Elín Klara Þorkelsdóttir leikmaður Hauka og markahæsti leikmaður Olísdeildar kvenna hefur vegna meiðsla þurft að draga sig úr íslenska landsliðshópnum sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem hefst 29. nóvember.
Hún er með slitið liðband í ökkla og verður frá keppni...
Serbneska handknattleikskonan Andrea Lekic komst um helgina í eftirsóttan flokk kvenna sem skorað hafa 1.000 mörk í Meistaradeild Evrópu. Lekic, sem er 36 ára gömul og er að taka þátt í sínu 17. keppnistímabili í Meistaradeildinni, skoraði þúsundasta mark...
Þór vann Fjölni, 27:26, í hörkuleik í toppslag Grill 66-deildar karla í handknattleik í Höllinni á Akureyri í kvöld. Þór er þar með í efsta sæti deildarinnar með 11 stig að loknum sjö leikjum, er stigi fyrir ofan ungmennalið...
Elvar Ásgeirsson átti stórleik í kvöld með Ribe-Esbjerg þegar liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Danmerkurmeistara tveggja síðustu ára, GOG, 34:33, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla. Elvar skoraði m.a. tvö síðustu mörk liðsins í Blue Water Dokken,...
„Næstu dagar verða skemmtilegir. Það verður nóg um að vera áður en við förum til Noregs á miðvikudaginn. Meðal annars náum við tveimur æfingum og þurfum um leið að ljúka ýmsu því sem óhjákvæmilega fylgir undirbúningi fyrir stórmót. Það...
Landsliðskonurnar Díana Dögg Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir eru á meðal 20 markahæstu í þýsku 1. deildinni í handknattleik að loknum átta umferðum. Hlé hefur verið gert á keppni í deildinni vegna heimsmeistaramótsins sem hefst undir lok mánaðarins og þráðurinn...
Ríflega 100 manns pöntuðu miða í gegnum á HSÍ á leiki íslenska landsliðsins í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna sem hefst 29. nóvember í Danmörku, Noregi og í Svíþjóð. Frestur til þess að panta miða hjá HSÍ rann út...
Stórleikur fer fram í Grill 66-deild karla í handknattleik í Höllinni á Akureyri í kvöld þegar Þór og Fjölnir mætast í 7. umferð deildarinnar klukkan 18.30. Liðin eru í öðru og þriðja sæti í deildinni með níu stig hvort...
Ekki gekk rófan í fyrsta leik EHV Aue undir stjórn Ólafs Stefánssonar þegar liðið mætti TuS Vinnhorst á heimavelli í gær í viðureign tveggja neðstu liða 2. deildar þýska handboltans í karlaflokki. Vinnhorst vann með fimm marka mun, 28:23,...
Eins og mátti búast við þá var viðureign efsta og neðsta liðs Grill 66-deildar kvenna í handknattleik harla ójöfn þegar Berserkir og Selfoss mættust í Víkinni í dag. Lokatölur, 43:16, eftir að 11 mörkum munaði að loknum fyrri hálfleik,...
Stórlið SC Magdeburg settist í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla í framhaldi af öruggum sigri á Eisenach, 38:31, á heimavelli í dag. Á sama tíma tapaði Füchse Berlin í heimsókn til THW Kiel og hefur þar...
Átta liða úrslitum Poweradebikarkeppni karla í handknattleik lauk í gær með tveimur viðureignum. Þar með er ljóst hvaða átta lið verða í skálunum þegar dregið verður.
Liðin átta eru:
Afturelding, FH, Haukar, ÍBV, KA, Selfoss, Stjarnan og Valur.
Samkvæmt upplýsingum á...
Orri Freyr Þorkelsson hrósaði sigri með samherjum sínum í Sporting Lissabon á Benfica í uppgjöri stórliðanna og erkifjendanna í Lissabon í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik karla í gær, 36:29. Leikurinn fór fram á heimavelli Benfica en með liðinu...
Sebastian Frandsen átti enn einn stórleikinn í marki Fredericia í gær þegar liðið lagði Bjerringbro/Silkeborg, 31:24, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Frandsen varði 16 skot, þar af tvö vítaköst, sem lagði sig út í 46% hlutfallsmarkvörslu. Einar Þorsteinn Ólafsson...
Frábær frammistaða Viktors Gísla Hallgrímssonar og framúrskarandi varnarleikur færði Nantes sigur á Nimes, 26:21, í frönsku 1. deildinni í handknattleik karla í kvöld. Viktor Gísli varði 11 skot, 36%, í leiknum er sagður hafa riðið baggamuninn fyrir liðið að...