- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -
- Auglýsing -

HK er deildarmeistari – endurheimtir sæti í deild þeirra bestu

HK varð í kvöld deildarmeistari í Grill 66-deild karla í handknattleik eftir öruggan sigur á ungmennaliði Fram í lokaumferðinni, 29:16. HK endurheimtir þar með sæti sitt í Olísdeildinni á næstu leiktíð en liðið féll úr deildinni fyrir ári síðan....

Þessi færa sig um set í sumar – helstu félagaskipti

Þótt keppnistímabilið sé alls ekki á enda þá hafa margir hugsað sér til hreyfings milli félaga innanlands og jafnvel frá einu landi til annars í sumar. Hér fyrir neðan er það helsta sem rekið hefur á fjörurnar og...

Óvissa ríkir um framhaldið hjá ungu stórskyttunni

„Þorsteinn Leó verður ekki með okkur á sunnudaginn gegn ÍR. Það er alveg ljóst og alveg óvíst hvort hann leikur meira á þessu keppnistímabili,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, við handbolta.is í morgun þegar spurt var frétta af stórskyttunni...
- Auglýsing -

Arnar verður áfram hjá Neistanum

Arnar Gunnarsson hefur skrifað undir nýjan samning um að þjálfa lið Neistans í Þórshöfn í Færeyjum næsta árið. Arnar tók við þjálfun liðsins á síðasta sumri og hefur samhliða verið yfirþjálfari yngri flokka félagsins.Arnar segist vera afar ánægður...

Dagskráin: Deildarmeistarar verða krýndir í kvöld

Lokaumferð Grill 66-deild karla í handknattleik karla fer fram í kvöld. Tvö lið keppast um deildarmeistaratitilinn, HK og Víkingur. Hvort lið hefur 30 stig. HK stendur betur að vígi í innbyrðis leikjum og verður þar með deildarmeistari verði...

Molakaffi: Dolenec, Wiencek, Alonso, Celje og Vujovic

Slóvenski handknattleiksmaðurinn Jure Dolenec er á leið frá Barcelona í sumar eftir því sem fjölmiðlar á Balkanskaganum segja. Dolenec mun vera búinn að semja við franska liðið Limoges. Dolenec, sem er 33 ára gamall, hefur verið í herbúðum Barcelona...
- Auglýsing -

Verðum að koma hingað aftur á þriðjudaginn

„Sóknarleikurinn fór með þetta hjá okkur fyrir utan það að byrjunin var alls ekki nógu góð hjá okkur, hvorki í vörn né sókn,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, í samtali við handbolta.is í Origohöllinni í dag eftir að Haukar...

KA vann mikilvægt stig í hörkuleik á Varmá

KA-menn unnu mikilvægt stig í baráttu sinni fyrir þátttökurétt í úrslitakeppni Olísdeildar karla þegar þeir náðu jafntefli við Aftureldingu, 27:27, á Varmá dag. Aftureldingarliðið var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda og var með tveggja til fjögurra...

Valur hélt sjó og fer með vinning til Hafnarfjarðar

Valur er kominn yfir gegn Haukum í rimmu þeirra í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik eftir sex marka sigur, 25:19, í Origohöllinni í dag. Valur var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Næsti leikur liðanna verður í...
- Auglýsing -

Stjarnan komst hvorki lönd né strönd gegn ÍBV

ÍBV byrjaði úrslitakeppni Olísdeildar kvenna af miklum krafti í dag þegar liðið lagði Stjörnuna, 21:17, í Vestmannaeyjum í fyrsta leik liðanna. Eyjaliðið getur þar með tryggt sér sæti í undanúrslitum endurtaki það leikinn í annarri viðureign liðanna sem fram...

Tennur losnuðu, kjálki gekk til og hlaut einnig heilahristing

Lettinn Endijs Kusners leikur ekki meira með Herði á Ísafirði á þessu keppnistímabili eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg í viðureign Harðar og Fjölnis í Grill 66-deildinni á þriðjudagskvöld. Bragi Rúnar Axelsson, formaður handknattleiksdeildar Harðar, staðfesti þetta í gærkvöld....

Tímasetningin er ömurleg en ég held í vonina

Tveir sterkir leikmenn ÍBV og landsliðskonur eiga í erfiðum meiðslum um þessar mundir. Þar af leiðandi er óvíst hversu mikið þeir geta tekið þátt í næstu leikjum liðsins í úrslitakeppni Olísdeildarinnar en fyrsta umferð hefst í dag með tveimur...
- Auglýsing -

Molakaffi: Reinkind, Portner, einstakur Lazarov, Herning-Ikast, SönderjyskE

Harald Reinkind skoraði 10 mörk fyrir Kiel þegar liðið vann PSG, 31:29, í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar karla í handknattleik í Kiel í gærkvöld. Dylan Hahi skoraði átta mörk fyrir PSG og Mikkel Hansen sex mörk....

Þorsteinn Gauti heldur í heimahagana í sumar

Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Fram á nýjan leik eftir að yfirstandandi keppnistímabili verður lokið. Þorsteinn Gauti hefur undanfarnar tvær leiktíðir leikið með Aftureldingu. Þorsteinn hefur leikið yfir 100 meistaraflokksleiki fyrir Fram og...

Gerum betur á laugardaginn

„Þetta er reynsla fyrir okkur öll, bæði mig og leikmennina. Þetta er skemmtilegt tækifæri og vonandi gerum við aðeins betur á laugardaginn,“ sagði Gunnar Valur Arason, þjálfari Fjölnis-Fylkis við handbolta.is í kvöld eftir að lið hans hafði tapað fyrir...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -