Efst á baugi

- Auglýsing -

Fyrstu hindrun rutt úr vegi

Deildarmeistarar KA/Þórs ruddu fyrstu hindruninni úr vegi í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum með verðskulduðum þriggja marka sigri á Val, 24:21, í KA-heimilinu í kvöld að viðstöddum fjölmörgum áhorfendum og frábærri stemningu. Næsti leikur liðanna fer fram í Origohöllinni,...

Kveður Fram og semur við Stjörnuna til þriggja ára

Örvhenta skyttan, Lena Margrét Valdimarsdóttir, hefur ákveðið að söðla um og semja við Stjörnuna til næstu þriggja ára. Lena hefur frá barnsaldri leikið með Fram og skiptir þar af leiðandi ekki um búningalit þótt hún klæðist búningi annars félags...

Hvað gerist ef Kría hættir við?

Daði Laxdal Gautason, leikmaður Kríu og einn forsvarsmanna félagsins, segir í samtali við RÚV í dag að óvíst sé hvort Kría taki sæti í Olísdeild á næstu leiktíð, eða úrvalsdeild eins og segir í fréttinni. Kría vann sér í...
- Auglýsing -

Svíi á leiðinni í Safamýri

Fram hefur samið við sænska handknattleikskonu, Emmu Olsson, um að leika með liðinu næstu tvö árin. Frá þessu greindi félagið í morgun á samfélagsmiðlum. Olsson kemur í Safamýrina frá Önnereds-liðinu en hún er sögð uppalin hjá Eslöv.„Emma er 24...

Dagskráin: Fyrsti úrslitaleikur stendur fyrir dyrum

Úrslitaeinvígi deildarmeistara KA/Þórs og Vals hefst í kvöld með viðureign í KA-heimilinu. Flautað verður til leiks klukkan 18 og leikið skal til þrautar. Vinna þarf tvisvar sinnum til þess að verða krýndur Íslandsmeistari að þessu sinni.Næsti leikur liðanna...

Molakaffi: Pascual, Karabatic, Reistad

Staðfest var í gær að Xavi Pascual tekur við þjálfun karlaliðs Dinamo Búkarest í sumar þegar hann losnar undan samningi hjá Barcelona. Hermt er að Pascual verði einnig þjálfari rúmenska karlalandsliðsins frá og með sama tíma. Sonur hans, Alex...
- Auglýsing -

Kría flaug upp um deild – myndskeið

Kría leikur í Olísdeild karla í handknattleik karla á næstu leiktíð. Kría vann Víking öðru sinni í úrslitum umspilsins um sæti í Olísdeildinni í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld, 20:17, og fylgir þar með HK eftir upp í deild...

Skellurinn er í raun að falla fremur en stigaleysið

Engan bilbug er að finna á Kristini Björgúlfssyni, þjálfara karlaliðs ÍR, þrátt fyrir fall liðsins úr Olísdeild karla á dögunum. Hann segir að eitt og annað hefði breyst ef liðinu hefði tekist að krækja í sigra snemma á keppnistímabilinu....

Frá Stjörnunni til Noregs

Handknattleikskonan Katrín Tinna Jensdóttir hefur gengið til liðs við norska B-deildarliðið Volda. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.Katrín Tinna er 19 ára gömul og hefur undanfarin tvö ár leikið með Stjörnunni í Olísdeildinni. Hún var áður í...
- Auglýsing -

Tveir farnir frá Þór og óvissa um þann þriðja

Handknattleiksmennirnir Ihor Kopyshynskyi og Karolis Stropus hafa yfirgefið herbúðir handknattleiksliðs Þórs á Akureyri. Magnús I. Eggertsson formaður handknattleiksdeildar Þórs staðfesti brottför þeirra við handbolta.is í morgun. Hann sagði þá ekki leika með Þórsliðinu á næstu leiktíð. Þórsarar verða að...

Rifar seglin eftir langan feril

Handknattleiksmaðurinn Ægir Hrafn Jónsson hefur ákveðið að leggja handknattleiksskóna til hliðar eftir nærri aldarfjórðung sem leikmaður í meistaraflokki í hand- og körfuknattleik. Ægir Hrafn lék síðast með Fram. Hann sagði við handbolta.is í morgun vera afar sáttur við ferilinn.„Ég...

Dagskráin: Átta liða úrslit og slagur Kríu og Víkings

Síðari leikir átta liða úrslita Olísdeildar karla fara fram í kvöld þegar Valur sækir KA-menn heim í KA-heimilið og Stjarnan tekur á móti liði Selfoss í TM-höllinni í Garðabæ. Liðin mætast öðru sinni á föstudaginn.Í kvöld leiða einnig saman...
- Auglýsing -

Molakaffi: Elna, Sigurjón, Sara, Einar, Leandra, Sigurður, Jóhanna, Magnús, Herning-Ikast, CSKA

Elna Ólöf Guðjónsdóttir og Sigurjón Guðmundsson voru valin bestu leikmenn meistarafloksliða HK á lokahófi handknattleiksdeildar félagsins um helgina. Sara Katrín Gunnarsdóttir og Einar Bragi Aðalsteinsson voru valin efnilegust í sömu flokkum.Sara Katrín var jafnframt valin besti leikmaður ungmennaliðs HK...

Með að minnsta kosti annan fótinn í undanúrslitum

Haukar eru komnir með að minnsta kosti annan fótinn í undanúrslit Olísdeildar karla í handknattleik eftir tíu marka sigur á Aftureldingu, 35:25, í fyrri viðureigna liðanna í átta liða úrslitum á Varmá í kvöld. Liðin mætast á ný á...

Jafntefli í háspennuleik í Eyjum

ÍBV og FH skildu jöfn í hörkuleik í Vestmannaeyjum í kvöld, 31:31, í fyrri viðureign sinni í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik. FH-ingar jöfnuðu metin, 28:28, þegar um sex mínútur voru til leiksloka. Þá tóku við æsilegar...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -