- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kvöldkaffi: Ómar, Janus, Arnór, Sigvaldi, Róbert, Elín, Skaraliðar, Ásgeir, Orri, Stiven

Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska landsliðsins. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Ómar Ingi Magnússon skoraði sjö mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, þegar Magdeburg vann Bergischer HC, 40:28, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. Með sigrinum endurheimti Magdeburg annað sæti deildarinnar með 19 stig eftir 11 leiki. Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu fyrir Magdeburg.  Arnór Þór Gunnarsson er aðstoðarþjálfari Bergischer HC sem er í 11. sæti. 
  • Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sex mörk, þar af tvö af vítalínunni, þegar Kolstad vann Drammen, 38:25, í uppgjöri tveggja efstu liðanna í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í Þrándheimi í dag. Róbert Sigurðarson skoraði ekki mark fyrir Drammen í leiknum en hinn hálf íslenski Viktor Petersen Norberg skoraði í tvígang. Kolstad og Drammen eru þar með jöfn í tveimur efstu sætum deildarinnar með 15 stig hvor. 
  • Annað sem tengist Drammen er að þýska handknattleiksliðið MT Melsungen sem Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson leika með, hefur keypt norska handknattleiksmanninn Sindre Aho frá Drammen. Aho kemur til félagsins nú þegar. Norðmaðurinn á að fylla í skarðið sem Domagoj Pavlovic skilur eftir sig. Pavlovic verður frá keppni í töluverðan tíma vegna meiðsla. Aho er 26 ára gamall miðjumaður. 
  • Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður og liðsfélagar hennar í EH Aalborg unnu DHG, 32:25, í næst efstu deild danska handknattleiksins í dag. EH Aalborg er efst með 12 stig eftir sex leiki, er tveimur stigum á undan Roskilde Håndbold.
  • Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði þrjú mörk og átti fimm stoðsendingar þegar lið hennar Skara HF tapaði á útivelli fyrir IF Hallby HK, 33:31, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir náði ekki að skora en hún átti eina stoðsendingu. Jóhanna er að jafna sig af meiðslum sem hafa hrjáð hana. Katrín Tinna Jensdóttir leikur einnig  með Skara HF sem er í níunda sæti úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir sjö leiki. 
  • Ásgeir Snær Vignisson skoraði eitt mark fyrir Fjellhammer þegar liðið tapaði fyrir Bækkelaget, 34:30, í norsku úrvalsdeildinni í dag á heimavelli Bækkelaget. Fjellhammer  er í 12. sæti af 14 liðum deildarinnar með fimm stig. Hvorki gengur né rekur hjá Fjellhammer þótt það hafi tvo úrvalsþjálfara, Robert Hedin og Glenn Solberg landsliðsþjálfara Svíþjóðar við stjórnvölin.
  • Orri Freyr Þorkelsson var með fjögur mörk og fullkomna skotnýtingu þegar lið hans, Sporting, vann Artística de Avanca, 40:31, í portúgölsku 1. deildinni í gær á heimavelli. Sporting er með fullt hús stiga eftir 10 umferðir. 
  • Stiven Tobar Valencia skoraði þrjú mörk fyrir Benfica sem vann stórsigur á Vitoria FC, 34:20, í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Benfica er í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig að loknum 10 leikjum, sex stig á eftir forystuliðinu, Sporting, sem er einnig Lissabonlið. 
  • Stöðuna í portúgölsku 1. deildinni og fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -