- Auglýsing -
- Auglýsing -

Heimsmet sett í kvennahandbolta – aldrei fleiri áhorfendur

Það var eflaust gaman að vera í MVM Dome um helgina. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Metaðsókn var á undanúrslitaleiki Meistaradeildar kvenna í handknattleik í MVM Dome í Búdapest í gær. Alls seldust 20.022 aðgöngumiðar á leikina en eins og áður eru seldir svokallaðir dagsmiðar sem gilda á báðar viðureignir.


Handknattleikssamband Evrópu, EHF, segir frá í tilkynningu að aldrei hafi fleiri áhorfendur verið á handboltaleik í kvennaflokki í heiminum en á undanúrslitaleik Vipers og Györ í gær, 20.022 áhorfendur. Aðsóknin undirtrikar mjög vaxandi vinsældir kvennahandknattleiks í Evrópu.

Fyrra heimsmet að alþjóðlegum kappleik í kvennaflokki var sett þegar Serbía og Brasilía mættust í Belgrad í Serbíu í úrslitaleik heimsmeistaramótsins 22. desember 2013. Alls voru 19.467 áhorfendur á úrslitaleiknum.


Fyrra aðsóknarmet á leik í Meistaradeild kvenna var sett fyrir ári í MVM Dome þegar Györ og Vipers mættust í úrslirslitaleik Meistaradeildarinnar. Þá mættu 15.400 áhorfendur.

MWM Dome keppnishöllinni í Búdapest var tekin í notkun fyrir EM karla í handknattleik í upphafi síðasta árs. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Reiknað er með um 22 þúsund áhorfendum á úrslitaleik Meistaradeildar kvenna í MVM Dome í dag þegar norska meistaraliðið Vipers Kristiansand og ungverska liðið FTC (Ferencváros) mætast klukkan 16. Vipers getur orðið Evrópumeistari þriðja árið í röð.

Áður en að úrslitaleiknum kemur verða ungverska meistaraliðið Györ og danska liðið Esbjerg búin að mætast í leiknum um bronsverðlaunin. Sú viðureign hefst klukkan 13.15. Hægt verður að fylgjast með báðum leikjum endurgjaldslaust á EHFTV.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -