„Kínverska liðið er það besta af þeim þremur sem við mætum í riðlakeppninni. Það er ljóst. Kínverjarnir leik nokkuð agaðan leik, ólíkt því sem maður á stundum að venjast frá Asíuliðunum sem reyna oft að fara áfram á kraftinum....
„Ég spilaði með unglingalandsliðinu á HM 2018 gegn Kína. Þá fann maður greinilega fyrir að Kínverjar leika svolítið öðruvísi handknattleik en flestir aðrir. Leikmenn voru snöggar og léttari en við. Það er kannski eitthvað sem við getum nýtt okkur...
Það er erfitt að trúa því, að landsliðskonurnar okkar ætli að gefa eftir, þegar leikurinn stendur sem hæst. „Forsetabikarinn“ er í sjónmáli – fyrsti bikarinn, sem er í boði hjá konunum síðan á Norðurlandamótinu í Laugardalnum 1964. Þá tvíefldust...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði eitt mark fyrir PAUC þegar liðið tapaði með fimm marka mun í heimsókn til granna sinni í Montpellier, 36:31, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Donni lék með í 16 mínútur. Hann...
Leikmönnum Fjölnis og Þórs var á í messunni í dag í leikjum sínum í Grill 66-deild karla og verða þar af leiðandi að sætta sig við að vera áfram stigi á eftir ÍR í kapphlaupinu um sæti í Olísdeild...
Frakkland lagði Noreg í jöfnum og afar spennandi leik í lokaumferð í milliriðli tvö á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Þrándheimi í kvöld, 24:23, eftir að jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 12:12.
Frakkland mætir þar með Tékklandi í átta...
Þegar landslið Íslands og Kína mætast í uppgjöri um efsta sæti í riðli eitt í keppninni um forsetabikarinn síðdegis á morgun mun liggja fyrir hvort það mætir landsliði Chile eða Kongó í úrslitaleik um forsetabikarinn á miðvikudaginn.
Chile og...
Eftir að hafa gert nokkur axarsköft við skiptingar inn og út af leikvellinum í leikjum heimsmeistaramótsins í handknattleik sem kostað hefur tveggja mínútna brottrekstra á íslenska landsliðið stjórnaði Ágúst Þór Jóhannsson aðstoðarþjálfari umferðinni við hliðarlínuna í leiknum við...
ÍR fór upp í annað sæti Grill 66-deildar karla í dag þegar liðið vann ungmennalið HK á sannfærandi hátt í Kórnum, 37:27. Rökkvi Pacheco Steinunnarson markvörður ÍR var allt í öllu og varði 22 skot. ÍR fór stigi upp...
„Þetta var algjör barningur. Ég dauðfeginn að leiknum er lokið,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik karla í samtali við handbolta.is í Nord Arena í kvöld eftir að íslenska landsliðið vann Paragvæ í annarri umferð keppninnar um forsetabikarinn á...
Selfoss sótti tvö nauðsynleg stig í greipar norður til KA-manna í dag í síðasta leik 12. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik. Lokatölur 30:28, en að loknum fyrri hálfleik var þriggja marka munur á liðunum, 15:12, Selfossi í dag. Vilius...
„Sigur er alltaf sigur en úff, þetta var mjög ljótt í dag,“ sagði Sandra Erlingsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is í kvöld eftir að íslenska landsliðið vann Paragvæ í annarri umferð keppninnar um forsetabikarinn á heimsmeistaramóti kvenna...
Íslenska landsliðið heldur áfram leið sinni að markmiðinu, þ.e. að vinna forsetabikarinn í handknattleik á heimsmeistaramótinu. Í dag lagði liðið liðsmenn Paragvæ í fyrstu viðureign þjóðanna í sögunni, 25:19, eftir basl í Nord Arena í Frederikshavn í Danmörku. Næsti...
HK vann ungmennalið Fram, 32:29, í síðasta leik ársins í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í dag. Leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi. HK var með yfirhöndina að loknum fyrri hálfleik, 18:14. Með sigrinum hafði HK sætaskipti í...
Ribe-Esbjerg með Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson innanborðs varð í dag fyrsta liðið á keppnistímabilinu til þess að vinna stjörnum prýtt lið Aalborg Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni. Eftir að hafa verið sex mörk undir í hálfleik, 18:12, þá...