Bjarki Már Elísson lék mest af leikmönnum íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi samkvæmt upplýsingum sem handbolti.is hefur tekið saman úr gögnum frá af mótssíðu HM og einnig úr samantekt tölfræðiveitunnar HBStatz. Samantektina er að finna hér...
Strákarnir okkar eru komnir heim eftir harða keppni á Skáni og í Gautaborg. Þar fögnuðu þeir fjórum sigrum, en máttu þola tvö töp. Fyrra tapið, gegn Ungverjum, var stórt slys, en tap gegn sterkum Evrópumeisturum Svía, var nokkuð sem...
Í annað sinn í röð vann landslið Túnis, stundum kallað ernirnir frá Karþagó, keppnina um forsetabikarinn á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Póllandi. Ernirnir lögðu landslið Chile með 12 marka mun, 38:26, í Plock í Póllandi í gær eftir...
Litháenski markmaðurinn Vilius Rašimas hefur framlengt samning sinn við Selfoss til ársins 2025. Rašimas er og hefur verið lykilmaður í meistaraflokki karla og einn af bestu markvörðum Olísdeildar karla undanfarin tímabil.
Rašimas er með meðalmarkvörslu upp á 32% og var m.a. valinn...
Tvö efstu lið Grill 66-deildar kvenna í handknattleik, ÍR og Afturelding, mætast í 11. umferð á heimavelli ÍR-ingar í Skógarseli í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.
Úrslit leiksins í Skógarseli geta haft veruleg áhrif á hvort liðið fer...
Sænska landsliðið í handknattleik varð fyrir miklu áfalli í gærkvöld þegar leikstjórnandinn Jim Gottfridsson meiddist snemma í viðureigninni við Egypta í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins.
Í morgunsárið var staðfest að Gottfridsson handarbrotnaði og leikur ekkert meira með sænska landsliðinu...
Elías Már Halldórsson hrósaði sigri með liði sínu Fredrikstad Bkl. í heimsókn til Sola í gærkvöld í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna í gærkvöld, 26:25. Alexandra Líf Arnarsdóttir er leikmaður Fredrikstad Bkl. Hún skoraði ekki í leiknum í gær....
Danska landsliðið í handknattleik karla skrifaði sig á spjöld sögunnar í kvöld þegar það vann Ungverja. Ekki aðeins var 17 marka sigurinn á Ungverjum í átta liða úrslitum sá stærsti sem nokkurt lið hefur unnið á þessu stigi keppninnar...
Sandra Erlingsdóttir og samherjar hennar í TuS Metzingen komust í kvöld í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í handknattleik. TuS Metzingen vann þá TuS Lintfort með 18 marka mun í Sporthalle Eyller Strasse, heimavelli Lintford, 48:30, í átta liða úrslitum.
Í...
Frakkar sýndu styrk sinn síðustu 20 mínúturnar gegn Þjóðverjum í síðustu viðureigninni í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik karla. Eftir hörkuleik í 40 mínútur fengu leikmenn Þýskalands lítt við ráðið á endasprettinum. Ekki síst reyndist Remi Desbonnet markvörður...
Svíar innsigluðu sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í kvöld með því að leggja Egypta í hörkuleik í Tele2 Arena í Stokkhólmi, 26:22, að viðstöddum 17 þúsund áhorfendum í frábærri stemningu. Meiðsli Jim Gottfridsson og Albin Lagergren...
Keppni milli liða sem höfnuðu í neðstu sætum riðlanna átta. Liðið sem vinnur keppnina hreppir forsetabikarinn (Presidents Cup) sem keppt hefur verið um frá HM 2007.
Leikið verður í tveimur riðlum 18. til 23. janúar. Úrslitaleikirnir verða 25. janúar og...
Spánverjar mæta Dönum í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik karla. Þeir unnu Norðmenn í háspennu tvíframlengdum leik í Gdansk, 35:34. Daniel Dujshebaev skoraði sigurmarkið þegar skammt var til leiksloka eftir að jafnt hafði verið á öllum tölum í hreint frábærum...
Heimsmeistarar Danmerkur í handknattleik karla eru komnir í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla eftir að hafa rótburstað Ungverja með 17 marka mun, 40:23, í átta liða úrslitum í Stokkhólmi í kvöld. Danir mæta Spánverjum í undanúrslitum í Gdansk...
Bjarki Már Elísson varð markahæstur Íslendinga á HM annað mótið í röð. Að þessu sinni skoraði hann 45 mörk í sex leikjum og eins kom fram á handbolta.is í fyrradag.
Guðjón Valur Sigurðsson hefur oftast verið markahæstur íslensku landsliðsmannanna á...