- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU21: Ævintýri Færeyinga heldur áfram – komnir í átta liða úrslit HM

Færeyska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, heldur sigurgöngu sinni áfram á heimsmeistaramótinu. Í dag lögðu færeysku piltarnir þá brasilísku, 33:27, og tryggðu sér um leið sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins sem er stórkostlegt...

HMU21: Vinnusigur á heimamönnum í Aþenu

Íslenska landsliðið vann svo sannarlega vinnusigur á gríska landsliðinu í fyrri viðureign sinni í millriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri í Aþenu í dag. Lokatölur, 29:28, eftir æsilega spennandi lokamínútur. Um tíma blés þó...

HMU21: Streymi, Ísland – Grikkland, kl. 14.30

Hér fyrir neðan er streymi á beina útsendingu frá leik Íslands og Grikklands í fyrstu umferð milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik karla skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Flautað verður til leiks klukkan 14.30. https://www.youtube.com/watch?v=WJ4A3tC3Pf4

Stiven Tobar fyrsti Íslendingurinn í Portúgal

Landsliðsmaðurinn í handknattleik, Stiven Tobar Valencia, hefur gengið til liðs við portúgalska handknattleiksliðið Benfica í Lissabon. Benfica tilkynnti þetta í morgun en nokkrar vikur eru liðnar síðan Stiven fór til Lissabon og skrifaði undir samninginn sem er til eins...
- Auglýsing-

Tímabilið að baki er mikill sigur fyrir mig

Þegar á heildina er litið, aftur til síðustu 10 mánaða þá var keppnistímabilið frábært hjá Gísla Þorgeiri Kristjánssyni þrátt fyrir axlarmeiðslin alvarlegu í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar um síðustu helgi. Hann náði að leika allt keppnistímabilið, 31 af 34 leikjum Magdeburg...

Molakaffi: Birkefeld látinn, þrír fara, í öðrum flokki, þungt hljóð, Arnór

Frank Birkefeld fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, lést á fimmtudaginn á 83. aldursári. Birkefeld var framkvæmdastjóri þýska handknattleikssambandsins frá 1973 til 1991. Birkefeld var ráðinn framkvæmdastjóri IHF árið 1995 og var við störf í 12 ár uns hann kaus...

HMU21: Spennandi að mæta Grikkjum

„Mér líst bara mjög vel á næsta leik gegn Grikkjum sem eru með hörkulið Þeir stóðu lengi vel í Egyptum á föstudaginn,“ sagði Kristófer Máni Jónasson leikmaður U21 árs landsliðs karla í samtali við handbolta.is spurður út í viðureignina...

HMU21: Búist er við að líf verði í tuskunum utan vallar

Árla í morgun hófust þjálfarar og leikmenn íslenska landsliðsins handa við að búa sig undir leikinn við Grikki í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins. Leikurinn fer fram á morgun og hefst klukkan 14.30. Búist er við að líf verði í tuskunum utan...
- Auglýsing-

„Bara smá skurður og nokkrir saumar“

„Þetta var bara smá skurður og nokkrir saumar. Ég er í toppmálum,“ sagði hornamaðurinn eldfljóti í U21 árs landsliðinu, Haukamaðurinn Kristófer Máni Jónasson, þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans til Aþenu og forvitnaðist um ástandið á honum eftir...

Höfum farið sparlega með Benedikt fram til þessa

„Við vonumst til þess að Benedikt geti tekið meira þátt í næstu leikjum okkar á mótinu. Benedikt tognaði lítillega í fyrsta leik mótsins, við Marokkó. Þess vegna höfum við farið sparlega með hann fram til þessa,“ svaraði Einar Andri...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
17842 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -