Valur varð í kvöld fjórða og síðasta liðið sem tryggði sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins í handknattleik karla. Valur vann afar öruggan sigur á Selfossi, 36:26, í N1-höllinni á Hlíðarenda eftir að hafa verið með gott forskot frá upphafi....
Íslensku handknattleikskonurnar Aldís Ásta Heimisdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir voru frábærar í kvöld þegar lið þeirra, Skara HF, gerði sér lítið fyrir og vann efsta lið sænsku úrvalsdeildarinnar, Sävehof, 34:30, í Partille, heimavelli Sävehof. Fyrir leikinn í kvöld hafði...
FH-ingurinn Jakob Martin Ásgeirsson var úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ í gær. Hann hlaut útilokun með skýrslu vegna sérstaklegrar hættulegrar aðgerðar í leik Hauka og FH í átta liða úrslitum Powerade-bikarnum á mánudagskvöldið.
„Dómarar meta að...
„Þetta var það síðasta sem ég bjóst við að ég væri að fara gera þegar ég mætti hingað í Dominos stúdíóið. Að ég væri að fara ræða Haukasigur gegn FH,“ segir Sérfræðingurinn í nýjasta þætti Handkastsins sem kom út...
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark fyrir Amo þegar liðið tapaði í heimsókn til HK Malmö, 30:27, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Amo er í 10. sæti af 14 liðum þegar sex umferðir eru eftir. Hér fyrir...
Landsliðskonan í handknattleik og burðarás í liði Hauka, Elín Klara Þorkelsdóttir, tognaði á vinstri ökkla þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik í viðureign Hauka og Aftureldingar í Olísdeild kvenna í handknattleik á Ásvöllum í kvöld. Hún kom...
Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur hjá Sporting með níu mörk þegar liðið vann Dinamo Búkarest eftir mikla baráttu á lokasprettinum, 35:33, í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld. Leikið var í Lissabon. Sigurinn tryggði Sporting áfram annað sæti...
Afturelding var ekki fjarri því að krækja í annað stigið í heimsókn sinni til Hauka á Ásvelli í síðasta leik 17. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik. Haukar unnu með eins marks mun, 29:28, eftir að Afturelding skoraði þrjú síðustu...
Viktor Gísli Hallgrímsson og Óðinn Þór Ríkharðsson fögnuðu sigrum með liðum sínum, Nantes og Kadetten Schaffhausen, þegar 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í handknattleik hófst í kvöld. Nantes lagði Hannover-Burgdorf, 38:32, í Þýskalandi. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.
Óðinn og félagar unnu...
Þýska handknattleikssambandið ætlar á næstu dögum að ganga til viðræðna við Alfreð Gíslason þjálfara þýska karlalandsliðsins um nýjan saming sem taki við af núverandi samningi sem gengur út í sumar. Axel Kromer íþróttastjóri þýska handknattleikssambandsins staðfestir fyrirætlanir sambandsins í...
Lærisveinar Halldórs Jóhanns Sigfússonar í danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland náðu einu mikilvægu stigi í botnbaráttu dönsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld þegar þeir skildu með skiptan hlut í viðureign við Ringsted, 31:31. Leikurinn markaði loka 21. umferðar deildarinnar og fór hann fram...
Línumaðurinn öflugi, Andri Finnsson, hefur framlengt samning sinn við Val um tvö ár. Þetta kemur fram í tilkynningu handknattleiksdeild Vals í dag.
Andri er uppalinn á Hlíðarenda þar sem hann hefur leikið með Val upp alla yngri flokka félagsins. Hann...
„Það verður varla fúlara tapið en þetta. Að komast í Höllina var eitt af okkar markmiðum og það er alltaf mjög slæmt þegar markmið nást ekki,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari karlaliðs FH vonsvikinn þegar handbolti.is náði af honum tali...
„Okkur hefur vaxið fiskur um hrygg síðustu vikur eftir að við lögðum á okkur mikla vinnu meðan sex vikna hlé var gert á keppni í deildinni. Ég ætla ekki að ljúga því að þér að það sem við gerðum...
Haukar eru þriðja liðið sem tryggir sér sæti í undanúrslitum Poweradebikarsins í handknattleik karla í handknattleik á eftir ÍBV og Stjörnunni. Haukar unnu stórleikinn í Hafnarfirði í kvöld gegn FH, 33:29, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í...