- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrsta tapið hjá Popovic

Hin frábæra handknattleikskona Jovanka Radicevic verður fánaberi Svartfellinga við setningu Ólympíuleikanna. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Tveir leikir fóru fram í Meistaradeild kvenna í dag en um var að ræða leiki sem var frestað fyrr í vetur sökum Covid19. Í Rúmeníu áttust við Valcea og Buducnost þar sem heimastúlkur byrjuðu þann leik mun betur og eftir níu mínútna leik höfðu þær náð 5-1 forystu. Þá forystu létu þær aldrei af hendi í fyrri hálfleik og þegar að flautað var til hálfleiks voru heimastúlkur yfir 14-10.

Gestirnir frá Svartfjallalandi reyndu hvað þær gátu að minnka muninn í seinni hálfleiknum þar sem þær Allison Pineau og Majda Mehmedovic fóru fremstar í flokki þegar að Buducnost náði að minnka forystu heimaliðsins niður í eitt mark 18-17 á 48. mínútu. Nær komust gestirnir ekki og Valcea náðu að lokum að landa tveggja marka sigri, 25-23.


Þetta er annar sigurleikur Valcea í röð eftir að hafa tapað fyrstu 6 leikjum sínum í Meistaradeildinni og með þessum sigri styrktu þær stöðu sína í 6. sæti riðilsins með fjögur stig en þetta var hins vegar fyrsti tapleikur Buducnost eftir að Bojana Popovic tók við þjálfun liðsins, en það er í 5. sæti með 8 stig.

Metz tapaðí Ungverjalandi

Í hinum leik dagsins áttust við ungverska liðið FTC og franska liðið Metz í Budapest í leik sem beðið var eftir með nokkurri eftirvæntingu. Franska liðið var aðeins með tveimur stigum meira en þær ungversku og hafði unnið síðustu fjóra leiki sína í Meistaradeildinni. FTC tapaði hinsvegar óvænt gegn Esbjerg um síðustu helgi eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð.

Leikurinn í kvöld var fyrri leikurinn á milli þessara liða en þau mætast aftur í Frakklandi á sunnudaginn. Lið FTC sýndi strax frá byrjun að það ætlaði sér að ná í þau tvö stig sem í boði voru í þessum leik. FTC náði snemma frumkvæðinu og fór með þriggja marka forystu inní hálfleikinn, 18-15.
 
Metz náði að minnka þennan mun niður í eitt mark í seinni hálfleik en náði aldrei að brjóta ísinn. Til að mynda fóru leikmenn Metz illa með þau fjögur vítaköst sem þeir fengu í leiknum. Það reyndist dýrt þegar upp var staðið. FTC vann að lokum tveggja marka sigur, 32-30. Með þessum sigri er FTC komið með 12 stig og jafnar þar með Metz að stigum í 2.-3. sæti riðilsins.

Úrslit dagsins

Valcea 25-23 Buducnost (14-10)
Mörk Valcea:  Evgenija Minevskaja 6, Kristina Liscevic 5, Mireya Gonzalez 5, Maren Aardahl 3, Asma Elghaoui 3, Marta Lopez 2, Elena Florica 1.
Varin skot: Marta Batinovic 5, Diana Ciuca 1.
Mörk Buducnost: Jovanka Radicevic 6, Allison Pineau 6, Majda Mehmedovic 5, Ema Ramusovic 2, Nikolina Vukcevic 2, Itana Grbic 1, Katarina Dzaferovic 1.
Varin skot: Barbara Arenhart 3, Armelle Attingre 2.

FTC 32-30 Metz (18-15)
Mörk FTC: Zita Szucsanszki 7, Antje Malestein 6, Katrin Kljuber 5, Emily Bölk 3, Anett Kovacs 3, Noemi Hafra 2, Greta Marton 2, Nikolett Toth 2, Julia Behnke 1, Nadine Schatzl 1.
Varin skot: Kinga Janurik 3, Blanka Bíro 2.
Mörk Metz: Meline Nocandy 8, Orlane Kanor 6, Marie Sajka 4, Louise Burgaard 3, Astrid N’gouan 2, Laura Kanor 2, Debbie Bont 1, Jurswailly Luciano 1, Olga Perederiy 1, Camila Micijevic 1.
Varin skot: Hatadou Sako 3, Dinah Eckerle 2.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -