Róbert Sigurðarson var fastur fyrir í vörn Drammen í gær þegar liðið vann Viking TIF, 35:33, í 12. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla en leikið var á heimavelli Viking. Drammen var fjórum mörkum undir að loknum fyrri hálfleik,...
Bæði Sigvalda Birni Guðjónssyni og Mikkel Hansen brást bogalistin í vítaköstum á örlagastundum í leikjum með með liðum sínum í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla í kvöld. Sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Palicka sá við Sigvalda rúmri mínútu fyrir leikslok í...
Tumi Steinn Rúnarsson og félagar í HSC 2000 Coburg eru á góðum skriði í 2. deild þýska handknattleiksins. Í gærkvöld unnu þeir Dessau-Roßlauer HV 06, 30:26, á heimavelli. Coburg færðist upp í 5. sæti deildarinnar með þessum góða sigri...
Fjórða umferð riðlakeppni Evrópudeildar karla í handknattleik fór fram í kvöld. Aðeins tvær umferðir eru óleiknar og línur þar af leiðandi aðeins farnar að skýrast hvaða 16 lið komast áfram í útsláttarkeppnina sem hefst í febrúar.Talsverður hópur Íslendingar tengist...
Elvar Ásgeirsson var valinn í úrvalslið 13. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í framhaldi af stórleiknum sem hann átti í gærkvöld með Ribe-Esbjerg í sigurleik á GOG. Þetta í fyrsta sinn sem Elvar er valinn í úrvalslið umferðarinnar. Reyndar er ekki...
Heiðmar Felixson mun stýra þýska liðinu Hannover-Burgdorf í kvöld þegar það mætir AEK Aþenu í fjórðu umferð B-riðils Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. Christian Prokop þjálfari Hannover-Burgdorf er veikur með covid heima hjá sér í Þýskalandi og fór þar af...
Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach í kvöld þegar liðið tapaði í heimsókn sinni til HSG Wetzlar, 33:31, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Wetzlar var fjórum mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var að baki, 17:13. Wetzlarliðið...
Arnar Birkir Hálfdánsson og samherjar í Amo HK tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum sænsku bikarkeppninnar í handknattleik karla þrátt fyrir fjögurra marka tap fyrir HK Aranäs, 32:28, í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum. Amo HK...
Elvar Ásgeirsson átti stórleik í kvöld með Ribe-Esbjerg þegar liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Danmerkurmeistara tveggja síðustu ára, GOG, 34:33, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla. Elvar skoraði m.a. tvö síðustu mörk liðsins í Blue Water Dokken,...
Landsliðskonurnar Díana Dögg Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir eru á meðal 20 markahæstu í þýsku 1. deildinni í handknattleik að loknum átta umferðum. Hlé hefur verið gert á keppni í deildinni vegna heimsmeistaramótsins sem hefst undir lok mánaðarins og þráðurinn...
Ekki gekk rófan í fyrsta leik EHV Aue undir stjórn Ólafs Stefánssonar þegar liðið mætti TuS Vinnhorst á heimavelli í gær í viðureign tveggja neðstu liða 2. deildar þýska handboltans í karlaflokki. Vinnhorst vann með fimm marka mun, 28:23,...
Stórlið SC Magdeburg settist í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla í framhaldi af öruggum sigri á Eisenach, 38:31, á heimavelli í dag. Á sama tíma tapaði Füchse Berlin í heimsókn til THW Kiel og hefur þar...
Orri Freyr Þorkelsson hrósaði sigri með samherjum sínum í Sporting Lissabon á Benfica í uppgjöri stórliðanna og erkifjendanna í Lissabon í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik karla í gær, 36:29. Leikurinn fór fram á heimavelli Benfica en með liðinu...
Sebastian Frandsen átti enn einn stórleikinn í marki Fredericia í gær þegar liðið lagði Bjerringbro/Silkeborg, 31:24, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Frandsen varði 16 skot, þar af tvö vítaköst, sem lagði sig út í 46% hlutfallsmarkvörslu. Einar Þorsteinn Ólafsson...
Frábær frammistaða Viktors Gísla Hallgrímssonar og framúrskarandi varnarleikur færði Nantes sigur á Nimes, 26:21, í frönsku 1. deildinni í handknattleik karla í kvöld. Viktor Gísli varði 11 skot, 36%, í leiknum er sagður hafa riðið baggamuninn fyrir liðið að...