- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Gorr, Tumi Steinn, niðurskurður í Barcelona, Hossam, Cehte

Jan Gorr heldur áfram þjálfun þýska handknattleiksliðsins HSC 2000 Coburg sem Tumi Steinn Rúnarsson leikur með. Gorr verður einnig áfram framkvæmdastjóri liðsins. Gorr tók við þjálfun Coburg síðla í mars þegar Brian Ankersen axlaði sín skinn. Þótti Gorr vinna...

HMU21: Noregur situr eftir – Danir, Færeyingar, Svíar Íslendingar meðal 16 efstu

Norðmenn sitja eftir með sárt ennið á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða í handknattleik karla. Þeir komast alltént ekki í 16-liða úrslit mótsins eftir að hafa tapað öðru sinni í dag í E-riðli mótsins. Að þessu sinni voru það Ungverjar...

Mattý Rós kemur á ný til liðs við Víking

Mattý Rós Birgisdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Víkings. Hún kemur til félagsins frá HK. Mattý er Víkingum ekki ókunnug. Hún lék sem lánsmaður hjá Víkingi fyrri hluta síðasta keppnistímabils. HK kallaði hana til baka úr...

Aðgerð eða ekki aðgerð? – Er ekki eins „dán“ og stundum áður

„Ég gef mér þessa viku til að taka ákvörðun um hvert næsta skref verður varðandi öxlina, hvort ég fari í aðgerð eða ekki,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson nýbakaður Evrópumeistari í handknattleik með þýska liðinu í SC Magdeburg og landsliðsmaður...
- Auglýsing-

Molakaffi: Carsten og fleiri, upplausn í Árósum, Hvidt

Frank Carsten hefur verið ráðinn þjálfari þýska liðsins HSG Wetzlar. Carsten hætti hjá GWD Minden í lok nýliðins keppnistímabils eftir átta ára starf. Aðalsteinn Eyjólfsson fyllir sæti hans hjá Minden.  Carsten er fimmti þjálfarinn hjá HSG Wetzlar á einu ári....

Cots hefur samið við ÍBV

Hlaupið hefur á snærið hjá bikar- og deildarmeisturum ÍBV en samningur hefur náðst við hægrihandar skyttuna Britney Cots um að leika með liði félagsins á næstu leiktíð og jafnvel lengur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV í...

Jakob verður eingöngu með karlalið Kyndils

Jakob Lárusson, sem þjálfaði kvennalið Kyndils í Þórshöfn í Færeyjum síðasta árið, er hættur og mun einbeita sér að þjálfun karlaliðs Kyndils á næstu leiktíð, eins og handbolti.is sagði frá í vor. Portúgalinn Paulo Costa tekur við þjálfun kvennaliðs...

Björgvin Páll ráðinn aðstoðarþjálfari

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Vals í handknattleik. Hann verður þar af leiðandi nýráðnum aðalþjálfara Vals, Óskari Bjarna Óskarssyni, innan handar á komandi tímabili.Björgvin Páll verður áfram aðalmarkvörður Vals samhliða nýju hlutverki innan liðsins.Björgvin gekk...
- Auglýsing-

Réðum lögum og lofum þegar á leið

„Við vorum lengi í gang í dag en þegar á leikinn leið þá tókst okkur að sýna styrk þann sem býr í liðinu,“ sagði Einar Andri Einarsson annar þjálfara U21 árs landsliðsins í samtali við handbolta.is í dag...

Stórsigur í Aþenu – sæti í 16-liða úrslitum í höfn

Með miklum endaspretti þá vann íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, stórsigur á landsliði Chile, 35:18, í annarri umferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Melina Merkouri-íþróttahöllinni í Aþenu í dag. Staðan var 12:6, þegar fyrri hálfleik...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
17820 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -