Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk og átti þrjár stoðsendingar þegar Aalborg Håndbold vann 10. leik sinn í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöld, 26:23, í heimsókn til Holstebro. Simon Gade markvörður Aalborg átti stórleik, var með 40% hlutfallsmarkvörslu. Arnór Atlason er...
Ásgeir Örn Hallgrímsson fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handknattleik er sterklega orðaður við starf þjálfara karlaliðs Hauka eftir að Rúnar Sigtryggsson hætti skyndilega í dag og var ráðinn til Leipzig í Þýskalandi.
Heimildir handbolta.is herma að Ásgeir Örn sé...
Alexander Örn Júlíusson á yfir höfði sér eins leiks bann eftir að hafa verið útilokaður á 18. mínútu viðureignar Vals og Benidorm í annarri umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik í síðustu viku. Verði bannið staðfest tekur Alexander Örn ekki þátt...
Rúnar Sigtryggsson hefur verið ráðinn þjálfari þýska 1. deildarliðsins DHfK Leipzig. Hann tekur við þjálfun nú þegar og stýrir liðinu út tímabilið næsta vor. Um leið hefur hann stýrt Haukum í síðasta sinn.
„Ég fer út í fyrramálið og...
Aðeins ein rimma verður á milli liða úr Olísdeild kvenna í 16-liða úrslitum bikarkeppni kvenna en dregið var í hádeginu. Olísdeildarlið ÍBV og KA/Þór drógust saman og hlaut ÍBV heimaleikjarétt. Viðureignin verður annað hvort þriðjudaginn 15. nóvember eða daginn...
ÍBV mætir tékknesku meisturunum Dukla frá Prag í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik. Leikirnir eiga að fara fram fyrstu og aðra helgina í desember ef leikið verður heima og að heiman. Fyrri viðureignin verður í Vestmannaeyjum.
Michal Tonar,...
Einn allra fremsti handknattleiksmaður Afríku frá upphafi, Egyptinn Ahmed Elahmar, hefur ákveðið að gefa ekki oftar kost á sér í landslið Egyptalands. Hann er 38 ára gamall og hefur átt sæti í landsliðinu í tvo áratugi.
Elahmar hefur fimm...
Íslandsmeistarar Vals halda sínu striki í Olísdeild karla. Þeir unnu Selfoss í kvöld í Orighöllinni, 38:33, í fyrsta leik sínum í deildinni í 18 daga. Valur var einnig fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 21:16, og hefur þar...
„Það var mjög gaman að fá að taka þátt í leikjunum tveimur á heimavelli. Svo var það alveg extra gaman að spila hér á Ásvöllum, á mínum heimavelli,“ sagði handknattleikskonan unga Elín Klara Þorkelsdóttir í samtali við handbolta.is...
U17 ára landslið Íslands í handknattleik karla verður á meðal þátttakenda Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) sem fram fer í Maribor í Slóveníu frá 23. til 27. júlí næsta sumar. Frá þessu er greint á vef Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í...
Í fyrramálið verður dregið í 32-liða úrslit Evrópubikarkeppni karla í handknattleik. Eitt íslenskt félagslið er eftir í pottinum, ÍBV sem vann Donbas frá Úkraínu með miklum yfirburðum um nýliðna helgi. Haukar og KA féllu úr leik.
ÍBV verður í neðri...
Annarri umferð riðlakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik lýkur í kvöld með leikjum í C- og D-riðlum mótsins. Evrópumeistarar Noregs eru öruggir um sæti í milliriðli eftir tvo stóra sigra, þann síðari í gærkvöld á Sviss, 38:21.
Sænska landsliðið, sem...
Dregið verður í umspilsleikina fyrir heimsmeistaramót kvenna í handknattleik í Ljubljana laugardaginn 19. nóvember. Nafn Íslands verður þar með eftir samanlagðan 15 marka sigur á Ísrael í tveimur viðureignum hér á landi um helgina.
Til viðbótar við íslenska liðið komust...
Áttundu umferð Olísdeildar karla í handknattleik verður framhaldið í kvöld þegar Valur og Selfoss leiða saman hesta sína í Origohöllinni kl. 19.30.
Íslandsmeistarar Vals léku síðast í Olísdeildinni 21. október gegn ÍR og unnu með 10 marka mun, 35:25. Leik...
Lilja Ágústsdóttir skoraði sitt fyrsta mark með A-landsliðinu í gær í síðari sigurleiknum á Ísrael í forkeppni HM á Ásvöllum, 33:24. Lilja lék sinn fyrsta A-landsleik í Færeyjum fyrir rúmri viku eins og stalla hennar úr U18 ára landsliðinu...