ÍBV og Haukar mættust í 2. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í dag. ÍBV vann leikinn örugglega 29-21.
ÍBV var með þriggja marka forskot í hálfleik, 14-11, í frekar jöfnum leik, þar sem ÍBV...
Framarar fögnuðu sínum fyrsta sigri í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag. Framarar lögðu nýliða ÍR, 28:21, í Úlfarsárdal eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12. Lena Margrét Valdimarsdóttir hélt upp á sinn fyrsta heimaleik með...
„Þetta er eins og hvert annað hundsbit,“ sagði Sebastian Alexandersson þjálfari karlaliðs HK þegar Handkastið sló á þráðinn til hans í gærkvöldi eftir eins marks tap HK-inga fyrir Gróttu í baráttuleik í Hertzhöllinni, 27:26, í annarri umferð Olísdeildar karla.
Nýr...
Önnur umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik hófst í gærkvöld þegar KA/Þór sótti Íslandsmeistara Vals heim í Origohöllina. Í dag verða háðir þrír síðustu leikir umferðarinnar í Vestmannaeyjum, Úlfarsárdal og í Mosfellsbæ.
ÍBV og Haukar mætast í Vestmannaeyjum. Bæði lið unnu...
Norski markvörðurinn Nicolai Horntvedt Kristensen sem samdi við KA í sumar hefur ekki enn fengið samþykkt félagaskipti. Sótt var um félagaskipti fyrir hann og Eistlendinginn Ott Varik á sama tíma. Skipti þess síðarnefnda gengu fljótlega í gegn en eftir...
Valur tók KA/Þór í kennslustund í handknattleik í Olísdeild kvenna í Origohöllinni í kvöld. Nítján mörk skildu liðin að þegar flautað var til leiksloka, 36:17, eftir að sjö mörkum skakkaði þegar fyrri hálfleikur var að baki, 18:11.
Það var...
Ein af óvæntari úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik, alltént á þessu tímabili, litu dagsins í ljós í kvöld þegar nýliðar Víkings unnu Íslandsmeistara ÍBV í Safamýri í 2. umferð Olísdeildar karla. Það sem meira er að sigurinn var öruggur,...
Gróttumenn fögnuðu ákaft sínum fyrsta sigri í Olísdeild karla í handknattleik eftir að þeir lögðu HK, 27:26, eftir mikinn darraðardans í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. HK-ingar unnu boltann þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka en tókst ekki að...
Sjúkralistinn er langur hjá handknattleiksliði Selfoss um þessar mundir. Nýjasta nafnið á listanum er línumaðurinn ungi, Elvar Elí Hallgrímsson. Þórir Ólafsson þjálfari Selfoss, staðfesti við handbolta.is í gær að Elvar Elí hafi slitið krossband á dögunum. Til viðbótar er...
KA og Fram skildu jöfn í hörkuleik í KA-heimilinu í gærkvöld, 34:34, í annarri umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Arnar Snær Magnússon jafnaði metin fyrir Fram þegar skammt var til leiksloka. Leikmenn KA fengu sókn á síðustu mínútu en...
Tveir síðustu leikir annarrar umferðar Olísdeildar karla fara fram í kvöld á Seltjarnarnesi og í Safamýri. Einnig hefst önnur umferð Olísdeildar kvenna með heimsókn leikmanna KA/Þórs í Origohöll Valsara.
Nýliðar HK sækja Gróttumenn heim í Hertzhöllina klukkan 19.30. HK vann...
Rúnar Kárason fór á kostum og skoraði 14 mörk í 18 skotum þegar Fram vann annað stigi í heimsókn sinni í KA-heimilið í kvöld, 34:34, í afar jöfnum og spennandi leik. Staðan var jöfn eftir fyrri hálfleik, 17:17.Einar Rafn...
Afturelding vann stórsigur á ungu og lítt reyndu liði Selfoss í annarri umferð Olísdeildar karla í handknattleik að Varmá í kvöld, 37:21. Að loknum fyrri hálfleik var munurinn níu mörk, 19:10, Aftureldingarmönnum í vil sem hafa þar með krækt...
„Þetta verður örugglega frábær leikur. Það verður gaman að fara aftur í Mósó. Aftureldingarliðið er gríðarlega sterkt lið og frábærlega mannað. Við munum peppa okkur upp fyrir leikinn,“ segir handknattleiksmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson í samtali við Handkastið.
Sveinn Andri...
Önnur umferð Olísdeildar karla í handknattleik heldur áfram í kvöld með þremur leikjum. Upphafsleikur umferðarinnar fór fram á mánudaginn þegar Valur og FH mættust í Origohöllinni. Leiknum var flýtt vegna þátttöku beggja liða í Evrópukeppni um helgina.
KA og Fram...