Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Spennufall þegar markmiðið var í höfn

Spennufall varð hjá leikmönnum Volda í dag þegar þeir léku síðasta leik sinn í norsku 1. deildinni en fyrr í vikunni höfðu þeir tryggt liðinu sæti í norsku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn. Volda tapaði síðasta leiknum á heimavelli í...

Gísli Þorgeir mætti sprækur til leiks

Gísli Þorgeir Kristjánsson fór á kostum í dag þegar SC Magdeburg treysti stöðu sína í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik með þriggja marka sigri á Wetzlar á útivelli, 29:26.Gísli Þorgeir fékk högg á vinstra lærið í leik...

Molakaffi: Stefán, Bjarni Ófeigur, Díana Dögg, Arnar Birkir, Sveinbjörn, Aron, Orri, Viktor, Óskar, Madsen

Stefán Arnarson þjálfari kvennaliðs Fram varð í gær deildarmeistari í handknattleik í sjöunda sinn sem þjálfari. Stefán var þjálfari Vals í fjögur skipti þegar liðið vann deildarmeistaratitilinn í handknattleik kvenna á síðasta áratug. Stefán hefur tvisvar stýrt Fram til...
- Auglýsing -

Tókst að forðast fall

Ágúst Elí Björgvinsson og samherjar hans í KIF Kolding tókst að tryggja áframhaldandi veru liðsins í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik með eins marks sigri á Holstebro, 29:28, á heimavelli í dag. Kolding komst þar með í 12. sæti upp...

Naumt tap í Bavnehøj Arena

Elín Jóna Þorsteinsdóttir og samherjar hennar í Ringkøbing töpuðu naumlega fyrri Ajax, 24:23, í annarri umferð í umspili liðanna í neðri hluta dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag. Leikið var Bavnehøj Arena, heimavelli Ajax í Kaupmannahöfn.Elín Jóna var í...

Lilja komin í undanúrslit með Lugi

Lilja Ágústsdóttir og félagar hennar í sænska úrvalsdeildarliðinu Lugi komust í dag í undanúrslit í úrslitakeppninni um sænska meistaratitilinn í handknattleik. Lugi lagði Kungälvs HK, 26:25, í þriðju viðureign liðanna í átta liða úrslitum.Lugi hefur þar með þrjá vinninga...
- Auglýsing -

Molakaffi: Donni, Grétar Ari, Elliði Snær, Tumi Steinn, Hannes Jón, Aðalsteinn

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði tvö mörk þegar lið hans PAUC vann Créteil örugglega á heimavelli, 30:26, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. PAUC er í þriðja sæti með 34 stig eftir 23 leiki. Nantes situr í...

Hefur flogið í gegnum hugann að þetta væri ekki hægt

„Það var glatt á hjalla eftir leikinn en ég býst við og vona að meira fjör verði á sunnudaginn eftir síðasta leikinn. Við reiknum með að ná að fylla keppnishöllina af áhorfendum og mynda gríðargóða stemningu,“ sagði Halldór Stefán...

Bjartsýni gætir hjá Gísla Þorgeiri

Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður efsta liðs þýsku 1. deildarinnar, SC Magdeburg, er á batavegi eftir að hafa fengið högg á vinstra lærið í síðari viðureign SC Magdeburg og Sporting Lissabon í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar...
- Auglýsing -

Molakaffi: Elvar, Lauge, Lichtlein, Görbicz, Dibirov

Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar þegar lið hans Nancy tapaði enn einum leiknum í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Að þessu sinni tapaði liðið fyrir Dunkerque, 31:27, á heimavelli.  Nancy vermir botnsæti deildarinnar...

Orri Freyr og Aron Dagur eru úr leik

Norsku meistararnir, Elverum, eru úr leik í Meistaradeild Evrópu í handknattleik eftir sjö mark tap fyrir Paris Saint-Germain (PSG), 37:30, í París í kvöld. Jafntefli varð í fyrri viðureign liðanna, 30:30.Orri Freyr Þorkelsson og Aron Dagur Pálsson tóku þátt...

Viggó fór á kostum í mikilvægum sigurleik

Viggó Kristjánsson átti stórleik í kvöld þegar lið hans Stuttgart lagði Balingen, 28:25, á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Hann skoraði 10 mörk í 11 skotum og átti þrjár stoðsendingar. Fjögur marka sinni skoraði Seltirningurinn af vítalínunni...
- Auglýsing -

Teitur Örn og félagar ruddu ungversku meisturunum úr vegi

Teitur Örn Einarsson og samherjar hans í þýska liðinu Flensburg er komnir í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í handknattleik þrátt fyrir eins marks tap, 36:35, í hörkuleik gegn ungversku meisturunum Pick Szeged í Ungverjalandi í kvöld. Flensburg vann...

Komnir með bakið upp að vegg

Hörður Fannar Sigþórsson og samherjar hans í KÍF frá Kollafirði eru komnir með bakið upp að vegg í einvígi við H71 um færeyska meistaratitilinn í handknattleik karla. KÍF tapað öðru sinni í rimmu liðanna í Kollafirði í gærkvöld, 32:25,...

Molakaffi: Díana Dögg, Óskar, Viktor, Axel, Elías Már, Steinunn, Haukur, Ólafur Andrés

Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði fjögur mörk, átti eina stoðsendingu og stal boltanum einu sinni þegar lið hennar BSV Sachsen Zwickau tapaði naumlega fyrir Thüringer, 24:22, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. BSV Sachsen Zwickau er...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -