- Auglýsing -
- Auglýsing -

U17ÓÆ: Framúrskarandi leikur færði sigur á Norðmönnum

Íslensku piltarnir mæta Svartfellingum árla dags. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, fékk fljúgandi viðbragð í fyrsta leik sínum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Maribor í Slóveníu í kvöld. Piltarnir lögðu norska jafnaldra sína með tveggja marka mun, 34:32, eftir að hafa snúið leiknum sér í hag í síðari hálfleik.

Íslenska liðið náði mest sex marka forskoti í síðari hálfleik, 31:25, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 18:16.


Næsti leikur íslenska liðsins verður gegn Þýskalandi á morgun klukkan 18.30. Þjóðverjar töpuðu í dag fyrir Slóvenum með tveggja marka mun, 30:28. Leiknum við Þjóðverja á morgun verður streymt á handbolti.is.

Íslenska liðið lék frábærlega í kvöld, ekki síst í síðari hálfleik. Sóknarleikurinn var frábær og varnarleikurinn einnig með Óskar Þórarinsson markvörð á varðbergi í markinu. M.a. varði Óskar tvisvar sinnum úr opnum færum á síðustu 90 sekúndum leiksins þegar Norðmenn áttu þess kost að minnka muninn í eitt mark.

Ágúst Guðmundsson innsiglaði sigurinn með 34. marki Íslands, 34:31, þegar 40 sekúndur voru eftir. Norðmenn klóruðu í bakkann í lokin með 32. marki sínu. Nær komust þeir ekki.

Mörk Íslands: Ágúst Guðmundsson 11, Dagur Árni Heimisson 8, Jens Bragi Bergþórsson 3, Stefán Magni Hjartarson 3, Aron Daði Stefánsson 2, Hugi Elmarsson 2, Magnús Dagur Jónatansson 2, Antonie Óskar Pantano 1, Bernard Kristján Owusu Darkoh 1, Jónas Karl Gunnlaugsson 1.

Varin skot: Óskar Þórarinsson 18, þar af 12 í síðari hálfleik.

U17karlar: Vitum ekki nákvæmlega hvar við stöndum

U17: Mættir galvaskir til Maribor – æfing að baki

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -