Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands staðfestir við Vísi í morgun að til skoðunar sé framkoma áhorfanda úr röðum Hauka á viðureign Aftureldingar og Hauka í Olísdeild karla sem fram fór á Varmá á síðasta fimmtudag. Áhorfandinn hrinti Ihor...
Tveir hörkuspennandi leikir eru á dagskrá Íslandsmótsins í handknattleik í kvöld enda stendur úrslitakeppnin nánast sem hæst um þessar mundir. Leikið verður öðru sinni til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í Origohöll Valsmann á Hlíðarenda klukkan 18. Tveimur...
Uppselt er á oddaviðureign Aftureldingar og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla sem fram fer á Varmá í kvöld og hefst klukkan 20.15.
Síðustu miðarnir sem settir voru í sölu á Stubb í gærkvöldi hurfu eins og dögg fyrir sólu....
Valsarinn Þorgils Jón Svölu Baldursson hefur ákveðið að hleypa heimdraganum í sumar og hefur þess vegna samið við nýliða sænsku úrvalsdeildarinnar, HF Karlskrona. Hann verður um leið samherji Ólafs Andrésar Guðmundssonar sem einnig gengur til liðs við sænska félagið...
„Áhuginn er gríðarlega mikill og eftirspurnin eftir miðum alveg hreint rosaleg. Við munum gera okkar besta til þess að svara eftirspurninni en því miður er ljóst að færri muni fá miða en vilja einfaldlega vegna þess að aðstaðan sem...
Oddaviðureign Aftureldingar og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik hefst klukkan 20.15 á þriðjudagskvöldið í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsæ. HSÍ staðfesti leiktímann rétt áðan.
Miðasala hefst á morgun, mánudag, klukkan 12 á Stubb og er ein víst að...
Afturelding knúði fram oddaleik í undanúrslitaeinvíginu við Hauka með sigri á Ásvöllum í dag, 31:30. Tæpari gat sigurinn ekki verið. Brynjar Vignir Sigurjónsson varði sannkallað skot frá Tjörva Þorgeirssyni á síðustu sekúndu og kom þar með í veg fyrir...
Fjórða viðureign Hauka og Aftureldingar í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Flautað verður til leiks klukkan 16. Vinni Haukar leikinn tryggja þeir sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn gegn ÍBV. Lánist...
Dómarar leiks Aftureldingar og Hauka í úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik hafa dregið til baka rauða spjaldið sem þeir gáfu Ihor Kopyshynskyi leikmanni Aftureldingar á síðustu sekúndum leiksins að Varmá í gærkvöld. Þeir viðurkenna mistök, segja ákvörðunina hafa verið...
Haukar eru komnir með yfirhöndina í undanúrslitarimmunni við Aftureldingu eftir eins marks sigur, 31:30, í framlengdum þriðja leik liðanna á Varmá í kvöld. Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði sigurmarkið þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka. Stundum þarf ekki að leika...
Litháísku handboltahjónin Karolis Stropus og Roberta Stropé leika ekki áfram með liðum Selfoss á næsta keppnistímabili eftir tveggja ára veru hjá félaginu. Eftir því sem næst verður komist fluttu þau af landi brott í morgun og hafa ákveðið að...
Afturelding og Haukar mætast í þriðja sinn í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Síðast áttust liðin við á Ásvöllum í Hafnarfirði en í kvöld verður vettvangur liðanna íþróttahúsið að Varmá í Mosfellsbæ. Flautað verður til leiks klukkan...
ÍBV leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla eftir að hafa unnið FH í þrígang í undanúrslitum. Þriðji og síðasti sigurinn varð raunin í kvöld í Kaplakrika í framlengdum háspennuleik, 31:29. Jóhannes Berg Andrason tryggði FH-ingum framlengingu þegar...
Hornamaðurinn Dagur Gautason hefur samið við norska úrvalsdeildarliðið ØIF Arendal og flytur til Noregs í sumar. Fréttavefur allra Akureyringa, Akureyri.net, segir frá þessu samkvæmt heimildum í dag.
Á dögunum sagði Handbolti.is frá því að hornamaðurinn eldfljóti ætlaði að söðla um...
FH og ÍBV mætast í kvöld í þriðja sinn í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik. Leikurinn hefst klukkan 19. FH verður að vinna leikinn til þess að halda lífi í rimmunni eftir að hafa tapað tvisvar, fyrst 31:27 á...