Þriðja viðureign Vals og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla verður háð í kvöld í Origohöll Valsmanna á Hlíðarenda. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.Staðan er jöfn, hvort lið hefur unnið einn leik. Valur vann með talsverðum yfirburðum í...
Hornamaðurinn Arnar Freyr Ársælsson hefur ákveðið að söðla um og kveðja og ganga þess í stað til liðs við Stjörnuna. Arnar Freyr hefur á undanförnum árum verið einn af betri vinstri hornamönnum Olísdeildarinnar. Arnar Freyr leysir væntanlega af hólmi...
Afturelding hefur samið við handknattleiksþjálfarann Stefán Rúnar Árnason eftir því sem segir á Facebook-síðu deildarinnar í dag. Stefáni er ætlað að verða Gunnari Magnússyni þjálfara meistaraflokksliðs karla til halds og trausts en einnig á hann að þjálfa yngri flokka...
„Ég fór kannski aðeins fram úr mér. Það gerast þegar maður gleymir sér aðeins í gleðinni,“ sagði Birna Berg Haraldsdóttir handknattleikskona hjá ÍBV þegar handbolti.is heyrði henni í morgun eftir að babb kom í bátinn hjá henni við endurhæfingu....
43. þáttur af hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar kom út í dag. Í þættinum fjölluðu þeir um fyrstu 2 leikina í úrslitum Olísdeildar karla þar sem um var að ræða heldur betur ólíka leiki frá öllum hliðum séð.Í fyrsta leiknum...
„Við áttum góða kafla í báðum hálfleikum en meira var það ekki að mínu mati,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, vonsvikin eftir tap fyrir Val, 27:26, í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í Origohöllinni í kvöld. Staðan...
„Það var mjög sætt að vinna og jafna metin,“ sagði Thea Imani Sturludóttir leikmaður Vals í samtali við handbolta.is eftir sigur liðsins á Fram, 27:26, í annarri viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í Origohöllinni í kvöld. Thea...
Valur jafnaði metin í einvíginu við Fram um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í kvöld með eins marks sigri, 27:26, í Origohöllinni. Hvort lið hefur þar með einn vinning og mætast á nýjan leik á fimmtudagskvöld í Framhúsinu. Valsliðið var...
Selfyssingurinn Katla María Magnúsdóttir, sem síðustu ár hefur leikið með Stjörnunni, hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára.Katla María lék með Selfoss-liðinu á árunum 2017-2020 áður en hún fór í Stjörnuna. Katla, sem er 21 árs gömul, er...
Baráttujaxlinn Gunnar Kristinn Þórsson Malmquist hefur skrifað undir nýjan þrigga ára samning við Aftureldingu eftir því sem félagið greinir frá í morgun.Gunnar kom til liðs við Aftureldingu sumarið 2014 frá Val og hefur síðan verið helsta driffjöður liðsins, jafnt...
Áfram heldur í kvöld kapphlaupið um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna þegar Valur og Fram mætast öðru sinni. Í þetta skipti verður leikið í Origohöll Valsmanna og flautað til leiks klukkan 19.30.Fram vann nauman sigur, 28:27, í fyrstu viðureign liðanna...
„Ég átt mig ekki almennilega á þessu ennþá,“ sagði Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV þegar handbolti.is náði tali af honum eftir sigur ÍBV á Val, 33:31, í annarri viðureign liðanna í úrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag....
Leikmenn ÍBV bitu hressilega frá sér í annarri viðureign sinni við Val í úrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag. Þeir sneru leiknum sér í hag á síðustu fimm mínútunum og unnu með tveggja marka mun, 33:31....
Önnur úrslitaviðureign ÍBV og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla verður í Vestmannaeyjum í dag. Flautað verður til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 16.Reikna má með fjölmenni á leiknum og hörkustemningu. Eyjamenn láta sig aldrei vanta þegar úrslitaleikir...
„Ég hef tekið þá ákvörðun að hætta með liðið og tilkynnti stjórninni það á fimmtudaginn,“ segir Kristinn Björgúlfsson í samtali við handbolta.is. Kristinn hefur þjálfað karlalið ÍR síðustu tvö ár. Það kemur í hlut annars að stýra ÍR-liðinu í...