- Auglýsing -
Íslenska landsliðið í handknattleik karla verður í afar erfiðum riðli í heimsmeistaramótinu í janúar nk. Andstæðingarnir verður Portúgal og Ungverjaland sem voru ekki með íslenska landsliðinu í riðli á EM í janúar. Þetta verður þriðja mótið í röð þar sem Ísland og Portúgal verða saman í riðli.
Fjórða liðið í riðlinum er landslið Suður Kóreu sem oft hefur reynst íslenska landsliðinu óþægur ljár í þúfu í gegnum tíðina.
Portúgal var einnig með íslenska landsliðinu í riðli á HM 2021 í Egyptalandi. Liðin mættust í fyrsta umferð. Portúgal vann með tveggja marka mun, 25:23.
Á EM í janúar sl. snerust hlutverkin við og Ísland vann með fjögurra marka mun, 28:24. Einnig vann íslenska liðið það ungverska í riðlakeppninni, 31:30.
Þrjú lið komast áfram úr hverjum riðli yfir í milliriðla og krossa liðin úr riðli Íslands við liðin í C-riðli en í honum er Svíþjóð, Brasilía, silfurlið væntanlegrar Afríkukeppni og Úrúgvæ.
Leikjadagskrá Íslands í riðlakeppni HM í janúar - leikstaður Kristianstad: 12.janúar: Ísland - Portúgal. 14.janúar: Ísland - Ungverjaland. 16.janúar: Ísland - Suður Kórea.
Riðlaskipting HM karla 2023:
A-riðill: | Spánn | Svartfj.land | Chile | Íran |
B-riðill: | Frakkland | Pólland | S-Arabía | Slóvenía |
C-riðill: | Svíþjóð | Brasilía | Afríka2 | Úrúgvæ |
D-riðill: | Ísland | Portúgal | Ungv.land | S-Kórea |
E-riðill: | Þýskaland | Katar | Serbía | Afríka5 |
F-riðill: | Noregur | N-Makedónía | Argentína | Holland |
G-riðill: | Afríka1 | Króatía | Afríka3 | Bandaríkin |
H-riðill: | Danmörk | Belgía | Barein | Afríka4 |
Handbolti.is fylgdist með drættinum í Katowice í textalýsingu.
- Auglýsing -