- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveggja marka sigur í fyrri leiknum við Færeyinga

Piltarnir í U17 ára landsliðinu sem vann færeyska landsliðið á í æfingaleik 3. júní sl. Mynd/aðsend
- Auglýsing -

U17 ára landslið karla í handknattleik vann jafnaldra sína frá Færeyjum í fyrri vináttuleik liðanna í Kaplakrika í dag, 26:24. Íslensku piltarnir voru öflugri í síðari hálfleik og náðu mest fjögurra marka forskoti, 19:15. Sigurjón Bragi Atlason markvörður íslenska liðsins kom einnig sterkur til leiks í síðari hálfleik.

Staðan var jöfn eftir fyrri hálfleik, 13:13. Leikur liðanna var kaflaskiptur í fyrri hálfleik. Íslenska liðið var öflugra framan af en Færeyingar voru betri þegar á leið. Markvarslan batnaði þá og liðið fékk hraðaupphlaup.

Síðari leikurinn verður á sama stað á morgun, hefst klukkan 14. Leikirnir eru liður í þátttöku íslenska liðsins í Opna Evrópumótinu í Svíþjóð í fyrstu viku júlí og á Ólympíudögum Evrópuæskunnar sem haldnir verða í Slóvakíu síðla í júlí.
Frítt var inn á leikinn í dag. Sama verður upp á teningnum á morgun.

Mörk Íslands: Ágúst Guðmundsson 9, Dagur Árni Heimisson 6, Jens Bragi Bergþórsson 4, Þórir Ingi Þorsteinsson 2, Þórir Haukur Guðmundsson 2, Stefán Magni Hjartarson 1, Antonie Óskar Pantano 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -