- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handkastið: Hvernig fór Hörður að þessu?

Umsjónarmenn Handkastsins er mættir til leiks, Styrmir Sigurðsson, Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason.
- Auglýsing -

Símaviðtal Handkastsins er við Braga Rúnar Axelsson manninn á bakvið tjöldin á Ísafirði.

Hvernig sækir Hörður leikmann sem hefur spilað 130 leiki í
Bundesligunni og er á topp aldri?

„Við byrjuðum tímabilið skelfilega og erum með lið sem hefur ekki spilað vörn í þrjú ár og þ.a.l. hefur markvarslan verið mjög takmörkuð hjá okkur. Á einu af ævintýramennsku tímabilunum hjá mér í haust þá byrjaði ég að hafa samband við nokkra menn og einn umboðsmaður benti mér á Jonas þegar ég spurði hann hver væri besti markvörðurinn í Evrópu sem er ekki að spila neitt í ár. Hann sagði strax Jonas Maier og ef ég myndi ná honum aftur í handbolta, þá væri Jonas Maier málið.


Ég ákvað að hafa upp á honum og fékk númerið hjá honum í gegnum nokkra góða Íslendinga og hringdi í hann. Hann tók ágætlega í þetta, hann ber Íslendingum góða söguna. Hann þekkir Aron Rafn í Haukum og segir að Íslendingar séu topp fólk.

Hann benti mér á umboðsmanninn sinn og umboðsmaðurinn segir við mig að ef ég get búið til einhvern pakka sem heilli Jonas, ekkert fjárhagslega heldur andlega, ævintýri, ferðmennska og að hann geti prófað eitthvað nýtt þá væri hann líklegur.

Eftir mánaðar viðræður þá næ ég að sannfæra Jonas til að koma til Ísafjarðar og hann kemur í byrjun desember og skoðar aðstæður og æfir með liðinu og hann verður heillaður af stemningunni í bænum sem er auðvitað magnað því það er myrkur allan sólarhringinn hjá okkur. Það er ótrúlegt að honum hafi litist á þetta en við náðum að sannfæra hann um að hann gæti spilað með okkur á veturna og haft gaman en yfir sumartímann getur hann verið að ferðast um Ísland og verið í vinnu við það.

Við náðum því að sannfæra hann í gegnum ævintýramennskuna og ég held að þegar ég skoða þetta betur að þetta er vettvangur sem við ættum að vera skoða meira.“

Viðtalið við Braga er í lok þáttar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -