- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frakkar mæta Noregi í úrslitaleiknum

Leikmenn franska landsliðsins gleðjast yfir sigri á Svíum í kvöld og sæti í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Frakkland leikur við Noreg um heimsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna á sunnudaginn eftir að hafa unnið sænska landsliðið mjög örugglega í síðari undanúrslitaleiknum á mótinu í kvöld, 37:28.

Frakkland og Noregur áttust við í milliriðlakeppni HM 10. desember í Þrándheimi. Frakkar höfðu betur í hörkuleik, 24:23.

Franska liðið hafði yfirburði í leiknum frá upphafi til enda og var með átta marka forskot í hálfleik, 19:11.

Úrslitaleikurinn hefst klukkan 18 á sunnudaginn og verður sendur út á RÚV.

Frakkar tóku öll völd í leiknum strax í upphafi. Svíar, sem leikið hafa afar vel á mótinu, voru slegnir út af laginu strax og áttu sér aldrei viðreisnar von, að því er virtist. Danmörk og Svíþjóð bítast um bronsið á sunnudaginn í leik sem hefst klukkan 15.

Myndskeið: 15 mörk Reistad í undanúrslitum HM

Mörk Svíþjóðar: Nathalie Hagman 5, Linn Blohm 4, Jenny Carlson 4, Kristin Thorleifsdottir 3, Jamina Roberts 3, Tyra Axnér 2, Elin Hansson 2, Emma Lindqvist 1, Mathilda Lundström 1, Carin Strömberg 1, Olivia Mellegard 1, Nina Koppang 1.
Varin skot: Johanna Bundsen 10, 29% – Evelina Eriksson 1, 11%.
Mörk Frakklands: Tamara Horacek 9, Pauletta Foppa 5, Estelle Nze Minko 4, Chloé Valentini 4, Alicia Toublanc 3, Laura Flippes 3, Léna Grandveau 3, Orlane Kanor 2, Lucie Granier 1, Coralie Lassource 1, Grace Zaadi Deuna 1, Sarah Bouktit 1.
Varin skot: Laura Glauser 12, 36% – Hatadou Sako 5, 42%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -