Sænski handknattleiksmarkvörðurinn Cornelia Hermansson hefur samþykkt að ganga til liðs við Selfoss og leika með liði félagsins í Olísdeild kvenna næstu tvö ár. Hermansson kemur til Selfoss frá Kärra HF en einnig hefur hún verið í herbúðum Önnereds HK...
Þrjú íslensk félagslið sækjast eftir þátttöku í Evrópubikarkeppninni í handknattleik á næsta keppnistímabili. Um er að ræða ÍBV, KA/Þór og Val eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands sem hefur milligöngu um skráningu liðanna hjá Handknattleikssambandi...
Ein reyndasta og sigursælasta handknattleikskona landsins um árabil, Hildur Þorgeirsdóttir, hefur ákveðið að hætta. Hildur hefur um árabil verið kjölfesta í sterku liði Fram og verið í stóru hlutverki, jafnt í vörn sem sókn. Síðast í vor vann Hildur...
Eyþór Lárusson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokksliðs Selfoss í handknattleik kvenna en liðið vann sér í vor sæti í Olísdeildinni eftir fjögurra ára veru í Grill66-deildinni.Eyþór er Selfyssingur í húð og hár og lék með meistaraflokki karla frá 2007-2013...
Hilmar Ágúst Björnsson sem starfað hefur við hlið Sigurðar Bragason við þjálfun meistaraflokks kvenna og U-liðsins hjá ÍBV undanfarin ár hefur ákveðið að halda áfram störfum sínum. Því til staðfestingar skrifaði hann á dögunum undir tveggja ára samning við...
Haukar hafa samið við tvær króatískar handknattleikskonur, Ena Car og Lara Židek, um að leika með liði félagsins næstu tvö árin í Olísdeildinni. Báðar spiluðu þær með ŽRK Koka Varaždin í króatísku deildinni á síðasta tímabili en liðið hafnaði...
Ein leikreyndasta handknattleikskona landsins, Arna Sif Pálsdóttir, hefur gengið til liðs við Íslands- og deildarmeistara Fram og skrifað undir tveggja ára samning. Er um sannkallaðan hvalreka að ræða fyrir Framara vegna þess að Arna Sif hefur verið ein...
Handknattleikskonan Hulda Dís Þrastardóttir snýr aftur heim á Selfoss eftir að hafa samið við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Hulda Dís hefur leikið með Val undanfarin tvö ár.Hulda Dís er uppalin Selfyssingur og ein fjögurra systkina sem öll hafa...
Landsliðskonan unga, Harpa Valey Gylfadóttir, og handknattleiksdeild ÍBV hafa gert með sér nýjan samning sem nær til næstu tveggja tímabila.Harpa Valey, sem leikur í vinstra horni og er auk þess ein öflugasta hraðaupphlaupskona Olísdeildar kvenna, hefur verið einn af...
Ungar og efnilega handknattleikskonur hjá Haukum, Emilía Katrín Matthíasdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Thelma Björgvinsdóttir Melsteð hafa allar framlengt samninga sína við handknattleiksdeild Hauka og munu þær leika með meistaraflokki félagsins næstu árin.Emilía, Rakel og Thelma eru hluti...
Aldís Ásta Heimisdóttir leikstjórnandi KA/Þórs hefur samið til tveggja ára við sænska úrvalsdeildarliðið Skara HF. Frá þessu greinir félagið í dag. Skara hafnaði í sjötta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í vor og féll úr keppni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um...
Línukonan Ragnheiður Sveinsdóttir hefur ákveðið að snúa á ný heim til Hauka eftir tveggja og hálfs árs dvöl í herbúðum Vals þar sem hún varð m.a. bikarmeistari í vor. Ragnheiður hefur skrifað undir tveggja ára samning við Hauka en...
Flautað verður til leiks í Olísdeild kvenna með heilli umferð, fjórum leikjum, laugardaginn 17. september samkvæmt drögum að niðurröðun leikja í Olísdeildinni sem HSÍ gaf út i dag.Gert er ráð fyrir að eingöngu verði leikið í Olísdeild kvenna...
Bríet Ómarsdóttir og handknattleiksdeild ÍBV hafa gert með sér nýjan samning fyrir næsta keppnistímabil.Bríet er öflugur línumaður sem uppalinn er hjá félaginu og hefur leikið með meistaraflokki ÍBV undanfarin ár, ásamt U-liði félagsins. Hún hefur leikið með yngri landsliðum...
Berglind Benediktsdóttir hefur framlengt samning sinn við handkattleiksdeild Hauka til næstu tveggja ára. Berglind sem er 23 ára kom til Hauka frá Fram fyrir þremur árum. Hún er einn af lyklmönnum meistaraflokks kvenna.Berglind getur leyst allar stöður fyrir utan...