Japan og Suður Kórea mætast í úrslitaleik á Asíumóti kvenna í handknattleik á sunnudaginn. Mótið hefur staðið yfir undanfarna daga í Seoul í Suður Kóreu, á slóðum keppnissvæðis Ólympíuleikanna árið 1988.Það að Japan og Suður Kórea mætast í úrslitaleik...
Jakob Lárusson stýrði liði sínu, Kyndli, til sigurs í sjöunda leiknum í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Kyndill vann þá StÍF með 20 marka mun í Þórshöfn, 40:20.Turið Arge Samuelsen, fyrrverandi leikmaður Hauka, var yfirburðaleikmaður á vellinum....
Íslenskir handknattleiksdómarar verða ekki í eldlínunni á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla sem fram fer í Svíþjóð og í Póllandi frá 11. janúar til 29. sama mánaðar á næsta ári. Alþjóða handknattleikssambandið hefur tilkynnt hvaða 25 dómarapör hafa verið valin...
Haukur Þrastarson og samherjar í pólska meistaraliðinu Łomża Industria Kielce komust í efsta sæti B-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld, a.m.k. um stundarsakir, þegar liðið vann norsku meistarana, Elverum, naumlega í Terningen Arena í Elverum, 27:26, í hörkuleik. Kielce var...
Guðjón L. Sigurðsson var eftirlitsmaður í Ystad í gærkvöld á viðureign Ystads og Flensburg í B-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik. Heimamenn unnu leikinn með fjögurra marka mun, 30:26. Dómarar komu frá Bosníu. Þátttaka dönsku handknattleikskonunnar Helena Elver í leik með liði...
Sænsku meistararnir í Ystads unnu óvæntan en afar sanngjaran sigur á Flensburg í B-riðili Evrópudeildarinnar í handknattleik karla á heimavelli í kvöld, 30:26, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 17:14. Þar með settu Svíarnir riðilinn í...
Ein fremsta og jafnframt ein umtalaðasta handknattleikskona undanfarinna ára, Estavana Polman, hefur verið seld til Rapid Búkarest eftir aðeins fimm mánuði í herbúðum danska úrvalsdeildarliðsins Nykøbing Falster (NFH). Hún kveður um leið Danmörku eftir 11 ára veru en 19...
Þýska handknattleiksliðið THW Kiel hefur samið við franska landsliðsmarkvörðinn Vincent Gérard til eins árs frá og með næsta sumri. Danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin kveður THW Kiel eftir leiktíðina og gengur til liðs við Aalborg Håndbold eins og sagt var...
„Hún er ótrúlegt eintak,“ sagði Þórir Hergeirsson þjálfari Evrópumeistara Noregs í handknattleik spurður út í markvörðinn Katrine Lunde sem er enn ein sú besta í heiminum þrátt fyrir að vera komin inn á fimmtugsaldur.Lunde tók þátt í úrslitaleik...
Berta Rut Harðardóttir og samherjar í TTH Holstebro sóttu tvö stig í greipar leikmanna AGF Håndbold í næst efstu deild danska handknattleiksins í gærkvöld, 27:23. Leikið var á heimavelli AGF. Berta Rut skoraði ekki mark í leiknum. Holstebro hefur...
Nora Mørk, Noregi, varð markadrottning EM kvenna í handknattleik sem lauk í gær. Hún skoraði 50 mörk, tveimur færri en á EM fyrir tveimur árum og þremur færri þegar hún varð markadrottning EM í fyrsta sinn fyrir sex árum....
Noregur varð í kvöld Evrópumeistari í handknattleik kvenna í níunda sinn eftir sigur á Dönum, 27:25, í úrslitaleik í Ljubljana. Þetta eru sömu úrslit og þegar lið þjóðanna mættust síðast í úrslitaleik á Evrópumóti fyrir 18 árum. Þá eins...
Svartfjallaland fékk bronsverðlaun á Evrópumótinu í handknattleik kvenna eftir sigur á Frökkum í framlengdum háspennuleik í Ljubljana í kvöld, 27:25. Sigurinn var verðskuldaður.Svartfellska liðið var sterkara lengst af leiksins og efldist við hverja raun. Frakkar virtust óstyrkir lengi...
Norska handknattleikskonan Henny Reistad hefur verið valin mikilvægasti leikmaður Evrópumóts kvenna sem lýkur kvöld. Tilkynnt var um úrvalslið mótsins rétt fyrir hádegið en þúsundir áhugafólks um handknattleik mun hafa tekið þátt í að velja liðið eftir því sem fram...
Frændþjóðirnar Danmörk og Noregur leika til úrslita á Evrópumóti kvenna í handknattleik á sunnudagskvöldið í Ljubljana í Slóveníu. Átján ár eru liðin síðan lið þjóðanna mættist síðast í úrslitaleik á stórmóti. Það var á EM í Ungverjalandi 2004 og...