Þór hefur víða komið við í handboltaheiminum, leikið erlendis og með landsliðinu. Hann var lengi leikmaður ÍR og varð...
Fréttatilkynning frá Símanum og HSÍ vegna útsendinga frá handboltaleikjum kvöldsins og í framtíðinni.
Olís deildin verður send út með nýjum og spennandi hætti í vetur en í fyrsta sinn verða allir leikir bæði karla- og kvennamegin sýndir í beinni útsendingu....
„Mér líst mjög vel á þetta, ég er mjög spenntur. Að mínu mati er það um leið jákvætt skref að útsendingar verði að nokkrum hluta í opinni dagskrá. Ég er viss um að þessi breyting á eftir að auka...
Jón Bjarni Ólafsson línu- og varnarmaður FH í handknattleik karla hefur hannað og sett upp síðuna leikjaplan.is. Þar er á einfaldan hátt hægt að sjá hvaða leikir standa fyrir dyrum í Olísdeildum karla og kvenna og Grill 66-deildum karla...
Frétttilkynning frá Handknattleikssambandi Íslands vegna breytinga á útsendingum frá Íslandsmótinu í handknattleik.
„Handknattleikssamband Íslands boðar umbyltingu varðandi upptökur og útsendingar frá deildarkeppnum í íslenskum handknattleik í nánustu framtíð þar sem nýjasta, stafræna tækni er nýtt til hins ítrasta í nánu samstarfi við...
Fréttatilkynning frá Símanum vegna útsendinga frá Íslandsmótinu í handknattleik.
HSÍ og Síminn hafa tekið höndum saman og mun Síminn verða tæknilegur samstarfsaðili HSÍ svo hægt sé að njóta Olís deildarinnar í handbolta heima í stofu eða í snjalltækjum um allt...
Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Íslandsmeistara Vals verður ekki við stjórnvölin á laugardaginn þegar Íslandsmeistararnir taka þá móti Fram í 1. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik. Ágúst Þór „fór undir gaffalinn“ eins og hann segir sjálfur, þar sem lagfærður var liðþófi...
Skarð er fyrir skildi hjá nýliðum Aftureldingar í Olísdeild kvenna. Sylvía Björt Blöndal, markadrottning Grill 66-deildar kvenna á síðustu leiktíð er flutt til Danmerkur þar sem hún leggur stund á meistaranám við háskóla.
Sylvía Björt gekk til liðs við Aftureldingu...
Íslandsmeistarar Vals bera höfuð og herðar yfir önnur lið og verða í efsta sæti Olísdeildar kvenna að lokinni leiktíðinni næsta vor, gangi spá forráðamanna liðanna í deildinni eftir. Valur mun hafa nokkra forystu. Haukum, undir stjórn Stefáns Arnarsonar, er...