Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og félagar hans í PAUC-Aix fóru vel af stað í frönsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Þeir unnu Limoges á heimavelli með tveggja marka mun, 31:29. Donni skoraði fimm mörk úr átta tilraunum, þar...
Slök markvarsla varð liði Söndru Erlingsdóttur að falli í dag þegar það sótti lið Roskilde heim í upphafsumferð dönsku B-deildarinnar í handknattleik. Lokatölur 33:28 fyrir Hróarskelduliðið.Sandra stóð fyrir sínu. Hún stjórnaði leik liðsins af röggsemi auk þess að skora...
Bjarni Ófeigur Valdimarsson mætir öflugur til leiks með IFK Skövde í upphafi nýs leikjaárs. Hann fór á kostum í dag þegar Skövde kjöldró Guif frá Eskilstuna í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni sem fram fór í Skövde, 32:21. Keppni í...
Unglingalandsliðsmaður HK, Símon Michael Guðjónsson, varð fyrir því óláni að fara úr vinstri axlarlið eftir tíu mínútur í viðureign HK og Fram í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik karla í Kórnum í Kópvogi í gær. Ljóst er að...
Nokkuð hefur verið um staðfest félagaskipti í handknattleiknum hér heima síðustu daga og hafa starfsmenn HSÍ verið með stimpilinn á lofti nánast dag og nótt til að tryggja handknattleiksfólki þátttökurétt í kappleikjum tímabilsins sem hafið er. Hér fyrir neðan...
Grétar Ari Guðjónsson átti stórleik og stóran þátt í að lið hans, Cavigal Nice, vann upphafsleik sinn í frönsku B-deildinni í handknattleik í gærkvöld. Nice lagði þá Cherbourg, 29:26, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri...
Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark í tveimur skotum þegar SönderjyskE tapaði naumlega á heimavelli, 25:24, fyrir sameinuðu liði Århus Skanderborg á heimavelli í þriðju umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld. Eftir sætan sigur á meisturum Aalborg Håndbold í fyrstu umferð...
Olísdeildarlið Hauka flaug inn í átta liða úrslitin í Coca Cola-bikarnum í handknattleik í kvöld með því að leggja ÍR-inga, sem verða í Grill66-deildinni á leiktíðinni, með fimm marka mun, 27:22, í Austurbergi. ÍR-liðið veitti Haukum harða keppni lengi...
Íslandsmeistarar Vals mæta FH í átta liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik karla á mánudagskvöldið eftir að þeir unnu Víkinga með sjö marka mun, 31:24, í Víkinni í kvöld. Enginn vafi leikur á að það verður stórleikur átta liða...
Leikmenn Mílunnar í Árborg voru ekki fyrirstaða fyrir Fjölnismenn í viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarkeppni karla í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Fjölnir tók öll völd á leikvellinum í síðari hálfleik og vann með 12 marka mun,...
ÍBV tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í kvennaflokki með stórsigri á Gróttu, 31:17, í Hertzhöllinni í kvöld. Meiðsli Birnu Berg Haraldsdóttir vörpuðu skugga á sigur ÍBV í leiknum. Birna Berg, sem hafði skoraði átta mörk...
Haukar hafa náð samkomulagi við forráðamenn Parnassos Strovolou á Kýpur að báðar viðureignir liðanna í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í karlaflokki í næsta mánuði fari fram á Nikósíu á Kýpur. Frá þessu er greint í tilkynningu handknattleiksdeildar Hauka í morgun.Leikirnir...
Hinn þrautreyndi markvörður Davíð Hlíðdal Svanson hefur fengið félagaskipti til KA frá HK. Samkvæmt heimildum handbolta.is ætlar Davíð að vera KA-mönnum innanhandar meðan færeyski landsliðsmarkvörðurinn Nicholas Satchwell verður frá keppni. Satchwell hefur verið slæmur í baki upp á síðkastið...
Handknattleiksdeild Harðar sagði á dögunum upp samningi sínum við Lettann Raivis Gorbunovs. Frá þessu er greint í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar sem kom fyrir eyru almennings í gærkvöld og er m.a. aðgengilegur á hlaðvarpsveitum.Í stað Gorbunovs hafa forsvarsmenn Harðar...