- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrjú lið hafa enn fullt hús stiga eftir fimm umferðir

Eun Hee Ryu leikamaður Györ hefur snúið á Thale Rushfeldt Deila liðsmann Odense. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Györ, Bietigheim og Ikast er eru áfram með fullt hús stiga að loknum fimm umferðum í Meistaradeild kvenna í handknattleik. Árangur Györ kemur e.t.v. ekki á óvart en óhætt er að segja að frammistaða þýska og danska liðsins komi meira á óvart.

Ikast vann Evrópudeildina í vor og kom inn í Meistaradeildina sem þriðja sterkasta danska liðið á eftir meisturum Esbjerg og Odense sem vann danska meistaratitilinn 2021 og 2022.


Bietigheim skipti um þjálfara fyrir tímabilið. Hinn sigursæli Markus Gaugisch tók alfarið við landsliðinu og Daninn Jakob Vestergaard kom í staðinn til félagsins. Bietigheim-liðinu hefur ekki fatast flugið og heimavið hefur það sömu yfirburði og áður, alltént enn sem komið er.

Sló í gegn

Hin 19 ára gamla, Julie Mathiesen Scaglione sem sló í gegn á EM 19 ára landsliða í Rúmeníu í sumar, skoraði 10 mörk fyrir Ikast í stórsigri á MKS Zagłębie Lubin, 41:29. Pólska liðinu virðast allar bjargir vera bannaðar í keppninni. Ikast bætti ekki aðeins eigið met með fimmta sigurleiknum heldur setti það markamet í leik í Meistaradeildinni með því að skorað 41 mark. Esbjerg átti gamla metið þegar það skoraði 38 mörk í leik fyrir rúmum sex árum.

10:1 kafli

Skrykkjótt gengi Evrópumeistara Vipers Kristiansand í riðlakeppni Meistaradeildarinnar hélt áfram um helgina. Liðið sótti Krim Ljubljana heim og var sex mörkum undir að loknum fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik átti Vipers frábæran 17 mínútna kafla og skoraði 10 mörk gegn einu frá Krim. Þessi ótrúlegri sprettur lagði grunn að jafntefli í Ljubljana, 24:24.

Toft og Bredahl

Stórleikur danska landsliðsmarkvarðarins, Söndru Toft, reið baggamuninn fyrir ungverska meistaraliðið Györ í sigri á heimavelli þegar danska liðið Odense Håndbold kom í heimsókn, 32:29. Stine Bredal Oftedal fór einnig á kostum og skoraði 10 mörk. Þar með gat Ulrik Kirkely þjálfari fagnað sigri á sínu gamla liði. Kirkely tók við þjálfun Györ í sumar eftir að hafa stýrt Odsene um árabil með frábærum árangri.

Greta Kacsor leikmaður ungverska liðsins DVSC reynir að stöðva Noemi Hafra liðsmann Buducnost í leik liðanna í Svartfjallalandi. Ungverska liðið hafði betur í leiknum. Mynd/EPA

Óvæntur sigur í Búkarest

Franska liðið Brest Bretagne kom mörgum á óvart með því að leggja rúmensku meistarana CSM Bucuresti, 30:28, í Búkarest. Brest hefur aldrei áður farið með sigur af hólmi í viðureignum liða félaganna í gegnum tíðina.

Hvorki gengur né rekur

Hvorki gengur né rekur hjá ungverska liðinu FTC. Virðast óvænt skipti á þjálfara eftir nokkrar vikur á tímabilinu litlu hafa breytt. FTC tapaði í heimsókn sinni til vesturstrandar Jótlands, 27:23. Liðsmenn danska meistaraliðsins, Team Esbjerg, sýndu enga miskunn nú frekar en oft áður.

Úrslit helgarinnar

A-riðill:
SG BBM Bietigheim – IK Sävehof 30:21 (16:7).
CSM Bucuresti – Brest Bretagne Handball 28:30 (16:17).
DVSC Schaeffler – WHC Buducnost BEMAX 27:22 (12:10).
Györi Audi ETO KC – Odense Håndbold 32:29 (16:12).
Staðan:

Standings provided by Sofascore

B-riðill:
Team Esbjerg – FTC-Rail Cargo Hungaria 27:23 (14:11).
Metz Handball – CS Rapid Bucuresti 33:22 (16:10).
Krim Mercator Ljubljana – Vipers Kristiansand 24:24 (15:9).
Ikast Handbold – MKS Zaglebie Lubin 41:29 (21:15).
Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -