Heims- og Evrópumeistarar Noregs í handknattleik kvenna unnu landslið Svartfjallalands með níu marka mun í fyrri vináttuleik liðanna, 34:25. Leikurinn fór fram í Ørsathallen á Vestlandinu í gær. Síðari viðureignin verður í nýju keppnishöllinni í Volda á morgun.Eins...
Grétar Ari Guðjónsson varði átta skot, 42%, þann tíma sem hann stóð í marki franska liðsins Sélestad í sigri á Limoges, 29:27, á heimavelli í gærkvöld í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Sélestad rekur áfram lestina í deildinni ásamt...
Skjótt skipuðust veður í lofti hjá handknattleiksþjálfaranum Hrvoje Horvat í gær. Honum var fyrirvaralaust vikið úr starfi þjálfara þýska 1. deildarliðsins Wetzlar í gærmorgun eins og handbolti.is sagði frá. Ekki liðu nema nokkrar klukkustundir frá brottrekstrinum þangað til að...
Jakob Martin Ásgeirsson leikmaður FH var í gær úrskurðaður í eins leiks bann. Jakob Martin hlaut útilokun með skýrslu vegna gáleysislegrar aðgerðar í leik FH og KA í Olísdeild karla 31.mars, eins og það er orðað í úrskurði aganefndar....
Hrvoje Horvat var í morgun leystur frá starfi þjálfara þýska 1. deildarliðsins HSG Wetzlar eftir aðeins fjóra mánuði í starfi. Horvat mun eiga í viðræðum við annað lið. Það þótti forráðamönnum Wetzlar alls ekki viðunandi og sögðu þjálfaranum að...
Ásgeir Snær Vignisson skoraði eitt mark fyrir Helsingborg í gærkvöld þegar liðið vann Karlskrona, 28:25, á heimavelli Karlskrona í umspilskeppni um sæti í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik á næsta keppnistímabili. Liðin mætast á ný í Helsingborg á laugardaginn. Karlskrona...
Sænska handknattleikssambandið hagnaðist ágætlega á að halda heimsmeistaramótið í handknattleik í upphafi þessa árs. Mótið var haldið í samvinnu við pólska handknattleikssambandið.Sænska handknattleikssambandið segir í tilkynningu frá að hagnaður þess af mótahaldinu verði um 25 milljónir sænskra króna,...
Framtíð pólska meistaraliðsins Industria Kielce er áfram í óvissu vegna bágrar fjárhagsstöðu. Ekki hefur tekist að afla nýrra samstarfsfyrirtækja eftir að drykkjarvörufyrirtæki Van Pur sagði upp samningi undir lok síðasta árs, hálfu ári áður en samningurinn átti að...
Viktor Petersen Norberg skoraði fjögur mörk og Óskar Ólafsson eitt þegar lið þeirra, Drammen, tapaði fyrir Runar, 37:27, í uppgjöri liðanna um þriðja sætið í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í Sandefjord í gærkvöld. Runar hafnar þar með í þriðja...
Fredericia Håndboldklub tapaði á útivelli fyrir KIF Kolding, 35:31, í grannaslag í næst síðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í gær. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Fredericia Håndboldklub og var einu sinni vísað af leikvelli. Guðmundur Þórður Guðmundsson er...
Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar í franska liðinu Nantes féllu í kvöld úr leik í Meistaradeild Evrópu í handknattleik þegar þeir töpuðu á heimavelli fyrir pólska liðinu Wisla Plock, 30:29. Vítakeppni þurfti til þess að knýja fram úrslit. Leikmenn...
Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður og félagar hans í franska liðinu Nantes mæta Wisla Plock í síðari leik liðanna í 1. umferð útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikurinn fer fram í Frakklandi. Staðan er jöfn, 32:32, eftir fyrri viðureignina sem fram...
Síðari leikir 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar í handknattleik karla fóru fram fram í dag og í kvöld.Úrslit síðari leikjanna eru hér fyrir neðan. Innan sviga eru samanlögð úrslit í báðum umferðum. Nöfn liðanna átta sem fara í átta liða úrslit...
Áætlununum fyrir Evrópumót kvenna í handknattleik á næsta ári hefur verið breytt. Austurríki hefur tekið að sér að vera í aðalhlutverki á mótinu í stað Ungverjalands sem treystir sér ekki að standa við fyrri skuldbindingar vegna kostnaðar, eins og...
Íslandsmeistarar Vals mæta þýska liðinu Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í Göppingen í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 18.45. Um er að ræða síðari viðureign liðanna. Göppingen vann fyrri leikinn með sjö marka mun, 36:29....