Örvhenti hornamaðurinn Ágúst Emil Grétarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Ágúst Emil er 24 ára gamall og hefur leikið með Gróttu undanfarin fjögur tímabil, samtals 84 leiki.
Ágúst Emil, sem kom til Gróttu frá ÍBV,...
Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handknattleik og markvörður Vals fékk höfuðhögg á æfingu í fyrrakvöld. Sökum þess lék hann ekki með Val í sigurleiknum á Haukum í Olísdeildinni í gærkvöld.
Björgvin Páll segir í samtali við RÚV binda vonir við...
Síðasta umferð Olísdeildar karla í handknattleik fer fram á næsta sunnudag. Að vanda hefjast allir leikir á sama tíma. Til stendur að flauta til leiks stundvíslega klukkan 18.
Ekki liggur fyrir hver verður deildarmeistari. Þar koma Valur og Haukar...
Valur situr í efsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik fyrir lokaumferðina sem fram fer á sunnudaginn. Valur vann Hauka með sex marka mun, 40:34, í uppgjöri toppliðanna í Origohöllinni í kvöld. Sigur Valsmanna var sanngjarn og sannfærandi. Þeir léku...
Næst síðasta umferð Olísdeildar karla í handknattleik fer fram í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Eftirtaldar viðureignir eru á dagskrá.
KA - Selfoss.HK - Víkingur.Fram - Stjarnan.FH - Afturelding.Valur - Haukar.ÍBV - Grótta.
Staðan.
Handbolti.is fylgist með leikjunum og uppfærir...
ÍBV tryggði sér þriggja stiga forskot í fjórða sæti Olísdeildar kvenna í kvöld með því að leggja Aftureldingu, 31:28, í Vestmannaeyjum en um var að ræða frestaðan leik úr 16. umferð. ÍBV var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri...
Handknattleiksþjálfarinn Gunnar Magnússon og Afturelding hafa komist að samkomulagi um nýjan samning til næstu þriggja ára, eftir því sem kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Samhliða þjálfun meistaraflokks heldur Gunnar áfram að sinna starfi sínu sem yfirþjálfari yngri flokka handknattleiksdeildar...
Næst síðasta umferð Olísdeildar karla fer fram í kvöld með sex leikjum. Þar ber væntanlega hæst viðureign tveggja efstu liða deildarinnar, Haukar og Vals. Þau mætast í Origohöll Valsara á Hlíðarenda. Haukar eru sem stendur tveimur stigum á undan...
Níu leikir eru eftir í Olísdeild kvenna áður en deildarmeistari 2022 verður krýndur. Einn leikur stendur út af borðinu, viðureign ÍBV og Aftureldingar úr 16. umferð sem fram fer á morgun.
Eftir það taka við tvær síðustu umferðir deildarinnar,...
„Sé tekið mið af spilamennsku okkar í leiknum þá var sterkt að ná í tvö stig. Mér fannst leikur okkar ekki vera viðunandi,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir nauman sigur á Haukum 28:26, í Olísdeild kvenna í...
„Mér fannst við eiga annað stigið skilið í þessum leik. Stelpurnar léku fantagóðan leik, vörnin var góð og markvarslan frábær, ekki síst í fyrri hálfleik,“ sagði Gunnar Gunnarsson þjálfari Hauka eftir naumt tap fyrir Val, 28:26, í hörkuleik í...
Hornakonan sænska, Linda Cardell, kveður Vestmannaeyjar eftir keppnistímabilið og flytur heim til Svíþjóðar. Hún hefur samið við Kärra HF en félagið greinir frá þessu í dag.
Kärra HF féll úr sænsku úrvalsdeildinni á dögunum. Þar stendur til að stokka upp...
Stórskyttan Egill Magnússon hefur skrifað undir nýjan samning við FH sem gildir til loka leiktíðina vorið 2024. FH greindi frá þessu í tilkynningu í hádeginu.
Egill gekk til liðs við FH sumarið 2019. Hann lék upp yngri flokkana með...
„Mér gekk vonum framar og fann ekki fyrir óöryggi, náði að einbeita mér að því að spila handbolta eins og ekkert hefði ískorist,“ segir Steinunn Björnsdóttir leikmaður Fram og handknattleikskona ársins 2020 í samtali við handbolta.is.
Steinunn lék sinn...
Einn besti markvörður Olísdeildar kvenna á keppnistímabilinu, Sara Sif Helgadóttir, hefur ekki leikið með Val í Olísdeild kvenna í síðustu tveimur leikjum. Að sögn Ágústs Þórs Jóhannssonar, þjálfara Vals, ríkir ekki bjartsýni um að Sara Sif taki þátt í...