- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkar fólk úti

- Auglýsing -

ÓL: „Við erum hundóánægðir“

„Við erum hundóánægðir. Þessi byrjun á keppninni veldur vonbrigðum ekki síst vegna þess að við verðskulduðum meira en raun ber vitni um,“ sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik, í samtali við þýska fjölmiða eftir eins marks tap fyrir...

ÓL: Þjóðverjar fóru illa að ráði sínu gegn Spánverjum

Spánverjar unnu þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, 28:27, í æsispennandi leik í A-riðli handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Tókýó í morgun. Þjóðverjar geta sjálfum sér um kennt hvernig fór. Þeir fengu tvo ruðningsdóma á sig á endasprettinum þegar möguleiki gafst...

ÓL: Aron og Bareinar velgdu Svíum undir uggum

Aron Kristjánsson og leikmenn hans í landsliði Barein voru grátlega nærri öðru stiginu í upphafsleik sínum í B-riðli handknattleikskeppni Ólympíuleikanna sem hófst í nótt. Barein mætti silfurmeisturum síðasta heimsmeistaramóts, Svíum, og voru með yfirhöndina lengst af í leiknum. Svíarnir...
- Auglýsing -

Er formlega orðinn leikmaður dönsku meistaranna

Aron Pálmarsson er formlega orðinn leikmaður dönsku meistaranna Aalborg Håndbold. Félagaskipti hans frá Barcelona til Álaborgarliðsins hafa verið stimpluð og samþykkt af viðkomandi sérsamböndum og er það staðfest með tilkynningu á félagaskiptasíðu Handknattleikssambands Íslands. Skipti Arons frá Evrópumeisturum Barcelona...

Flautað til leiks á miðnætti

Handknattleikskeppni Ólympíuleikanna hefst á miðnætti að íslenskum tíma eða snemma dags í Tókýó. Karlarnir ríða á vaðið en keppni í kvennahandknattleik hefst aðra nótt að okkar tíma. Þrír íslenskir handknattleiksþjálfarar verða í eldlínunni með landsliðum sínum í handknattleikskeppni karla,...

Einbeitum okkur að keppninni

Þórir Hergerisson þjálfari Evrópumeistarara Noregs í handknattleik kvenna segist ekki velta sér upp kórónuveirunni nú þegar hann og liðsmenn eru mættir í Ólympíuþorpið og eru tilbúnir í fyrsta leik á leikunum. „Ég er viss um að leikarnir verða öruggir....
- Auglýsing -

Eyjamaðurinn er mættur á sína fyrstu æfingu

Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson mætti í morgun á sína fyrsta æfingu hjá þýska handknattleiksliðinu Gummersbach sem hann samdi við á vordögum. Fyrir hjá félaginu er annar Eyjamaður og fyrrverandi samherji Hákons Daða, Elliði Snær Viðarsson. Undirbúningur er hafinn hjá Guðjóni...

Molakaffi: Bjarki, Gunnar Óli, Þórir, þakleki, Horzen

Handknattleiksdómararnir Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson hafa verið valdir til þess að dæma í B-deild Evrópumóts landsliða kvenna, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, sem fram fer í Litáen í ágúst. Íslenska landsliðið tekur þátt í mótinu.  Þórir Hergeirsson...

Markmið okkar er að komast í undanúrslit

„Markmið okkar er að komast í undanúrslit. Til þess að svo megi verða verðum við að vinna eitthvað af sterkari liðunum í okkar riðli,“ segir Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla í samtali við þýska fjölmiðla í aðdraganda...
- Auglýsing -

Aron mættur til Tókýó – sigur í síðasta leiknum fyrir ÓL

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í landsliði Barein unnu Argentínu, 32:27, í æfingaleik í Tókýó í morgun eftir að hafa verið yfir, 14:13, að loknum fyrri hálfleik. Þetta var síðasti leikur beggja liða áður en handknattleikskeppni Ólympíuleikanna hefst á...

Molakaffi: Dagur, Guigou, Pérez, Hansson, Arnór Þór

Japanska landsliðið í handknattleik karla, undir stjórn Dags Sigurðssonar, tapaði fyrir franska landsliðinu í æfingaleik í Japan í gær, 47:32. Staðan var 18:14 að loknum fyrri hálfleik. Í þeim síðari opnuðust allar flóðgáttir til fulls og mörkin streymdu fram....

Getur verið gaman að vera í „underdog“-hlutverki

Dagur Sigurðsson hefur verið landsliðsþjálfari Japans í handknattleik karla í rúm fjögur ár. Á þeim tíma hefur hann jafnt og þétt byggt upp landslið til þess að keppa fyrir hönd þjóðarinnar á Ólympíuleikum á heimavelli, þeim fyrstu í Japan...
- Auglýsing -

Þjóðverjar eru mættir og undirbúningur er hafinn

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu komu til Tokushima í Japan í gær þar sem þeir verða saman við æfingar og undirbúning næstu dagana. Þegar kemur fram í næstu viku færa þeir sig til Tókýó þar sem...

Myndskeið: Þrír Íslendingar í draumaliði Svíans

Hinn þrautreyndi sænski landsliðsmaður og leikmaður þýsku meistaranna THW Kiel, Niclas Ekberg, hefur um langt árabil verið einn allra besti og sigursælasti hægri hornamaður heims. Hann valdi á dögunum draumalið sitt og af sjö leikmönnum sem hann valdi eru...

Staðfestir komu Ólafs Andrésar

Franska stórliðið Montpellier staðfesti í dag að samið hafi verið við Ólaf Andrés Guðmundsson, landsliðsmann í handknattleik. Samningurinn er til tveggja ára með möguleika á endurskoðun að ári liðnu, eftir því sem fram kemur á heimasíðu Montpellier. IFK Kristianstad...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -