Selfoss vann sanngjarnan sigur á Fram, 32:30, í Sethöllinni á Selfossi í kvöld í viðureign liðanna í Olísdeild karla, þeirri síðustu hjá þeim á þessu ári. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 14:14.
Fljótlega í síðari hálfleik náði Selfoss...
Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði 1000. mark kvennaliðs Vals í Evrópumótum, er hún skoraði sautjánda mark Vals gegn spánska liðinu Club Balonmano Elche í Evrópubikarkeppninni í fyrri leik liðanna í Elche í morgun. Club Balonmano fagnaði sigri, 30:25. Liðin mætast...
Stjörnunni fataðist flugið í síðasta leik sínum í Olísdeild kvenna á árinu í heimsókn til KA/Þórs í dag og tapaði óvænt með þriggja marka mun, 21:18. Þetta er aðeins annað tap Stjörnunnar í deildinni á leiktíðinni. KA/Þórsliðið var ákveðið...
Dánjal Ragnarsson tryggði ÍBV sigur á Dukla Prag í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik í Prag í dag, 34:33. Hann skoraði sigurmarkið sex sekúndum fyrir leikslok.
Liðin mætast á ný í Prag síðdegs á morgun og...
„Við vorum í erfiðleikum með varnarleikinn okkar allan leikinn, töpuðum of mörgum stöðum maður gegn manni. Okkur tókst ekki að ná nógu mörgum stoppum. Þar á ofan gerðum við alltof mikið af mistökum í sóknarleiknum, ekki síst í fyrri...
„Ég er gríðarlega ánægður með liðið mitt þótt vissulega hefði ég viljað vinna leikinn. Miðað við stöðuna á okkur, það sem gekk á í leiknum, og að brotna ekki við mótlætið. Afturelding var komin með tveggja marka forskot undir...
„Að sama skapi og við vorum nærri því að vinna leikinn þá vorum við klaufar missa boltann í lokin í hendurnar á Benedikti Gunnari. Ég var akkúrat á sama tíma að biðja um leikhlé og sá ekki skýrt hvað...
„Balonmano Elche er með sterkt lið með öflugar skyttur bæði vinstra og hægra megin auk hollenskrar landsliðskonu á línunni og leika dæmigerðan spænskan handknattleik með grimmri 6/0 vörn og leggja mikla áherslu á hraðaupphlaup. Við verðum að leika af...
Leikið verður í Olísdeildum karla og kvenna í handknattleik í dag. Einnig verður ekki slegið slöku við í 2. deild auk þess sem kvennalið Vals og karlalið ÍBV standa í ströngu í 3. umferð Evrópubikarkeppninnar í dag og á...
Herforinginn úr Eyjum, Erlingur Richardsson, er kominn til Prag í Tékklandi með hersveit sína (ÍBV) til að herja á Dukla Prag. Eyjamenn ákváðu að mæta Dukla í tveimur viðureignum á Moldárbökkum í Evrópubikarkeppninni.
Íslenskir herflokkar hafa 9 sinnum áður leikið...
Lukkudísirnar voru í liði með Íslands- og bikarmeisturum Vals þegar þeir kræktu í annað stigið í heimsókn sinni til Aftureldingar í kvöld í 12. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Lokatölur 30:30 en Valur var tveimur mörkum undir þegar innan...
„Það er alltaf erfitt að átta sig á raunverulegri getu með því að skoða upptökur af leikjum. Dukla er í fjórða sæti í deildinni, svo sem ekki langt frá toppnum. Það má segja að uppbygging Dukla-liðsins sé svipuð og...
Leikmenn karlaliðs ÍBV í handknattleik komu til Prag undir miðnætti í gær eftir dagsferðalag sem hófst með siglingu með Herjólfi frá Vestmannaeyjum á tíunda tímanum í gærmorgun. Þegar komið var á leiðarenda í Prag í gærkvöld varð ljóst að...
Sjö leikir á dagskrá Íslandsmótsins karla og kvenna í kvöld. Þar á meðal er svokallaður tvíhöfði í Mosfellsbæ, þ.e. tveir heimaleikir hjá kvenna- og karlaliði félagsins.
Olísdeild karla:Varmá: Afturelding - Valur, kl. 20 - sýndur á Stöð2sport.
Staðan í Olísdeild...
Berta Rut Harðardóttir var markahæst með sjö mörk þegar Holstebro tapaði á útivelli fyrir Bjerringbro, 33:28, í dönsku 1. deildinni í handknattleik. Þetta var annað tap Bertu og samherja í deildinni á leiktíðinni. Holstebro er í þriðja sæti með...