- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vipers leikur til úrslita – FTC lagði Esbjerg í spennuleik

Evrópumeistarar Vipers Kristiansand sækja franska mesitaraliðið Metz heim um helgina þega rkeppni hafst aftur í Meistaradeildinni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumeistarar tveggja síðustu ára, Vipers Kristiansand frá Noregi, leika til úrslita í Meistaradeild kvenna í handknattleik á morgun. Vipers vann ungverska meistaraliðið Györ, 37:35, í fyrri undanúrslitaleik keppninnar í Búdapest í dag. Vipers mætir ungverska liðinu FTC (Ferencváros) í úrslitum. FTC vann danska liðið Esbjerg í háspennuleik, 30:29.

Hin síunga Katrine Lunde markvörður Vipers fagnar vörslu í undanúrslitaleiknum. Mynd/EPA

Leikmenn Esbjerg fóru illa að ráði sínu í síðari hálfleik. Þeir voru fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik 17:13. Annað árið í röð komst Esbjerg ekki í úrslit Meistaradeildarinnar en það hafði verið annað af tveimur markmiðum liðsins.

Vipers var hinsvegar með tögl og hagldir í viðureign sinni við Györ. Leikurinn var mjög hraður og var lítt um varnir, ekki síst í fyrri hálfleik. Vipers var fimm mörkum yfir, 23:18, að fyrri hálfleiknum loknum.

Úrslitaleikur Vipers og FTC hefst klukkan 16 á morgun og verður í beinni útsendingu og án endurgjalds á EHFtv. Þar verður einnig hægt að sjá leik Györ og Esbjerg, meistaralið Ungverjalands og Danmerkur, kljást um bronsið frá kl. 13.15.

Sigurdans leikmanna FTC eftir sigurinn á Esbjerg. Mynd/EPA

Györ – Kristiansand 35:37 (18:23).
Mörk Györ: Stine Oftedal 11, Ana Gros 9, Anne Mette Hansen 3, Estelle Nze-Minko 3, Line Haugsted 2, Kari Dale 2, Eun Hee Ryu 1, Viktoria Lukacs 1, Yvette Broch 1, Dorottya Faluvegi 1, Nadine Schatzl 1.
Mörk Vipers Kristiansand: Jamina Roberts 8, Marketa Jerabkova 7, Anna Vyakhireva 5, Sunniva Næs 4, Jana Knedlikova 4, Katarina Jezic 4, Lysa Tchaptchet 3, Ragnhild Valle 2.

FTC – Team Esbjerg 30:29 (13:17).
Mörk FTC: Antje Malestein 7, Emily Bölk 6, Katrin Klujber 5, Andrea Lekic 5, Szandra Szollosi 3, Alicia Stolle 3, Anett Kisfaludy 1.
Mörk Esbjerg: Nora Mørk 7, Henny Reistad 7, Vilde Ingstad 6, Kristine Breistøl 4, Mette Tranborg 2, Sanna Solberg 2, Kathrine Heindahl 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -