- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grótta fer upp í Olísdeildina – Afturelding féll

Grótta, sigurlið umspils Olísdeildar kvenna. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Grótta vann Aftureldingu, 22:21, í oddaleik liðanna um sæti í Olísdeld kvenna að Varmá í dag. Grótta tekur þar með sæti í Olísdeildinni en Afturelding fellur. Grótta leikur þar með sama leik og ÍR á síðasta ári þegar ÍR felldi Selfoss í oddaleik í umspili eftir að hafa hafnað í öðru sæti Grill66-deildar eins og Grótta að þessu sinni.

Grótta lék síðast í Olísdeildinni leiktíðina 2017/2018.

Grótta vann tvo síðustu leikina í úrslitarimmunni og alls þrjá leiki en tapaði tveimur.

Afturelding var marki yfir í hálfleik, 13:12. Grótta tók völdin snemma í síðari hálfleik með fjórum mörkum í röð og hélt yfirhöndinni til leiksloka. Soffía Steingrímsdóttir markvörður Gróttu átti stórleik og lokaði markinu í síðari hálfleik, ekki síst undir lokin þegar Afturelding lagði allt í sölurnar til þess að jafna metin en Mosfellingar skoruðu þrjú af síðustu fjórum mörkum leiksins.

Aftureldingarliðið fellur þar með í enn eitt skiptið eftir árs veru í Olísdeildinni en liðið hefur farið á milli Olísdeildar og Grill 66-deildar kvenna árlega undanfarin ár.

Mörk Aftureldingar: Susan Ines Gamboa 6, Anna Katrín Bjarkadóttir 4, Sylvía Björt Blöndal 3, Katrín Helga Davíðsdóttir 3, Fanney Ösp Finnsdóttir 2, Hildur Lilja Jónsdóttir 2, Lovísa Líf Helenudóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 15.

Mörk Gróttu: Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 5, Ída Margrét Stefánsdóttir 4, Rut Bernódusdóttir 3, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Karlotta Óskarsdóttir 3, Þóra María Sigurjónsdóttir 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2.
Varin skot: Soffía Steingrímsdóttir 18.

Handbolti.is var að Varmá og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -