Bjarki Finnbogason og félagar hans í Anderstorps komu sér upp úr fallsæti í Allsvenskan, næst efstu deild sænska handknattleiksins í lokaumferðinnni í gærkvöld þeir unnu Redbergslid, 24:22, á heimavelli. Þess í stað féll Redbergslid úr deildinni ásamt Lindesberg. Anderstorps...
Landsliðskonan í handknattleik, Díana Dögg Magnúsdóttir, hefur ákveðið að söðla um að loknu keppnistímabilinu að loknum fjórum árum sem leikmaður þýska 1. deildar liðsins BSV Sachsen Zwickau. Frá þessu sagði félagið í tilkynningu á Facebook í dag. Þar segir...
Patrekur Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar til næstu tveggja leiktíða. Hann tekur við starfinu í sumar af Sigurgeiri Jónssyni, Sissa, sem stýrir liðinu út leiktíðina. Patrekur hefur ekki áður þjálfað meistaraflokkslið í kvennaflokki en er þrautreyndur þjálfari...
Handknattleiksmaðurinn Bjarni Ófeigur Valdimarsson, sem samdi við KA í síðustu viku, sleit hægri hásin á laugardaginn og verður frá keppni næsta hálfa árið, hið minnsta. Hann fer í aðgerð í vikunni eftir því sem greint er frá á handball-world.
Í...
Ungverska liðið FTC (Ferencváros) gerði sér lítið fyrir og sneri þröngri stöðu, eins og stundum er sagt við taflborðið, í sigur í rimmu sinni við franska liðið Brest Bretagne í fyrstu umferð útsláttarkeppni Meistaradeildar kvenna í handknattleik í gær....
Elín Klara Þorkelsdóttir, leikstjórnandi Hauka og landsliðskona, varð markahæst í Olísdeild kvenna en keppni í deildinni lauk á laugardaginn. Hún skoraði 142 mörk í 21 leik deildarinnar eða 6,76 mörk að jafnaði í leik. Elín Klara skoraði níu mörkum...
Umspilskeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik fer af stað með tveimur leikjum fimmtudaginn 11. apríl. Önnur umferð verður 14. apríl og oddaleikir 17. apríl. Vinna þarf tvisvar sinnum til þess að komast í úrslit.
Í undanúrslitum umspilsins mætast:Afturelding - FH (Afturelding...
Fyrsta umferð úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik fer fram föstudaginn 12. apríl. Önnur umferð verður mánudaginn 15. apríl og þriðja og síðasta umferð fimmtudaginn 18. apríl. Vinna þarf tvo leiki til þess að öðlast sæti í undanúrslitum.
Í fyrstu umferð...
Viktor Gísli Hallgrímsson er ennþá fjarverandi vegna meiðsla og var þar af leiðandi ekki með Nantes í gær þegar liðið vann Toulouse, 40:30, á heimavelli í 21. umferð frönsku 1. deildarinnar í handknattleik í gær. Nantes er í öðru...
„Við ætlum okkur áfram, það er engin spurning. Úr því að við erum komnir í þessa stöðu þá kemur ekkert annað til greina en að fara í undanúrslit. Við eigum að geta gert betur í síðari leiknum,“ sagði Óskar...
Deildarmeistarar Selfoss luku keppni í Grill 66-deild kvenna með glæsibrag og stórsigri á FH, 42:21, í Kaplakrika í dag. Selfoss hafði mikla yfirburði í deildinni á leiktíðinni og vann allar sínar átján viðureignir örugglega. Þar með er leiktímabilinu lokið...
Harðarmenn frá Ísafirði halda sig í humátt á eftir ÍR og Fjölni í toppbaráttu Grill 66-deildar karla. Þeir unnu ungmennalið Hauka í dag með 15 marka mun, 40:25, á Ásvöllum í Hafnarfirði í síðasta leik 17. og næst síðustu...
Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting Lissabon undirstrikuðu yfirburði sína í portúgölsku 1. deildinni í gær þegar þeir unnu meistara síðasta árs, Porto, 35:32, á heimavelli. Sporting er deildarmeistari með fullu húsi stiga. Liðið vann allar 22 viðureignir...
Valur mætir rúmenska liðinu Steaua í Búkarest í Rúmeníu í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Evrópbikarkeppni karla í handknattleik. Flautað verður til leiks kl. 17. Leikurinn verður ekki sendur í sjónvarpi né verður honum streymt á netinu.
Íslensk...
Víkingar voru KA-mönnum engin fyrirstaða í KA-heimilinu í kvöld þegar liðin mættust í síðasta leik 19. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik. Þegar leikmenn Víkings komust loksins norður vegna ófærðar þá virtust þeir hafa fengið nóg eftir nokkurra mínútna leik....