Þýska handknattleiksliðið Füchse Berlin vann í dag Evrópudeildina í handknattleik karla með öruggum sigri á Granollers frá Spáni, 36:31, í úrslitaleik sem fram fór í Flens-Arena í Flensborg í Þýskalandi. Göppingen, sem sló Val úr keppni í 16-liða úrslitum,...
Ihor Kopyshynskyi leikmaður bikarmeistara Aftureldingar í handknattleik karla hafnaði í áttunda sæti með löndum sínum í úkraínska landsliðinu á Evrópumótinu í strandhandbolta sem lauk í Nazaré í Portúgal í dag. Úkraínska landsliðið tapaði í hádeginu í dag fyrir Króötum...
Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark og átti tvær stoðsendingar þegar lið hans Balingen-Weilstetten vann Potsdam, 30:29, á útivelli í hörkuleik í 36. og þriðju síðustu umferð 2. deildar þýska handknattleiksins í gær. Sigurmarkið var skorað hálfri fjórðu mínútu...
Þýska liðið Füchse Berlin og BM Granollers frá Spáni mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í Flens-Arena í Þýskalandi á morgun. Bæði lið höfðu betur í undanúrslitaleikjunum í dag. Berlínarliðið lagði Montpellier frá Frakklandi á sannfærandi hátt, 35:29.Granollers...
Framkvæmdastjórn Handknattleikssambands Evrópu hefur leyst Norður Makedóníumanninn Dragan Nachevski frá starfskyldum sínum innan sambandsins um óákveðinn tíma. Hann liggur undir grun um að hafa a.m.k. gefið höggstað á sér í tengslum við umræður um veðmálabrask eða meintri hagræðingu úrslita....
Igor Kopyshynskyi handknattleiksmaður bikarmeistara Aftureldingar er í Nazaré í Portúgal þar sem hann leikur með úkraínska landsliðinu á Evrópumótinu í strandhandbolta. Afar vel hefur gengið hjá Igor og félögum. Þeir eru komnir í milliriðlakeppni mótsins eftir tvo sigurleiki...
Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmenn í handknattleik og leikmenn norsku meistaranna Kolstad eru báðir í úrvalsliði sem valið var eftir undanúrslitaleiki úrslitakeppninnar sem lauk í síðustu viku. Þeir verða í eldlínunni í úrslitarimmu Kolstad og Elverum...
Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari Gummersbach hefur samið við tvo leikmenn til viðbótar fyrir næsta keppnistímabil. Annars vegar er um að ræða línumanninn Kristjan Horzen frá Rhein-Neckar Löwen og vinstri hornamanninn Milos Vujovic frá Füchse Berlin. Vujovic var markahæsti leikmaður...
Axel Stefánsson er annar þjálfari Storhamar í Noregi sem komst í gærkvöld í úrslit í úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik kvenna. Storhamar vann Sola með eins marks mun á heimavelli, 25:24. Storhamar vann tvær viðureignir en tapað einni, þeirri...
H71 varð í gærkvöld færeyskur meistari í handknattleik karla eftir að hafa unnið VÍF frá Vestmanna, 25:21, í fjórðu viðureign liðanna. H71 er þar með meistari bæði í karla- og kvennaflokki á þessu ári. Karlalið H71 varð einnig bikarmeistari...
Á fyrstu tveimur stundunum eftir að opnað var fyrir miðasölu til Færeyinga á leiki Evrópumótsins í handknattleik karla seldust á að giska um 1.700 miðar af þeim 2.200 sem Handknattleikssamband Færeyja hefur til umráða. Þetta kemur fram á færeyska...
Nicolej Krickau hættir þjálfun danska meistaraliðsins GOG eftir keppnistímabilið og tekur við þjálfun þýska liðsins Flensburg-Handewitt. TV2 í Danmörku fullyrti þetta í gær samkvæmt heimildum. TV2 segir ennfremur að þrátt fyrir Krickau hafi fyrir skömmu framlengt samning sinn við...
PPD Zagreb varð í gær króatískur meistari í handknattleik karla eftir sigur á RK Nexe, 28:27, í hörkuleik á heimavelli Nexe í fjórðu viðureign liðanna um meistaratitilinnn.Þetta væri e.t.v. ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þetta er...
Danska liðið Ikast Handbold vann í gær Evrópudeild kvenna í handknattleik eftir að hafa lagt annað danskt félagslið, Nykøbing Falster Håndbold, örugglega í úrslitleik í Graz í Austurríki. Í leiknum um bronsverðlaunin hafði Borussia Dortmund betur gegn þýskum andstæðingi,...
Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen standa vel að vígi í undanúrslitum um meistaratitilinn í handknattleik karla í Sviss eftir að hafa unnið Pfadi Winterthur öðru sinni í gær, 37:34. Framlengingu þurfti til þess að knýja fram...