Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar í norska meistaraliðinu Kolstad fóru af stað með látum í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld þegar keppni hófst eftir nokkurra vikna hlé. Á heimavelli léku þeir sér að lánlausum leikmönnum Fjellhammer og unnu...
Andri Dagur Ófeigsson er kominn heim frá Danmörku og hefur ákveðið að leik með Fram til loka þessa tímabils. Andri Dagur er uppalinn hjá Fram en spilaði einnig um tíma með Selfoss og Víkingi en gekk til liðs við...
Hafþór Már Vignisson handknattleiksmaður hjá norska úrvalsdeildarliðinu ØIF Arendal Elite leikur væntanlega ekkert meira með liðinu á keppnistímabilinu. Eftir að hafa fundið fyrir brjósklosi þá gekkst Akureyringurinn undir aðgerð í síðustu viku.
Reikna má með að Hafþór Már verði frá...
Keppni hefst á ný í Olísdeild karla í handknattleik eftir sex vikna hlé vegna jóla, áramóta og Evrópumóts karla í handknattleik. Fjórir leikir fara fram í kvöld en tvær síðustu viðureignirnar fara fram á föstudag og laugardag.
Leikir kvöldsins
Olísdeild karla:Safamýri:...
Andrea Jacobsen og liðsmenn Silkeborg-Voel unnu baráttusigur á København Håndbold, 33:32, í 18. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Leikurinn fór fram í Kaupmannahöfn. Andrea kom lítið við sögu í leiknum. Silkeborg-Voel er komið upp í 5. sæti...
Handknattleiksdeild HK hefur ráðið Halldór Jóhann Sigfússon sem næsta aðalþjálfara meistaraflokks karla. Samningurinn er til þriggja ára. Halldór Jóhann tekur við starfinu í sumar af Sebastian Alexanderssyni og Guðfinni Kristmannssyni. Greint var frá því fyrir nokkru að þeir láti...
Áfram sitja Tryggvi Þórisson og liðsmenn Sävehof í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þegar þráðurinn var tekinn upp í kvöld eftir hlé sem staðið hefur yfir frá 30. desember vegna Evrópumóts karla í handknattleik. Sävehof vann Alingsås á heimavelli, 33:27,...
Dagur Gautason og samherjar í norska úrvalsdeildarliðinu ØIF Arendal Elite hrósuðu sigri á Bækkelaget, 30:28, á heimavelli í kvöld þegar blásið var til leiks á ný í deildinni eftir hlé síðan fyrir jól, m.a. vegna Evrópumóts karla í handknattleik.
Sigurinn...
Alls hafa 84 handknattleiksmenn leikið fyrir íslenska karlalandsliðið í 77 leikjum á 13 Evrópumótum sem Ísland hefur haft rétt til þess að taka þátt í frá árinu 2000. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, var sett á laggirnar 1991 og fyrsta...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðskona og liðsfélagar hennar í EH Aalborg unnu fimmtánda leik sinn í dönsku 1. deildinni í handknattleik í gær. EH Aalborg vann HØJ, 28:21, á heimavelli HØJ í Ølstykke á Sjálandi í gær. EH Aalborg er...
Sandra Erlingsdóttir markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Danmörku og Noregi undir lok síðasta árs verður ekki með landsliðinu í næstu leikjum. Sandra sagði frá því á dögunum að hún væri ólétt og eigi von...
Athygli vakti í upphafi ársins þegar landsliðskonan Katrín Tinna Jensdóttir söðlaði um og gekk til liðs við Olísdeildarlið ÍR eftir að hafa kvatt sænska úrvalsdeildarliðið Skara HF að lokinni hálfs árs dvöl. Katrín Tinna hafði áður leikið í tvö...
Díana Ágústsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Víkings. Díana, sem er uppalinn Víkingur, kom aftur til félagsins sumarið 2022 eftir að hafa reynt fyrir sér með Fjölni, Fram og Haukum um nokkurra ára skeið. Víkingur...
Bjarki Már Elísson lék lengst af leikmönnum íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handknattleik sem lauk í Þýskalandi. Af þeim sjö klukkustundum sem landsliðið var á leikvellinum á mótinu var Bjarki með fimm stundir og tæpar sjö mínútur. Sigvaldi Björn...
Íslenska landsliðið skoraði nánast jafn mörg mörk að jafnaði í leik á EM 2024 og það gerði á Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu 2022. Þetta gerðist þrátt fyrir að mörgum hafi þótt nýting opinna færa og vítakasta væri ábótavannt...