Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma viðureign THW Kiel og Kielce í 11. umferð B-riðlis Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla sem fram fer í Kiel í Þýskalandi á morgun. Kiel er í fjórða sæti riðilsins en pólska liðið...
Eftirmaður Arons Pálmarssonar hjá Aalborg Håndbold verður Slóveninn Aleks Vlah núverandi fyrirliði Celje Pivovarna Laško og besti leikmaður liðsins á keppnistímabilinu, eftir því sem fjölmiðillinn Delo í Slóveníu segir frá.
Vlah er 25 ára gamall og var markahæsti leikmaður Slóvena...
Danski landsliðsmaðurinn og línumaður Þýskalandsmeistara SC Magdeburg, Magnus Saugstrup, tekur varla þátt í fleiri handboltaleikjum á keppnistímabilinu. Hann gekkst undir aðgerð á hægra hné í morgun og verður frá keppni í þrjá til fjóra mánuði, eftir því sem Magdeburg...
Ragnar Jóhannsson lék sinn 150. leik fyrir meistaraflokk Selfoss á sunnudagskvöldið þegar Selfoss lagði Hauka í 14. umferð Olísdeildar karla í Sethöllinni á Selfoss, 31:28. Ragnar mætti þá til leiks aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla.
Patryk Rombel sem þjálfað...
Færeyski landsliðsmaðurinn í handknattleik, Hákun West av Teigum, var á laugardaginn valinn íþróttamaður ársins í Færeyjum á uppskeruhátið færeyska íþróttasambandsins. Við sama tilefni var ungstirnið Óli Mittún valinn efnilegasti íþróttamaður Færeyja
Hákun er hægri hornamaður sem gert hefur það gott...
Leikmenn heimsmeistaraliðs Danmerkur í handknattleik karla ættu að eiga fyrir salti í grautinn á næstunni. Hver og einn þeirra fær 220.000 danskar krónur, jafnvirði um 4,5 milljóna króna, frá danska handknattleikssambandinu fyrir sigurinn á heimsmeistaramótinu. Alls eiga 20 leikmenn...
Rúmenska meistaraliðið CSM Bucaresti, Evrópumeistarar Vipers Kristiansand og franska meistaraliðið Metz eru örugg um sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna. Næst síðasta umferð riðlakeppninnar fór fram um helgina. Tvö efstu lið hvors riðils sitja yfir í fyrstu umferð...
Nú þegar það eru aðeins tvær umferðir eftir af riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í handknattleik er spennan heldur betur farin að magnast. Þrettánda umferð fer fram um helgina þar sem að baráttan um sæti í útsláttarkeppninni verður í hámarki í...
Aðgöngumiðar á upphafsleik Evrópumóts karla í handknattleik í 10. janúar á næsta ári rjúka út eins og heitar lummur. Þegar hafa 40 þúsund miðar verið seldir af þeim 50 þúsundum sem verða til sölu. Leikurinn fer fram á Merkur...
Norski landsliðsmaðurinn Tobias Grøndahl tryggði Noregsmeisturum Elverum baráttusigur á ØIF Arendal á útivelli í gærkvöld, 32:31, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Grøndahl skoraði sigurmarkið úr vítakasti þegar leiktíminn var úti. Orri Freyr Þorkelsson skoraði eitt mark fyrir Elverum sem...
Frederikshavn og Herning verða leikstaðir í Danmörku á HM kvenna síðar á þessu ári. Danska handknattleikssambandið tilkynnti þetta í dag.
Til stóð að leika í Frederikshavn á EM kvenna í árslok 2020 en hætt var við á elleftu stundu...
Goran Perkovac hefur verið ráðinn þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handknattleik. Forveri hans Hrvoje Horvat var látinn taka pokann sinn en óánægja ríkir með árangur króatíska landsliðsins á HM. Stefnan var sett á að komast í átta liða úrslit, hið...
Pólska stórliðið Łomża Industria Kielce staðfesti í gærkvöld að tekist hafi að tryggja rekstur þess út keppnistímabilið. Hvað tekur þá við er óvissu háð. Vonir standa til að fyrir lok mars verði framtíðin orðið skýrari og nýr eða nýir...
Spænski handknattleiksþjálfarinn Roberto Parrondo heldur ekki áfram þjálfun egypska karlalandsliðsins í handknattleik þegar samningur hans við egypskra handknattleikssambandið rennur út á næstunni. Framkvæmdastjóri sambandsins, Amr Salah, staðfesti þetta í gær.
Parrondo hefur þjálfað landslið Egyptalands í fjögur ár og náð...
Sænska handknattleikskonan Emma Olsson sem varð Íslandsmeistari með Fram á síðasta vori hefur framlengt samning sinn við þýska liðið Dortmund til eins árs. Olsson skrifaði undir eins árs samning við Dortmund fyrir ári með möguleika á eins árs framlengingu...